Starfsleyfi í sjúkraþjálfun
Það eru starfsmenn Embættis landlæknis sem veita starfsleyfi í sjúkraþjálfun og öðrum lögvernduðum heilbrigðisgreinum. Nánari upplýsingar um hvað þarf til að geta fengið starfsleyfi sem sjúkraþjálfari á Íslandi er því að finna á vefsíðu Embættis landlæknis.
Nánari upplýsingar á vef Landlæknis
Fyrir nemendur sem læra sjúkraþjálfun erlendis er mikilvægt að vera viss um að skólinn muni útvega ykkur nauðsynleg skjöl sem þið þurfið til að sækja um leyfi á Íslandi.
- Skírteinisviðauki (e. diploma supplement) þar sem fram á að koma nafn háskóla, háskólagráða og lengd náms, lýsing á náminu í heild, heiti allra námskeiða, fjöldi ECTS eininga, einkunnir og lýsing á menntakerfinu í viðkomandi landi.
- Námsskeiðslýsingar (e. course syllabus /course descriptions) þar sem fram á að koma nákvæm lýsing á innihaldi hvers námskeið og hæfniviðmið.
- Upplýsingar um fjölda klukkustunda og áherslur í klínísku námi.
Ef nám umsækjanda um starfsleyfi á Íslandi uppfyllir ekki kröfur um ótímabundið starfleyfi (löggildingu á Íslandi) er líklegt að Embætti landlæknis bjóði viðkomandi upp á svokallaðar uppbótarráðstafanir. Uppbótarráðstafanir eru skilgreindar sem hæfnispróf eða aðlögunartími (tímabundið starfsleyfi þar sem viðkomandi vinnur undir handleiðslu löggilts sjúkraþjálfara til að byrja með). Dæmi um slíkar aðstæður er þegar námið erlendis nær ekki 80% af náminu á Íslandi (styttra en 240 ECTS).

