Alþjóðlegt samstarf 


Félag sjúkraþjálfara er virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og á aðild að bæði Heimssambandi sjúkraþjálfara (World Physiotherapy) og Evrópudeild þess (European Region World Physiotherapy). Þessi þátttaka tryggir okkur aðgang að sameiginlegri þekkingu, faglegri þróun og öflugum vettvangi fyrir hagsmunagæslu á heimsvísu. 

 

Félagið á einnig í nánu og traustu samstarfi við systurfélög okkar á Norðurlöndum. Þar deilum við upplýsingum, samhæfum hagsmunabaráttu og vinnum saman að málefnum sem snerta sameiginlega stöðu og framtíð sjúkraþjálfunar á svæðinu. 

 

Alþjóðlegt samstarf skiptir sérstaklega miklu máli fyrir minni fagfélög eins og okkar. Það eykur áhrif okkar í umræðu um hagsmuni sjúkraþjálfunar, styrkir stöðu sjúkraþjálfara í alþjóðlegri hagsmunabaráttu innan evrópu og tryggir að rödd okkar heyrist. 

 

Samhliða þessu veitir aðildin okkur aðgang að fjölbreyttu fræðsluefni, ráðstefnum og viðburðum sem efla fagmennsku, styðja við framþróun og styrkja félagið í heild.