(endurskoðað, sept 2013)
STARFSREGLUR FRÆÐSLUNEFNDAR SJÚKRAÞJÁLFARA
1. Hlutverk, markmið
a. Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara skal sjá um rekstur fræðslustarfsemi félagsins.
b. Fræðslunefnd skal stuðla að símenntun og fræðslustarfi sjúkraþjálfara með því að
bjóða upp á fjölbreytt og áhugaverð námskeið, námsstefnur og fræðslufundi, sem
svara væntingum félagsmanna og fylgja stefnum og straumum samfélagsins á
hverjum tíma.
c. Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara skal kalla eftir hugmyndum og óskum um
námskeið og/eða fræðslufundi frá faghópum, landshlutadeildum og félagsmönnum
Félags sjúkraþjálfara.
2. Meðlimir fræðslunefndar
a. Í fræðslunefnd skulu sitja 6-8 sjúkraþjálfarar (hámark 5 frá höfuðborgarsvæðinu, að
lágmarki 1 frá landshlutadeild) sem eru valdir á aðalfundi Félags sjúkraþjálfara..
Nefndin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi fræðslunefndar eftir aðalfund Félags sjúkraþjálfara.
b. Meðlimir eru kosnir til 2 ára, æskilegt er að hver nefndarmeðlimur sitji a.m.k. 2
kjörtímabil. Ekki er æskilegt að fleiri en 2 gangi úr nefndinni á sama tíma.
c. Nefndarmenn skipta með sér verkum í tengslum við undirbúning og framkvæmd á
námskeiðum, námsstefnum og fræðslufundum. Einn til tveir umsjónaraðilar eru fyrir
hvert námskeið og skiptast nefndarmenn á að sinna því starfi.
d. Æskilegt er að hver nefndarmaður sjái um undirbúning og framkvæmd námskeiðs,
námsstefnu eða fræðslufundar a.m.k. einu sinni á hverju starfsári.
e. Fundir skulu haldnir a.m.k. á tveggja mánaða fresti, eða svo oft sem þurfa þykir og
Sér formaður fræðslunefndar um að boða fund.
f. Ritari skal rita fundargerðir og skal stjórn Félags sjúkraþjálfara hafa aðgang að
fundargerðum.
3. Framkvæmd námskeiða
a. Einstaklingar skulu sækja um þátttöku í eigin nafni.
b. Umsókn á námskeið skal berast fræðslunefnd með rafrænum hætti fyrir auglýstan
umsóknarfrest. Námskeiðsgjald skal greitt að fullu um leið og sótt er um. Með greiðslu
námskeiðsgjalds telst umsókn fullgild.
c. Umsóknarfrestur skal að jafnaði renna út 4 vikum áður en námskeið hefst, þó skal gerð undantekning ef laust pláss eru á námskeiðinu.
d. Öllum umsækjendum er svarað með tölvupósti og þeim greint frá því hvort þeir komist á námskeiðið eða séu á biðlista.
e. Þátttökugjald fyrir einstakling sem ekki er félagi í FS er allt að 30% hærra en
félagsmanna. Þó skal eitt gjald gilda fyrir alla þátttakendur þegar námskeið er haldið í
samstarfi við önnur fagfélög og/eða fagstéttir.
f. Leitast skal við að hafa veitingar innifaldar í verði sé námskeið heill dagur eða lengra.
g. Ef einstaklingur hættir við þátttöku átta vikum fyrir námskeið getur hann fengið 65% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt, 35% námskeiðsgjalds telst staðfestingagjald og fæst ekki endurgreitt.
h. Ef takmarka þarf þátttöku á námskeiði skal tekið mið af tímaröð á greiðslu
námskeiðsgjalds.
i. Að jafnaði skulu að lágmarki vera tveir frá fræðslunefnd sem umsjónaraðili/-ar
námskeiðsins og greiða ekki námskeiðsgjald.
j. Fræðslunefnd má bjóða fyrirlesara og umsjónaraðila/-um fræðslunefndar til kvöldverðar eða hádegisverðar.
k. Fræðslunefnd greiðir að jafnaði ferðakostnað og uppihald kennara/fyrirlesara.
l. Akstur með fyrirlesara til og frá flugvelli, skal greiddur samkvæmt kostnaðarviðmiði
Fjármálaráðuneytis:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/verkefni/starfsmenn_rikisins/kjaramal/ferdakostnadur/ .
4. Framkvæmd fræðslufunda/ námsstefna
a. Fræðslufundir/ námsstefnur skulu vera öllum félagsmönnum Félags sjúkraþjálfara opnar.
b. Þátttaka er ótakmörkuð, svo lengi sem húsrými leyfir.
5. Rekstur / reikningar
a. Gjaldkeri fræðslunefndar hefur yfirumsjón með sjóðum nefndarinnar.
b. Námskeiðsgjald skal miðast við 75% þátttöku, (tekið er mið af launum kennara
ferðakostnað kennara, leigu á kennslurými, námsgögnum, veitingum, umsýslu- og
þjónustugjaldi, heimasíðugjaldi og áhættu).
c. Færa skal bókhald (skv. reglum Félags sjúkraþjálfara). Skila skal ársreikningum til
gjaldkera Félags sjúkraþjálfara mánuði fyrir aðalfund Félags sjúkraþjálfara..
d. Á fundum fræðslunefndar má bjóða upp á léttar veitingar.
e. Vinnudagur fræðslunefndar Félags sjúkraþjálfara skal haldinn árlega og má þá bjóða
upp á kvöldverð fyrir fræðslunefnd

