Atvinnuauglýsingar


Laus störf sjúkraþjálfara 


Hér eru birt laus störf fyrir sjúkraþjálfara og önnur störf sem tengjast farinu. Hér geta bæði nýútskrifaðir og reyndir sjúkraþjálfarar fundið tækifæri til að þróa sig áfram í starfi, hvort sem er á heilbrigðisstofnunum, í endurhæfingu eða sjálfstæðum rekstri. Við hvetjum stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til að auglýsa störf á síðunni og ná þannig beint til markhóps fagfólks í sjúkraþjálfun. 


  • Ásmegin sjúkraþjálfun leitar að öflugum sjúkraþjálfara

    23.09.2025


    Við leitum að sjálfstæðum, framsæknum og hugmyndaríkum sjúkraþjálfara í 60-100% starfshlutfall sem hefur áhuga á að taka þátt í að móta öfluga þjónustu.


    Ásmegin sjúkraþjálfun gæti verið rétti staðurinn fyrir þig. Við leitum að sjálfstæðum, framsæknum og hugmyndaríkum sjúkraþjálfara í 60-100% starfshlutfall sem hefur áhuga á að taka þátt í að móta öfluga þjónustu. Hjá okkur starfa að jafnaði fjórir sjúkraþjálfarar.


    Við erum vel staðsett í Ásvallalaug í Hafnarfirði, með góðan tækjasal, gott úrval af tækjum og heilsumiðað umhverfi. Okkar nálgun er heildræn og lögð er áhersla á virkni einstaklingsins og getu hans til að stuðla að eigin bata.


    Við erum í samstarfi við Gym-heilsu, Ásvallalaug og Sundfélag Hafnarfjarðar. Starfið felur í sér möguleika á að vinna með hópum, sinna þjálfun í vatni eða þróa þína eigin nálgun.


    Hjá okkur færð þú tækifæri til að móta stefnuna, vaxa í starfi og sinna endurmenntun á þeim sviðum sem þú vilt efla. Möguleiki á vaxandi starfshlutfalli og eignarhluta í stofunni.


    Hafðu samband
  • Endurhæfing - þekkingarsetur

    22.09.2025


    Vegna fæðingarorlofs viljum við hjá Endurhæfingu – þekkingarsetri bæta sjúkraþjálfara við flottan hóp fagfólks. Um er að ræða 100% starf í a.m.k. eitt ár frá 1.janúar 2026, möguleiki er á áframhaldandi ráðningu.


    Endurhæfing - þekkingarsetur veitir sérfræðiþjónustu á sviði endurhæfingar, hæfingar og hjálpartækja. Góð þjálfunaraðstaða, m.a innlaug sem gefur mikla möguleika til þjálfunar einstaklinga og hópa. Fjölbreytt starf og frábærir vinnufélagar sem vinna þétt saman.


    Menntunar – og hæfniskröfur


    • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari

    • Íslenskukunnátta

    • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

    • Faglegur metnaður


    Góð föst mánaðarlaun í boði.


    Vinnutími mán. - fim. 08:00 til 15:45 og föstudaga 08:00 - 15:00


    Allar nánari upplýsingar veitir:

    Heiða B. Knútsdóttir yfirsjúkraþjálfari, heida@endurhaefing.is

    Sími: 414 4500


    www.endurhaefing.is

    Hafðu samband