Starf sérfræðings í stoð- og meðferðartækjum hjá Sjúkratryggingum Íslands

06.08.2021

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða sérfræðing í deild Lyfja og meðferðarhjálpartækja á Þjónustusviði. Um er að ræða 80 - 100% starf og miðast ráðning við október 2021.

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða sérfræðing í deild Lyfja og meðferðarhjálpartækja á Þjónustusviði. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna fjölbreytt og krefjandi starf í litlu teymi á sviði stoð- og meðferðarhjálpartækja. Um er að ræða 80 - 100% starf og miðast ráðning við október 2021.

Sjúkratryggingar Íslands vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Stytting vinnuviku felur í sér að 100% vinna er frá 8:00 til 15:12. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu allt að 5 daga í mánuði auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrks og samgöngustyrks vegna vistvænna samgangna. Upplýsingar um vinnustaðinn má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is .

Helstu verkefni og ábyrgð
• Afgreiðsla umsókna um stoð- og meðferðartæki samkvæmt gildandi reglugerð
• Fagleg ráðgjöf og upplýsingagjöf um stoð- og meðferðartæki
• Samskipti við seljendur stoð- og meðferðartækja
• Þátttaka í ýmsum verkefnum, gæða- og þróunarstarfi innan deildar

Hæfniskröfur
• Fullgilt próf í sjúkraþjálfun, stoðtækjafræði, iðjuþjálfun eða sambærilegt nám
• Íslenskt starfsleyfi
• Reynsla af stoðtækjum, aðlögun þeirra og stillingum er kostur
• Reynsla af ráðgjöf og/eða leiðsögn á stoð- og meðferðartækjum er kostur
• Góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvætt viðmót
• Frumkvæði og metnaður í starfi ásamt hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi
• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
• Gott vald á íslenskri tungu
• Æskilegt að hafa vald á einu norðurlandamáli og/eða ensku

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferliskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Sækja um starf

Umsóknarfrestur er til og með 30.08.2021

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Ólafsson - olafur.olafsson@sjukra.is - 5150000
Júlíana Hansdóttir Aspelund - juliana.hansdottir@sjukra.is - 5150000