Sérfræðileyfi
Til þess að mega kallast sérfræðingur í sjúkraþjálfun og starfa sem slíkur á Íslandi þarf viðkomandi að hafa lokið meistaranámi eða doktorsnámi frá háskóla sem heilbrigðisyfirvöld viðurkenna eða bjóða upp á sambærilega menntun og hér. Námið þarf að hafa verið að stærstum hluta innan þeirrar sérfreinar eða þess sérsviðs sem sótt erum sérfræðileyfi í og haldleiðsla fengin á því sérsviði. Áður en sótt erum um leyfið þarf viðkomandi að hafa starfað sem sjúkraþjálfari í tvö ár í fullu starfi á viðkomandi sérsviði að loknu sérnámi.
Sérfræðileyfi má veita á eftirfarandi klínískum sérsviðum sjúkraþjálfunar:
- Bæklunarsjúkraþjálfun
- Barnasjúkraþjálfun
- Geðsjúkraþjálfun
- Gigtarsjúkraþjálfun
- Heilsugæsla- og vinnuvernd
- Hjartasjúkraþjálfun
- Greining og meðferð á hrygg og útlimaliðum (e. Manual Therapy)
- Lungnasjúkraþjálfun
- Meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun
- Taugasjúkraþjálfun
- Öldrunarsjúkraþjálfun
- Íþróttasjúkraþjálfun
- Gjörgæslusjúkraþjálfun
Sérfræðileyfi í sjúkraþjálfun - Kröfur um þekkingu, færni og hæfni sérfræðinga.
Sérfræðingar í sjúkraþjálfun
Landlæknir gefur starfsleyfaskrá sína út á vefnum. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um öll þau sem hafa fengið sérfræðileyfi.

