Vantar þig aðstöðu fyrir þína eigin sjúkraþjálfunarstarfsemi?

04.07.2023

Seigla Sjúkraþjálfun er óðum að fara að opna á Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði.

Seigla Sjúkraþjálfun er óðum að fara að opna á Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði, við séhæfum okkur í sjúkraþjálfun fyrir fólk með fatlanir og flóknar skerðingar. Aðstaðan á Reykjavíkurvegi er hins vegar of stór fyrir okkar starfsemi og höfum við því stúkað af þrjú meðferðarrými í tengslum við fullkominn æfingasal sem við viljum leigja út til sjúkraþjálfara á sanngjörnu verði. Öll meðferðarherbergin eru með meðferðarbekk og skrifborðsaðstöðu. Mjög gott aðgengi er að húsnæðinu og næg frí bílastæði. Húsnæðið er rúmgott, bjart og allt ný uppgert.

Ef þig hefur dreymt um að opna þína eigin stofu en hefur ekki haft fjármagn, þá er þetta lausnin fyrir þig. Enginn startkostnaður og sanngjörn leiga. Ef þetta hefur kveikt einhvern áhuga, þá endilega sendu okkur línu á seigla.sjukraþjalfun@gmail.com eða hringdu í síma 8699799 / 7758823.