Stofnað þann 26. apríl 1940
Hlutverk og þjónusta
Félagið skiptist í fagdeild og kjaradeild og er miðað við að sjúkraþjálfarar séu aðilar að þeim báðum.
Fagdeildaraðild eingöngu er fyrir sjúkraþjálfara sem af einhverjum ástæðum starfa við annað en sjúkraþjálfun og þiggja laun eftir öðrum samningum en félagið sér um en vilja engu að síður halda faglegri tengingu sinni við félagið.

Stjórn og nefndir Félags sjúkraþjálfara
Félag sjúkraþjálfara er fagfélag og stéttarfélag sem byggir á samvinnu, ábyrgð og virkri þátttöku félagsmanna. Stjórn félagsins og nefndir gegna lykilhlutverki í að móta stefnu, efla faglega umræðu og tryggja framgang hagsmuna sjúkraþjálfara um land allt.
Stjórn fer með yfirstjórn félagsins og vinnur að því að framfylgja stefnu og markmiðum þess í samræmi við samþykktir aðalfundar. Nefndir og starfshópar sinna sértækum málaflokkum, svo sem fagþróun, skipulagningu viðburða, siðareglum, menntun og alþjóðasamstarfi.
Með því að byggja á þekkingu, reynslu og drifkrafti félagsmanna vinnur félagið að því að styrkja stöðu sjúkraþjálfara í íslensku samfélagi og efla gæði og fagmennsku í þeirri þjónustu þeir veita.
Hér fyrir neðan má kynna sér skipan stjórnar og nefnda Félags sjúkraþjálfara
Stjórn 2025-2026
Formaður
Gunnlaugur Már Briem
Sími: 595-5186 / 820-4521
Netfang: gunnlaugur@sjukrathjalfun.is
Gjaldkeri
Kári Árnason
Sími: 697-8114
Netfang: kari@sjukrathjalfun.is
Ritari
Þóra Björg Sigurþórsdóttir
Sími: 824-6006
Netfang: thorabs@landspitali.is
Meðstjórnandi
Guðný Björg Björnsdóttir
Sími: 520-0120 / 867-5763
Netfang: gudny@haefi.is
Varamenn
Hjörtur Ragnarsson
Netfang: hjortur@faerni.is
Kristín Rós Óladóttir
Netfang: kristin@sjukak.is
Kjaranefnd
Formaður
Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara
Fyrir hönd launþega
Guðjón Gunnarsson
Guðrún Día Hjaltested
Halldóra Eyjólfsdóttir
Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir
Heidi Andersen
Magnea Heiður Unnarsdóttir og Ásta Kristín Gunnarsdóttir varafulltrúar
Fyrir hönd sjálfstætt starfandi
Auður Ólafsdóttir
Haraldur Sæmundsson, formaður. Netfang: haraldur@sjukrathjalfarinn.is
Jakobína Edda Sigurðardóttir
Róbert Magnússon
Valgeir Viðarsson
Sigurvin Ingi Árnason, varamaður
Fagnefnd
Hlutverk Fagnefndar er að styrkja félagið inná við hvað varðar til að mynda gæðamál, menntun, faghópa og sérstök verkefni á vegum félagsins.
Ásdís Magnúsdóttir
Netfang: asdismagg@gmail.com
Sigrún Matthíasdóttir
Netfang: sigrun@sjukrathjalfarinn.is
Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir
Netfang: fjolad@gmail.com
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Netfang: hildursi@gmail.com
Siðanefnd
Berglind Helgadóttir
Netfang: berglh@landspitali.is
Erna Kristjánsdóttir
Netfang: ernakri@simnet.is
Margrét Sigurðardóttir
Netfang: margret.sigurdardottir@hrafnista.is
Siðareglur sjúkraþjálfara
Starfsreglur siðanefndar Félags sjúkraþjálfara
Fræðslunefnd sér um metnaðarfulla fræðsludagskrá félagsins.
Fræðslunefnd
Fræðslunefnd sér um metnaðarfulla fræðsludagskrá félagsins.
Netfang fræðslunefndar: fraedslunefndfs@gmail.com
Formaður
Hrefna Indriðadóttir
Netfang: hrefna@bati.is
Fergus Matthews
Arnar Freyr Hermannsson
Harpa D. Georgsdóttir
Stefán Ólafsson
Tómas Gunnar Tómasson
María Jóhanna van Dijk
Kristjana Jónasdóttir
Varamenn
Daði Reynir Kristleifsson
Friðný María Þorsteinsdóttir
Starfsreglur fræðslunefndar
Ritnefnd
Ritnefnd sér um útgáfu fagtímaritsins Sjúkraþjálfarans
Ritstjóri
Kári Árnason, gjaldkeri Félags Sjúkraþjálfara
Verkefnastjóri
Steinunn S. Þ. Ólafardóttir
Sími: 8490937
Netfang: steinunn@sjukrathjalfun.is
Ritnefnd 2024
Kristín Reynisdóttir
Sólveig Steinunn Pálsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Fyrri ritnefndir
2023: Hjörtur Ragnarsson, Þóra Kristín Bergsdóttir og Kristín Reynisdóttir
2022: Hjörtur Ragnarsson og Þóra Kristín Bergsdóttir
2021: Kristín Magnúsdóttir, Klara Einarsdóttir og Sólveig Steinunn Pálsdóttir
2020 Norðurlandsdeild Félags sjúkraþjálfara
2019 Faghópur um sjúkraþjálfun krabbameinsgreindra
2018 Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu - FSSH
2017 Sjúkraþjálfarar á Reykjalundi
2016 Sjúkraþjálfarar á Eir hjúkrunarheimili
2015 Sjúkraþjálfarar í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur / Garðabæjar og ATLAS endurhæfing
2014 Sjúkraþjálfarar í Sjúkraþjálfun Íslands, Orkuhúsinu
2013 Sjúkraþjálfarar á Æfingastöð SLF
Fræðileg ritstjórn
Fræðileg ritsjórn heldur utan um ritrýni fyrir fagtímaritið Sjúkraþjálfarann. Beiðni um ritrýni berist á sjukrathjalfun@sjukrathjalfun.is
Formaður
Dr. Sólveig Ása Árnadóttir
Netfang: saa@hi.is
Dr. Guðný Lilja Oddsdóttir
Netfang: glo@hi.is
Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, MSc.
Netfang: thbjorg@hi.is
Gunnlaugur Jónasson
Karl Fannar Gunnarsson
Stjórn vísindasjóðs og þýðingasjóðs
Stjórn Vísindasjóðs sér um að meta þær umsóknir sem sjóðnum berast og taka afstöðu til þeirra með tilliti til faglegs og klínísks gildis þeirra verkefna sem þar um ræðir.
Dr. Unnur Sædís Jónsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
Atli Ágústsson
Varamenn
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir
Haraldur Björn Sigurðsson
Frestur til að skila umsóknum um styrki er til 15. janúar hvers árs.
Styrkjum úr Vísindasjóði Félags sjúkraþjálfara og þýðingarsjóði er úthlutað á Degi sjúkraþjálfunar ár hvert.
Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á stjórn Vísindasjóðs.
Starfsreglur Vísindasjóðs
Umsóknareyðublað - Vísindasjóður
Umsóknareyðublað - Þýðingasjóður
Uppstillingarnefnd
Uppstillinganefnd sér um að finna fólk til að sinna trúnaðarstörfum fyrir Félag sjúkraþjálfara.
Hjalti Valur Þorsteinsson
Netfang: hjaltivalur1@gmail.com
Hjörtur Ragnarsson
Netfang: hjortur@faerni.is
Sigurður Sölvi Svavarsson
Netfang: sigurður@styrkurehf.is
Stjórn Gagnasjóðs
Auður Ólafsdóttir
Netfang: audurstyrkur@simnet.is
Haraldur Sæmundsson
Netfang: haraldur@sjukrathjalfarinn.is
Ragnar Friðbjarnarson
Netfang: raggifri@gmail.com
Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar
Framkvæmdarnefnd um Dag Sjúkraþjálfunar sér um faglega hlið skipulags þessarar árlegu ráðstefnu Félags Sjúkraþjálfara.
Guðný Björg Björnsdóttir
Jón Gunnar Þorsteinsson
Kristinn Magnússon
Birna Ósk Aradóttir
Sylvía Spilliaert
Faghópar
Faghópar Félags sjúkraþjálfara eru vettvangur fyrir sjúkraþjálfara sem vilja dýpka þekkingu sína og efla faglegt starf á tilteknum sérsviðum sjúkraþjálfunar. Hóparnir stuðla að faglegri umræðu, miðlun nýrrar þekkingar og samstarfi á milli sjúkraþjálfara með svipuð áhugasvið.
Faghópur um sjúkraþjálfun barna
Tengiliðir
Agnes Erlingsdóttir
Netfang: agneser@landspitali.is
Jóna Guðný Arthúrsdóttir
Netfang: jonaa@slf.is
Faghópur um sjúkraþjálfun barna er opinn og óformlegur hópur. Markmið hópsins er að efla fagmennsku sjúkraþjálfara sem vinna með börn og bæta þjónustu við börn sem þurfa á fjölþættri þjálfun að halda. Leitast er við að bæta samvinnu sjúkraþjálfara og að efla samstarf sjúkraþjálfara og annarra fagstétta.
Faghópurinn stuðlar að leiðum til heildrænnar meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við forráðamenn, aðrar fagstéttir og yfirvöld.
Faghópurinn skipuleggur fræðslufundi og heldur námskeið. Fræðslufundir eru að jafnaði 4-5 á tímabilinu september til maí. Fundir eru auglýstir á vef FS og fundarboð sent í tölvupósti til áhugasamra sjúkraþjálfara sem geta skráð sig á póstlista hjá stjórnendum Faghópsins.
Faghópur um íþróttasjúkraþjálfun
Tengiliðir
Helgi Þór Arason
Sími: 564-4067
Netfang: helgi@sjukrathjalfarinn.is
Einar Óli Þorvarðarson
Netfang: einaroli@atlasendurhaefing.is
Ísak Guðmann
Netfang: isgud@hotmail.com
Faghópur um lungnasjúkraþjálfun
Tengiliðir
Ragnheiður Harpa Arnardóttir
Sími: 463-0369
Netfang: ragnheidurha@sak.is
Ásdís Kristjánsdóttir
Jóhanna M. Konráðsdóttir
Markmið faghóps í lungnasjúkraþjálfun:
1. Að efla tengsl sjúkraþjálfara á Íslandi, sem vinna með öndunarfærasjúkdóma og öndunarvandamál sem tengjast ýmsum sjúkdómum, til þess að:
• Tryggja gæði þjónustunnar
• Innleiða gagnreyndar nýjungar
• Stuðla að fræðslufundum og námskeiðshaldi um lungnasjúkraþjálfun. Stefnt skal að því að halda a.m.k. einn fræðslufund á ári
• Hvetja til rannsókna á þessu sérsviði
• Efla hag lungnasjúkraþjálfunar sem og skjólstæðinga okkar bæði innan heilbrigðisþjónustunnar og í þjóðfélaginu
• Auka áhuga á lungnasjúkraþjálfun meðal nema í sjúkraþjálfun
2. Hlutverk faghópsins er ennfremur að:
• Vera ráðgefandi um lungnasjúkraþjálfun á Íslandi
• Efla samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir á sama sviði, s.s. Félag íslenskra lungnalækna og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, sem og sjúklingasamtök
• Sinna samskiptum og samstarfi við samsvarandi faghópa sjúkraþjálfara á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi
3. Faghópinn leiðir hverju sinni þriggja manna stýrihópur sem valinn er til tveggja ára í senn á þeim fundi ársins sem haldinn er næstur aðalfundi félagsins. Stýrihópur velur innan sinna raða tengilið hópsins.
Faghópur um meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun
Tengiliður
Matja Dise M. Steen
Netfang: matjasteen@yahoo.com
Aðalmarkmið hópsins er að koma á fót vettvangi fyrir sjúkraþjálfara innan geirans til að hittast, skiptast á skoðunum og dýpka skilning á sjúkraþjálfun fyrir verðandi og nýlegar mæður.
Faghópur um taugasjúkraþjálfun
Tengiliði
Sif Gylfadóttir
Sími: 585-2162
Netfang: sif@haefi.is
G. Þóra Andrésdóttir
Netfang: gthora@landspitali.is
Belinda Davíðsdóttir Chenery
Netfang: belinda@styrkurehf.is
Saga hópsins:
Áhugahópur um taugasjúkraþjálfun var stofnaður fyrir meira en 20 árum síðan en fundir lögðust af um nokkurra ára skeið. Í mars árið 2009 drifum við í að endurvekja starfsemi hópsins og var fyrsti fundur haldinn 5. mars 2009 í húsi ÍSÍ í Laugardalnum. Átta sjúkraþjálfarar mættu á fyrsta fundinn og skráðu fimm aðrir sig inn á netfangalistann. Ljóst er því að mikill áhugi er fyrir samstarfi og vangaveltum um sjúkraþjálfun einstaklinga með taugasjúkdóma eða einkenni frá miðtaugakerfi. Markmið áhugahópsins voru sett fram á fyrsta fundi og verkefni næstu funda ákveðin. Annar fundur var haldinn 29. maí 2009 og þeir hafa verið haldnir af og til síðan.
Markmið hópsins:
1. Skoða viðmiðanir og vinnu annarra faghópa og grafa upp markmið sem voru sett fram við fyrstu stofnun faghóps í taugasjúkraþjálfun fyrir uþb 15 árum síðan.
2. Miðla upplýsingum um ráðstefnur, fyrirlestra, námskeið, greinar og annað tengt
3. Samræma notkun mælitækja og miðla þekkingu á mælitækjum, rannsóknum og praktiskum þáttum
4. Rökræða og rýna í rannsóknir og framþróun í faginu
5. Koma upp hópnetfangalista sjúkraþjálfara sem hafa áhuga á taugasjúkraþjálfun
6. Mögulega að fara saman á ráðstefnu erlendis
Faghópur um hjartaendurhæfingu
Tengiliðir
Sólrún Jónsdóttir
Sími: 585-2000
Netfang: solrun@reykjalundur.is
Ragnheiður Lýðsdóttir
Netfang: ragnlyd@reykjalundur.is
Saga hópsins, hlutverk hans og meginmarkmið:
Á árununum 1995-19977 var stofnað Félag fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu. Það var gert í tengslum við undirbúning norrænnar ráðstefnu um hjartaendurhæfingu, The VIth Nordic Congress on Cardiac Rehabilitation, sem haldin var í Reykjavík árið 2002. Að þeirri ráðstefnu lokinni lagðist þetta félag í dvala en stofnaðir voru faghópar um hjartasjúkraþjálfun annars vegar og lungnasjúkraþjálfun hins vegar.
Hlutverk Faghóps um hjartasjúkraþjálfun og meginmarkmið er að vera vettvangur skoðanaskipta um hjartasjúkraþjálfun og hjartaendurhæfingu og stuðla að fræðslu og aukinni fagmennsku á því sviði.
Auk framangreindrar norrænnar ráðstefnu hafa tvö stór námskeið / málþing verið haldin um hjartaendurhæfingu hér á landi á undanförnum árum. Fyrst skal nefna námskeið um Meðferð og endurhæfingu sjúklinga með hjartabilun sem haldið var árið 2000 og svo Málþing um hjartaendurhæfingu sem haldið var í tengslum við Læknadaga árið 2008, þar sem nokkrir af fremstu fræðimönnum í Evrópu á sviði hjartaendurhæfingar komu og héldu erindi.
Nefna skal tvær erlendar ráðstefnur, aðgengilegar okkur hér á landi, sem eru stór faglegur vettvangur á sviði hjartaendurhæfingar og forvarna. Þær eru annars vegar á vegum evrópsku hjartasamtakanna, European Society of Cardiology (ESC) og heitir EuroPRevent og er haldin árlega. Hins vegar árleg ráðstefna á vegum bandarísku samtakanna American Association of Cardiopulmonary Rehabilitation.
Á vegum þessara samtaka er einnig boðið upp á margs konar fræðslu sem vert er að skoða. Upplýsingar um fræðsluna má finna á heimasíðum samtakanna www.escardio.org og www.aacvpr.org
Faghópur um endurhæfingu krabbameinsgreindra og meðferð við sogæðabjúg
Tengiliðir
Ása Dagný Gunnarsdóttir
Netfang: asagun@landspitali.is
G. Haukur Guðmundsson
Netfang: haukur@ljosid.is
Kolbrún Viðarsdóttir
Margrét Indriðadóttir
Marjolein Roodbergen
Faghópur um sogæðameðferð var stofnaður 13. mars 2004.
Markmið faghópsins er að efla þessa meðferð innan sjúkraþjálfunar með greinaskrifum og kynningu, stuðla að því að boðið sé upp á námskeið hérlendis reglulega, styðja við bakið á þeim sem þegar hafa sótt námskeið þessu tengd hérlendis og hafa áhuga á eða eru að veita þessa meðferð og reyna að halda hópnum saman.
Faghópurinn var útvíkkaður í ‘Faghóp um endurhæfingu krabbameinsgreindra og meðferð við sogæðabjúg’ á endurnýjuðum stofnfundi, þann 24. sept 2015.
Faghópur um heimasjúkraþjálfun
Tengiliðir
Rannveig Einarsdóttir Arnar
Sími: 860-4060
Áslaug Aðalsteinsdóttir
Sími: 863-3732
Faghópur um heimasjúkraþjálfun er opinn og óformlegur hópur.
Markmið hópsins er að efla faglega hæfni sjúkraþjálfara sem fara í heimahús og huga að sérstöðu hvað varðar þessa starfsemi.
Einnig skal stefnt að því að að koma á fót vettvangi fyrir sjúkraþjálfara innan geirans til að hittast, skiptast á skoðunum og dýpka skilning okkar á sjúkraþjálfun, sem fer fram á heimilum fólks.
Faghópur um sjúkraþjálfun á hestbaki
Tengiliðir
Guðbjörg Eggertsdóttir
Sími: 535-0900
Netfang: gudbjorg@slf.is
Þorbjörg Guðlaugsdóttir
Netfang: thorbjorg@slf.is
Stofnfundur faghóps um sjúkraþjálfun á hestbaki var haldinn þann 9. september 2009 og fékk hann nafnið Sprettur.
Stofnendur faghópsins eru:
Anna Rappich
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Guðbjörg Eggertsdóttir
Hanna Marteinsdóttir
Heidi Andersen
Marrit Meintema
Melanie Hallbach
Sveinn Torfason
Þorbjörg Guðlaugsdóttir
Markmið faghóps um sjúkraþjálfun á hestbaki
1. Að efla tengsl sjúkraþjálfara á Íslandi, sem vinna með sjúkraþjálfun á hestbaki, til þess að:
• Tryggja gæði þjónustunnar
• Innleiða gagnreyndar nýjungar
• Stuðla að fræðslufundum og námskeiðshaldi um sjúkraþjálfun á hestbaki. Stefnt skal að því að halda a.m.k. einn fræðslufund á ári
• Hvetja til rannsókna á þessu sérsviði
• Auka áhuga á sjúkraþjálfun á hestbaki meðal nema í sjúkraþjálfun
2. Hlutverk faghópsins er ennfremur að:
• Vera ráðgefandi um sjúkraþjálfun á hestbaki á Íslandi
• Efla samstarf við aðrar starfsstéttir sem starfa á sama sviði, s.s reiðkennara, þroskaþjálfa og geðhjúkrunarfræðinga.
• Sinna samskiptum og samstarfi við samsvarandi faghópa sjúkraþjálfara á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi
3. Faghópinn leiðir hverju sinni þriggja manna stýrihópur sem valinn er til tveggja ára í senn á þeim fundi ársins sem haldinn er næstur aðalfundi félagsins. Stýrihópur velur innan sinna raða tengilið hópsins.

Nemaðild
Nemar í sjúkraþjálfun sem lokið hafa einu námsári af háskólanámi í sjúkraþjálfun og eru í virku námi

Fagaðild
Þeir sem starfa ekki eftir þeim kjara eða verktakarsamningum sem félagið hefur gert fyrir hönd sjúkraþjálfara.
Full aðild
Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi.

Kjaradeild
Þeir sem taka laun eftir kjara eða verktaka samningum sem félagið hefur gert, en óska sérstaklega að hafa ekki fagaðild að félaginu.

Sækja um aðild
Vertu hluti af öflugu fag- og stéttarfélagi sjúkraþjálfara á Íslandi. Með því að gerast félagi í Félagi sjúkraþjálfara tekur þú þátt í að efla stéttina, styrkja faglegt starf og stuðla að bættri heilsu og vellíðan í samfélaginu.
Félagið styður félagsfólk sitt með fræðslu, faglegum stuðningi, tengslamyndum og sameiginlegri rödd í málefnum sem snerta sjúkraþjálfun. Einnig stendur félagið vörð um hagsmuni félagsmanna.
Rétt til félagsaðildar eiga allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi. Nemar í sjúkraþjálfun hafa rétt til nemaaðildar án endurgjalds.
Félagsaðild
Félagsgjöld
Félag sjúkraþjálfara er fagfélag og stéttarfélag, og eru félagsgjöld deildaskipt. Fagdeildargjaldið (22.000 kr) er greitt í heimabanka í tveimur greiðslum á ári (mars og september), en kjaradeildargjaldið (stéttarfélagsaðild) er greitt mánaðarlega (1,1% af launum). Vinnuveitendur standa skil á gjaldinu fyrir hönd launþega en sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar standa skil á því sjálfir og nota reiknað endurgjald sem launaviðmið (sjá leiðbeiningar hér að neðan).
Athugið að sé eingöngu um fagdeildaraðild að ræða er félagsgjaldið 25.000 kr á ári.
Styrkir og sjóðir
Félagsfólk sem greiðir til kjaradeildar Félags sjúkraþjálfara á rétt á að greiða i sjóði BHM og njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða. Skylduþátttaka launagreiðenda í sjóðsgreiðslum fer eftir gildandi kjarasamningum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að velja sjálfir hvaða sjóði þeir greiða í.
Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér réttindi sín og styrkmöguleika hér. Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við sjukrathjalfun@sjukrathjalfun.is eða sjodir@bhm.is.
Aðild að BHM
Með aðild að kjaradeild Félags sjúkraþjálfara fær félagsfólk einnig aðgang að fræðsluefni og viðburðum á vegum. Bandalags háskólamann (BHM). Má þar nefna málþing, opna fundi námskeið og fyrirlestra fyrir félaga og aðildarfélög BHM þeim að kostnaðarlausu.
Hér má nálgast starfsreglur Félags sjúkraþjálfara um félagsaðild og hvetjum við öll til að kynna sér þær ef spurningar vakna um form og fyrirkomulag félagsaðildar.
- Verktakar - upplýsingar um greiðslu félagsgjalda
- BHM Rafræn skilagrein
- Skilagrein (excel skjal)
- Netfang fyrir skilagreinar: skilagreinar@bhm.is

