Aðstaða sjúkraþjálfara til leigu á HSN á Blönduósi

13.03.2023

Aðstaðan er æfingarsalur, tvö meðferðarherbergi, skrifstofa, snyrting og geymsla.

HSN á Blönduósi auglýsir lausa aðstöðu til sjúkraþjálfunar í húsakynnum stofnunarinnar að Flúðabakka 2 á Blönduósi og Ægisgrund 14 á Skagaströnd.

Aðstaðan er æfingarsalur, tvö meðferðarherbergi, skrifstofa, snyrting og geymsla. Fleiri sjúkraþjálfarar eru með sameiginlega aðstöðu í rýmunum.
Leigusamningur er veltutengdur. Aðstaða er laus strax.
Einnig er í boði að taka prósentu á sjúkradeild. Möguleiki á aðstoð við húsnæði.

Nánari upplýsingar veitir Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis: helgaj@hsn.is / 898-0769