Kjarasamningar fyrir launagreiðendur


Launagreiðendur og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar þurfa að skila inn skilagreinum og iðgjöldum mánaðarlega til Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir Félag sjúkraþjálfara (FS).

 

Skil á skilagreinum

Skilagreinar skulu sendar rafrænt með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern félagsmann, merktar réttu stéttarfélagsnúmeri FS (nr. 616).

Skilafrestur er fyrir 10. dag hvers mánaðar, og gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð. Eindagi er síðasti virki dagur sama mánaðar.

 

Skilagreinar má senda:

·        Rafrænt í gegnum www.skilagrein.is

·        Með tölvupósti á skilagreinar@bhm.is

·        Eða með pósti á:

Bandalag háskólamanna, Borgartúni 27 (v/BIB), 105 Reykjavík

 

Félagsgjöld og iðgjöld

·        Félagsgjald til FS: 1,1% af heildarlaunum.

·        Sjálfstætt starfandi/verktakar: greiða gjöld sjálfir mánaðarlega.

 

Mótframlag vinnuveitenda

Vinnuveitendur greiða jafnframt mótframlag í eftirfarandi sjóði:

·        Orlofssjóð BHM – 0,25%

·        Starfsmenntunarsjóð BHM – 0,22%

·        Starfsþróunarsetur háskólamanna – 0,70%

·        Sjúkrasjóð BHM – 1,0% (fyrir félagsmenn á almennum markaði)

·        Fjölskyldu- og styrktarsjóð – 0,75% (fyrir félagsmenn í ríkisþjónustu)

·        Vísindasjóð FS – 1,5% af föstum dagvinnulaunum (gildir fyrir sveitarfélög, valkvætt á almennum markaði, ekki fyrir sjálfstætt starfandi)

 

Athugið: Greiða skal annaðhvort í Fjölskyldu- og styrktarsjóð eða í Sjúkrasjóð – ekki í báða fyrir sama félagsmann.

 

Greiðsluupplýsingar

Bankareikningur BHM v/iðgjalda:

0515-26-550000

Kennitala: 630387-2569

Krafa stofnast í netbanka þegar skilagreinin hefur borist og verið bókuð. Ef greiðsla berst ekki fyrir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Þannig tryggir þú að félagsgjöld og mótframlög séu rétt greidd og að félagsmenn FS njóti þeirra réttinda sem þeim ber.

 

Desember- og orlofsuppbætur

Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM eru ákvæði um orlofs- og desemberuppbætur.

Samið er um slíkar persónuppbætur fyrir hvert og eitt ár. Uppbótin er föst krónutala og reiknast ekki orlof á hana.

 

Aðildarfélög BHM

Aðildarfélög BHM veita félagsfólki nánari upplýsingar um persónuuppbætur, skilyrði og gjalddaga samkvæmt þeim kjarasamningi sem það heyrir undir.

Kjarasamningar launþega


Kjarasamningar launþega eru aðgengilegir til skoðunar hér fyrir neðan í réttri tímaröð eftir því sem mögulegt er.