Sjúkraþjálfari í Sunnuhlíð

02.02.2022

Við erum öflugur hópur sjúkraþjálfara, íþróttafræðings og aðstoðarmanns sem störfum í sjúkraþjálfun Sunnuhlíðar og leitum nú að sjúkraþjálfara sem hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur.

Við erum öflugur hópur sjúkraþjálfara, íþróttafræðings og aðstoðarmanns sem störfum í sjúkraþjálfun Sunnuhlíðar og leitum nú að sjúkraþjálfara sem hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur. Við höfum að leiðarljósi að veita góða þjónustu í jákvæðu og glaðlegu starfsumhverfi.

Aðstaða okkar til sjúkraþjálfunar er mjög góð en verður brátt enn betri því við erum um þessar mundir að innleiða hjá okkur ný HUR styrktarþjálfunartæki með Smart touch tölvukerfi sem mun bæta kost til árangursríkrar styrktarþjálfunar til muna. Áætlað er að fyrstu tækin verði tekin í notkun um miðjan ágústmánuð og við erum full tilhlökkunar fyrir þeim tækifærum og möguleikum í þjálfun sem tækin munu bjóða upp á.

Starfið sem um ræðir er fjölbreytt og felur í sér þjónustu við íbúa Sunnuhlíðar og einstaklinga í endurhæfingarinnlögnum og auk þess göngudeildarþjónustu.

Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst en annars eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu en starfshlutfall er þó er umsemjanlegt. Full vinnuvika er 36 stundir.

Upplýsingar um starfið veitir Kristín Harðardóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 560 4172 eða 895 7976 og í tölvupósti á kristin@sunnuhlid.is