Dagur sjúkraþjálfunar
Dagur sjúkraþjálfunar er árleg fagráðstefna sjúkraþjálfara á íslandi og einn af stærstu viðburðum ársins fyrir sjúkraþjálfara.
Ráðstefnan var fyrst haldin árið 2005 með það að markmiði að auka sýnileika stéttarinnar og efla samstöðu sjúkraþjálfara. Síðan þá hefur dagurinn fest sig í sessi sem faglegur og félagslegur vettvangur þar sem sjúkraþjálfarar víðsvegar að af landinu koma saman til að miðla þekkingu, kynna ránnsókni or verkefni, og taka þátt í fræðandi umræðum um þróun og framtíð fagsins.
Á dagskrá Dags sjúkraþjálfunar eru fjölbreytt erindi frá sjúkraþjálfurum sjálfum og öðrum sérfræðingum sem starfa á tengdum sviðum. Einnig hefur veirð hefð fyrir því að fá á ráðstefnuna þekktan erlendan aðalfyrirlesara sem bætir alþjóðlegu sjónarhorni við dagskrána.
Dagurinn hefur alltaf verið vel sóttur og skipar mikilvægan sess í starfi sjúkraþjálfara sem vettvangur til að efla tengsl, fá innblástur og dýpka faglega þekkingu.










