Félög hópar og deildir
Innan Félags sjúkraþjálfara starfar fjölbreytt og öflugt net fagfólks sem vinnur saman að framþróun fagsins.
Félagið skiptist í landshlutafélög, þrjú undirfélög og fjölda faghópa sem sinna ólíkum sérsviðum sjúkraþjálfunar. Þessi uppbygging tryggir að raddir sjúkraþjálfara víðs vegar að af landingu heyrist og að sérþekking á mismunandi sviðum fái að blómstra. Allt með það að markmiði að efla faglegt starf og bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Landshlutafélög
Innan Félags sjúkraþjálfara starfa tvær landshlutadeildir, Norðurlandsdeild og Austurlandsdeild. Deildirnar hafa sínar eigin starfsreglur og starfa samkvæmt markmiðum félagsins. Meginhlutverk þeirra er að efla tengsl og samstarf meðal félagsmanna á sínu svæði og stuðla að aukinni fræðslu með því að skipuleggja námskeið, fundi og fyrirlestra.
Aðild að landshlutadeildum er eingöngu opin þeim sem eru félagar í Félagi sjúkraþjálfara.
Austurlandsdeild
Formaður
Jóna Lind Sævarsdóttir
Gjaldkeri
Hrefna Eyþórsdóttir
Ritari
Þóra Elín Einarsdóttir
Varamenn eru aðrir sem búa á Norðfirði
Austurlandsdeild Félags sjúkraþjálfara telur um 14 félaga. Nú eru starfandi sjúkraþjálfarar á Höfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupsstað.
Markmið Austurlandsdeildar (A - FS).
1. Stuðla að nánari tengslum félagsmanna á Austurlandi og annara félaga í FS.
2. Að auka fræðslustarfsemi á svæðinu með námskeiðshaldi, fyrirlestrum o.fl.
3. Stjórn deildarinnar sé málsvari sjúkraþjálfara í AFS í samskiptum við stjórn og nefndir FS og á opinberum vettvangi.
4. Jafna aðstöðu félagsmanna í FS.
Starfsreglur Austurlandsdeildar
1. Halda skal aðalfund einu sinni á ári og skal sá fundur helst vera að hausti til og almennan félagsfund eigi síðar en einum mánuði eftir aðalfund FS.
2. Aðalfundur velur 4 manna stjórn og fræðslufulltrúa til eins árs.
3. Stjórn deildarinnar skal helst funda á tveggja mánaða fresti.
Norðurlandsdeild
Starfsstöðvar á Norðurlandi skiptast á að sitja í stjórn deildarinniar á milli ára.
Starfsárið 2025-2026 eru það sjúkraþjálfarar á Húsavík og Kópaskeri sem manna stjórn Norðurlandsdeildar Félags sjúkraþjálfara.
Markmið Norðurlandsdeildar
- Að stuðla að nánari tengslum félagsmanna Norðurlandi og við félagsmenn FS á öðrum svæðum
- Að stuðla að aukinni þekkingu félagsmanna með öflugu fræðslustarfi, svo sem námskeiðahaldi, fyrirlestrum o.fl.
- Að koma fram fyrir hönd sjúkraþjálfara í Norðurlandsdeildinni í samskiptum við stjórn FS, fræðslunefnd, á aðalfundi og á opinberum vettvangi t.d. í formi ályktana eða samþykkta.
- Að efla stéttarvitund félagsmanna.
- Að jafna aðstöðu félagsmanna FS eins og frekast er unnt.
Starfsreglur N-FS
Á aðalfundi 2023 var rætt um að breyta því hvernig skipað er í stjórn NFS. Ákveðið var að ekki yrði kosið um stjórn heldur var útbúinn listi yfir þá sem myndu skipa stjórnina næstu árin. Listann skal endurskoða á aðalfundi deildarinnar.
- 2023-2024 Bjarg Endurhæfing
- 2024-2025 SAk og Kristnes
- 2025-2026 Húsavík og Kópasker
- 2026-2027 Efling
- 2027-2028 Sauðárkrókur, Hvammstangi og Blönduós
- 2028-2029 Endurhæfingarstöðin Ak og Ólafsfjörður
- 2029-2030 Sjúkraþjálfun Akureyrar, Dalvík og Siglufjörður
- 2030-2031 HA, HSN og Hlíð
Félagið skiptist í landshlutafélög, þrjú undirfélög og fjölda faghópa sem sinna ólíkum sérsviðum sjúkraþjálfunar. Þessi uppbygging tryggir að raddir sjúkraþjálfara víðs vegar að af landingu heyrist og að sérþekking á mismunandi sviðum fái að blómstra.
Allt með það að markmiði að efla faglegt starf og bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Undirfélög
Innar Félags sjúkraþjálfara starfa einnig þrjú undirfélög sem sinna málefnum tiltekinna hópa innan stéttarinnar og vinna að framgangi þeirra fagþátta.
Undirfélögin eru hluti af skipulagi og starfsemi félagsins og starfa samkvæmt markmiðum þess.
Aðild að undirfélögum er einungis opin þeim sem eru félagar í fagdeild Félags sjúkraþjálfara.
Félag MT sjúkraþjálfara (Manual Therapy) / Félag sérfræðinga í stoðkerfissjúkraþjálfun
Félagið sameinar sjúkraþjálfara sem hafa sérhæft sig í geiningu og meðferð stoðkerfisins.
Markmið félagsins er að efla fagþekkingu og þróun innan stoðkerfissjúkraþjálfunar, stuðla að samvinnu og miðlun þekkingar meðal sérfræðinga, auk þess að tryggja að fagleg gæði og framfarir á sviðinu endurspeglist í þjónustu við skjólstæðinga.
Formaður 1
Guðný Björg Björnsdóttir
Sími: 520-0120
Netfang: gudny@sjukrathjalfun.is
Formaður 2
Halldór Víglundsson
Sími: 565-6970
Netfang: doriviglunds@gmail.com
Gjaldkeri
Gísli Sigurðsson
Sími: 445-4404 / 699-0224
Netfang: gisli@klinik.is
Aðrir félagsmenn Félags MT sjúkraþjálfara:
Ágúst Jörgensson, Stjá, www.stja.is
Elías Jörundur Friðriksson, Vestmannaeyjar, s.862-1363
Elísabet Birgisdóttir, Atlas endurhæfing, www.atlasendurhaefing.is
Elísabet S. Kristjánsdóttir, Sjúkraþjálfun
Georgs, s.431-4422
Guðmundur Rafn Svansson, Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, s.567-8577
Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, s.567-8577
Guðný Lilja Oddsdóttir, Sjúkraþjálfun Kópavogs, www.sjk.is
Gunnar Svanbergsson, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, www.srg.is
Gunnhildur Ottósdóttir, MT stofan sjúkraþjálfun, www.mtstofan.is
Halldór Víglundsson, Sjúkraþjálfun Garðabæjar, www.srg.is
Harpa Helgadóttir PhD í líf- og læknavísindum, www.bakleikfimi.is
Héðinn Svavarsson, Sjúkraþjálfunin Mjódd, www.sjukrathjalfuninmjodd.is
Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu, s.564-4067
Karólína Ólafsdóttir, Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu, s. 564-4067
Oddný Sigsteinsdóttir, MT stofan sjúkraþjálfun, www.mtstofan.is
Unnur Hjaltadóttir, Reykjalundi, s.585-2000
Heimasíða MT-félaga á alþjóðavísu:
www.ifompt.com
Manual Therapy
Manual Therapy (MT) er ein sérgreina sjúkraþjálfunar. Rannsóknir og klínísk reynsla hafa sýnt að Manual Therapy er mjög árangursrík meðferð við einkennum frá stoðkerfi líkamans. Má þar nefna höfuðverk, háls- og bakverk(brjósklos, þursabit, hálsríg), axlarklemmu, taugaklemmu,tennis- og golfolnboga, sinaskeiðabólgu auk ýmissa gigtareinkenna.
Sérkenni Manual Therapy eru fyrst og fremst fólgin í því að lögð er áhersla á nákvæma greiningu á eðli og staðsetningu kvillans. Ítarleg þekking á uppbyggingu og starfsemi líkamans og skoðunarhæfni MT sjúkraþjálfarans vinna saman að greiningu, sem leiða til hnitmiðaðrar meðferðar.
Greining
Í Manual Therapy er greiningin aðalatriðið. MT sjúkraþjálfarinn metur hvort til staðar séu hreyfitruflanir sem geta valdið einkennum. Ástand liða, mjúkvefja og taugavefs er metið. Aðrar rannsóknir eru hafðar til hliðsjónar, svo sem röntgen, segulómun og blóðprufur.
Meðferð
Meðferðin beinist að því að minnka verki, liðka stirð líkamssvæði og styrkj svæði sem eru ofhreyfanleg. Einnig að bæta stjórn og samhæfingu hreyfinga og leiðrétta líkamsskekkjur.
Helstu meðferðarform eru:
-sérhæfðar hreyfiaðferðir til liðlosunar eða sem verkjameðferð
-sértæk styrktar- og stöðugleikaþjálfun
-hnykkingar
-togaðferðir
-nudd og ýmsar vöðvaslökunaraðferðir
-vöðvateygjur-aðferðir til að minnka ertingu og auka hreyfanleika taugavefs
-fræðsla
-fyrirbyggjandi aðferðir
Nám
Nám í Manual Therapy þarf að sækja í háskóla erlendis sem bjóða upp á viðurkennt nám samkvæmt staðli alþjóðasamtaka sjúkraþjálfara, WCPT. Skilyrði fyrir inngöngu er að sjúkraþjálfarinn hafi unnið að minnsta kosti í 2 ár að loknu 4 ára háskólanámi í sjúkraþjálfun. Námið skiptist í fræðilegan, verklegan og klínískan hluta. Áherslan í náminu er á greiningu og meðferð stoðkerfis. Náminu lýkur með skriflegum og verklegum prófum, ásamt rannsóknarverkefni.
Félag MT sjúkraþjálfara
MT sjúkraþjálfarar stofnuðu félag þann 16. mars 1994 og er það undirfélag í Félagi sjúkraþjálfara (FS) frá 12. apríl 1995. Markmið Félags MT sjúkraþjálfara er að stuðla að faglegri þjónustu við skjólstæðinga ásamt því að vinna að hagsmunum félagsmanna. Félagið er aðili að alþjóðasamtökum sjúkraþjálfara með sérgrein í Manual Therapy (IFOMPT).
Sérfræðileyfi í Manual Therapy
Samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytis frá árinu 2002 geta MT sjúkraþjálfarar öðlast sérfræðiviðurkenningu, sem veitt er af Landlækni. Til að öðlast slíka viðurkenningu þarf viðkomandi MT sjúkraþjálfari að hafa lokið klínísku meistara- eða doktorsnámi og starfað í 2 ár á sínu sérsviði.
MT Bæklingur 1
MT bæklingur 2
Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu
Félagið sameinar þá sjúkraþjálfara sem starfa með eldra fólki á heilbrigðisstofnunum, í heimahjúkrun, endurhæfingu og öldrunarþjónustu víða um land.
Markmið félagsins er að efla faglega umræðu og þróun á sviði öldrunarsjúkraþjálfunar, stuðla að fræðslu og þekkingarmiðlun og vinna að því að bæta lífsgæði og hreyfigetu eldra fólks með markvissri og einstaklingsmiðaðri meðferð.
Formaður
Hildur Aðalgjörg Ingadóttir
Netfang: hilduralla@gmail.com
Ritari
Guðrún Gestsdóttir
Netfang: gudrung@grund.is
Gjaldkeri
Svandís Björk Guðmundsdóttir
Netfang: svandis.bjork.gudmundsdottir@reykjavik.si
Fagleg markmið félagsins eru:
• Að stuðla að fræðslu og forvarnarstarfi fyrir aldraða
• Að stuðla að framhaldsmenntun og rannsóknum í sjúkraþjálfun aldraðra
• Að efla samskipti við hliðstæð félög erlendis
Félagsleg markmið félagsins:
• Að efla samskipti milli sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu víðsvegar um landið
Félagið sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu hefur hefur staðið að gerð kennsluefnis og gefið út fræðslubæklinga og veggspjöld um gildi hreyfingar, varnir gegn byltum og heilabilun.
Nýlega er einnig lokið við að þýða formlega EMS - Elderly Mobility Scale, sem er færnimælitæki fyrir veiburða aldraða og er í mælitækjabankanum. Umsjónarmenn þess verkefnis voru Jón Þór Brandsson og Jóhanna Marin Jónsdóttir.
Nefna má að Ella Kolla Kristinsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir hafa gefið út fræðslumyndband um jafnvægisþjálfun og byltuvarnir, "Í jafnvægi" (sem nálgast má á skrifstofu félagsins), en líta má á það sem ákveðið framhald af fyrri verkefnum.
Þörf er á að þýða formlega fleiri matstæki sem nýtast í öldrunarþjónustu. Þar sem FSÖ á sjóð sem lifði kreppuna af er félagið tilbúið að veita styrk þeim sem koma með góðar hugmyndir í þeim efnum.
Félagið var eitt af stofnaðilum IPTOP (International Association of Physical Therapists Working with Older People) sem stofnað var á heimsþingi sjúkraþjúkraþjálfara WCPT (World Confederation for Physical Therapy) í Barcelona í júní 2003.
Merki IPTOP var hannað af Þórunni B Björnsdóttur sjúkraþjálfara.
Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu er einnig í sambandi við sambærileg félög í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Yfir vetrartímann er skipulögð dagskrá með fyrirlestrum og fræðslu ýmiskonar fyrir félagsmenn. Farnar eru ferðir til að kynnast margskonar starfsemi í öldrunarþjónustu víðs vegar um landið. Þetta er kjörinn vettvangur til að fræðast og kynnast betur innbyrðis.
Löggiltir sjúkraþjálfarar innan FS geta orðið félagar. Félagsgjaldi er stillt í hópf og ætti ekki að vera fyrirstaða fyrir áhugasama, en þeim er bent á að snúa sér til stjórnar félagsins.
Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu
Félagið sameinar sjúkraþjálfara með áhuga og þekkingu á tengslum líkama og hugar. Félagið beinir sjónum að þeim þáttum sjúkraþjálfunar sem tengjast samspili líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta heildu og endurhæfingar.
Markmið félagsins er að efla faglega umræðu, fræðslu og rannsóknir á sviði sálvefrænnar nálgunar í sjúkraþjálfun, stuðla að samvinnu meðal fagfólks og auka skilning á heildrænni nálfun í umönnun og meðferð skjólstæðinga.
Formaður
Sigrún Vala Björnsdóttir
Netfang: sigrunvala@heilsustofnun.is
Ritari
Arnbjörg Guðmundsdóttir
Netfang: arnbjorg@reykjalundur.is
Gjaldkeri
Hafdís Ólafsdóttir
Netfang: hafdis@vortex.is
Meðstjórnandi
Hulda B. Hákonardóttir
Netfang: hulda.b.h.@gmail.com
Meðstjórnandi
Sigrún Guðjónsdóttir
Varamaður
Kristín Rós Óladóttir
Netfang: kristin@sjukak.is
Lög félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu

