Sækja um aðild
Vertu hluti af öflugu fag- og stéttarfélagi sjúkraþjálfara á Íslandi. Með því að gerast félagi í Félagi sjúkraþjálfara tekur þú þátt í að efla stéttina, styrkja faglegt starf og stuðla að bættri heilsu og vellíðan í samfélaginu.
Félagið styður félagsfólk sitt með fræðslu, faglegum stuðningi, tengslamyndum og sameiginlegri rödd í málefnum sem snerta sjúkraþjálfun. Einnig stendur félagið vörð um hagsmuni félagsmanna.
Rétt til félagsaðildar eiga allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi. Nemar í sjúkraþjálfun hafa rétt til nemaaðildar án endurgjalds.
Félagsaðild
Fagaðild
Þeir sem starfa ekki eftir þeim kjara eða verktakarsamningum sem félagið hefur gert fyrir hönd sjúkraþjálfara.
Full aðild
Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi.
Kjaraaðild
Þeir sem taka laun eftir kjara eða verktaka samningum sem félagið hefur gert, en óska sérstaklega að hafa ekki fagaðild að félaginu.
Nemaaðild
Nemar í sjúkraþjálfun sem lokið hafa einu námsári af háskólanámi í sjúkraþjálfun og eru í virku námi
Félagsgjöld
Félag sjúkraþjálfara er fagfélag og stéttarfélag, og eru félagsgjöld deildaskipt. Fagdeildargjaldið (22.000 kr) er greitt í heimabanka í tveimur greiðslum á ári (mars og september), en kjaradeildargjaldið (stéttarfélagsaðild) er greitt mánaðarlega (1,1% af launum). Vinnuveitendur standa skil á gjaldinu fyrir hönd launþega en sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar standa skil á því sjálfir og nota reiknað endurgjald sem launaviðmið (sjá leiðbeiningar hér að neðan).
Athugið að sé eingöngu um fagdeildaraðild að ræða er félagsgjaldið 25.000 kr á ári.
Styrkir og sjóðir
Félagsfólk sem greiðir til kjaradeildar Félags sjúkraþjálfara á rétt á að greiða i sjóði BHM og njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða. Skylduþátttaka launagreiðenda í sjóðsgreiðslum fer eftir gildandi kjarasamningum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að velja sjálfir hvaða sjóði þeir greiða í.
Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér réttindi sín og styrkmöguleika hér. Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við sjukrathjalfun@sjukrathjalfun.is eða sjodir@bhm.is.
Aðild að BHM
Með aðild að kjaradeild Félags sjúkraþjálfara fær félagsfólk einnig aðgang að fræðsluefni og viðburðum á vegum. Bandalags háskólamann (BHM). Má þar nefna málþing, opna fundi námskeið og fyrirlestra fyrir félaga og aðildarfélög BHM þeim að kostnaðarlausu.
Hér má nálgast starfsreglur Félags sjúkraþjálfara um félagsaðild og hvetjum við öll til að kynna sér þær ef spurningar vakna um form og fyrirkomulag félagsaðildar.
- Verktakar - upplýsingar um greiðslu félagsgjalda
- BHM Rafræn skilagrein
- Skilagrein (excel skjal)
- Netfang fyrir skilagreinar: skilagreinar@bhm.is

