Hrafnista á Sléttuvegi

02.08.2022

Hrafnista á Sléttuvegi óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara í 50% starf eða eftir samkomulagi. Starfið felur í sér sjúkraþjálfun aldraðra, fræðslu til íbúa og aðstandenda, teymisvinnu og þátttöku í fagþróun.

Hrafnista á Sléttuvegi óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara í 50% starf eða eftir samkomulagi. Starfið felur í sér sjúkraþjálfun aldraðra, fræðslu til íbúa og aðstandenda, teymisvinnu og þátttöku í fagþróun. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, frumkvæðis og framúrskarandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Skoðun, mat og meðferð
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Teymisvinna
- Þátttaka í fagþróun

Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Landlæknisembættinu
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð skipulagshæfni
- Faglegur metnaður
- Jákvæðni og frumkvæði í starfi

Fríðindi í starfi
- Einnig er möguleiki á að ráða sig í hlutastarf bæði innan Sléttunar sjúkraþjálfunar sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari og í starf á hjúkrunarheimilinu á móti.

Allar nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Guðmundsdóttir deildarstjóri sjúkra og iðjuþjálfunar, anna.gudmundsdottir@hrafnista.is eða í síma 693-9592

Umsóknarfrestur er 12. ágúst

Jákvæðni – Ánægja – Alúð