Sjúkraþjálfari óskast til starfa

17.11.2021

Sjúkraþjálfun Markar hjúkrunarheimilis leitar að sjúkraþjálfara til starfa með okkar góða hópi. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem lögð er áhersla á góða teymisvinnu. Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi.

Sjúkraþjálfun Markar hjúkrunarheimilis leitar að sjúkraþjálfara til starfa með okkar góða hópi. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem lögð er áhersla á góða teymisvinnu. Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
• Góð íslenskukunnátta
• Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
• Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
• Reynsla af vinnu með hjólastóla og hjálpartæki er kostur

Á Grundarheimilunum vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum og sjúkum af alúð. Vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsdeild Grundarheimilanna á mannaudur@grund.is 

Við hlökkum til að heyra frá þér !