Eir hjúkrunarheimili
21.04.2023
Langar þig að vinna með reyndum sjúkraþjálfurum, í góðu teymi og spennandi verkefnum. Það er laus staða sjúkraþjálfara á Eir, tengt endurhæfingardeildinni. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Starf sjúkraþjálfara á Eir er fjölbreytt og skemmtilegt, þeir sinna meðal annars endurhæfingu í samstarfi við Landspítalann, íbúum hjúkrunarheimilisins og göngudeildarþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð sjúkraþjálfara eru:
• Skoðun, mat og meðferð
• Skráning og skýrslugerð
• Þátttaka í endurhæfingu skjólstæðinga endurhæfingardeildar
• Þjónusta við íbúa heimilisdeilda
• Göngudeildarþjónusta fyrir íbúa þjónustuíbúða og dagdeilda
• Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda
• Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
• Þátttaka í fagþróunn
• Móttaka nema í sjúkraþjálfun frá HÍ.
Hæfnikröfur:
• Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
• Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
• Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs
• Jákvætt viðmót og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
• Góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags sjúkraþjálfara og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).
Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Hákonardóttir yfirsjúkraþjálfari
bhakonardottir@eir.is
s. 522-5745