Sjúkraþjálfari - fjölbreytt starf á Æfingastöðinni
31.10.2024
Æfingastöðin vill ráða öflugan sjúkraþjálfara sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi með börnum og fjölskyldum þeirra, þátttöku í stefnumótun og nýsköpun í starfi. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki er á minna hlutfalli sé þess óskað.
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu barna ogungmenna. Við erum öflugt teymi sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og aðstoðarfólks sem höfum það markmið að efla þátttöku barna- og ungmenna. Á Æfingastöðinni fer meðal annars fram öflugt hópastarf, þjálfun í sundlaug, sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hund. Einnig fara þjálfarar mikið út í leikskóla og skóla með ráðgjöf og íhlutun.
Æfingastöðin er fjölskylduvænn vinnustaður með 36 tíma vinnuviku og góðan sveigjanleika á vinnutíma. Hjá okkur ríkir frábær starfsandi og starfsmannafélagið okkar „Frú Margrét“ stendur fyrir skemmtilegum viðburðum allt árið. Við erum einnig með sterka endurmenntunarstefnu og er greitt bæði í Starfsmenntunarsjóð og Starfsþróunarsetur BHM.
Hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi BHM og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og nýjum stofnanasamningi SLF við Félag sjúkraþjálfara.
Gefið er frí á launum milli jóla- og nýárs.
Við hvetjum öll til að sækja um!
Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2024
Umsóknir berist til kolla@slf.is
Nánari upplýsingar veitir
Kolbrún Kristínardóttir, yfirsjúkraþjálfari
8636380