Spennandi starf á bráðasjúkrahúsi

11.04.2022

Sjúkraþjálfun Landspítala við Hringbraut óskar eftir sjúkraþjálfara. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs og er starfshlutfall og upphaf starfs eftir samkomulagi.

Sjúkraþjálfun Landspítala við Hringbraut óskar eftir sjúkraþjálfara. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs og er starfshlutfall og upphaf starfs eftir samkomulagi.

Kjörið tækifæri til að dýpka þekkingu og vinna með öflugri liðsheild. Markviss innsetning við innleiðslu í starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í vinnu á bráðadeildum innan hjarta- og æðaþjónustu, kvenna- og barnaþjónustu og krabbameinsþjónustu og göngudeildir þeim tengdum.

Hæfnikröfur
Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

STARFSHLUTFALL
50-100%
UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ
03.05.2022

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Sigurður Hilmarsson, sigurdhi@landspitali.is , 543 9304

Smelltu hér til að sækja um starfið