Viltu þú vinna í öflugum hópi þjálfara Ljóssins?
28.03.2023
Ljósið leitar að sjúkraþjálfara til starfa. Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.
Starf sjúkraþjálfara í Ljósinu er mjög fjölbreytt og hefur að leiðarljósi að hámarka líkamlega virkni og færni fyrir, á meðan og í kjölfar krabbameinsmeðferða. Helstu verkefni eru viðtöl, mælingar, fræðsla og ráðgjöf, virknimiðuð endurhæfing, hóptímakennsla, rannsóknarvinna, þverfaglegt samstarf og þátttaka í þróunarstarfi.
Mikilvægt er að umsækjandi hafi yfir jákvæðu og vinalegu viðmóti að búa, sé lipur í mannlegum samskiptum og hafi góða íslenskukunnáttu. Starfshlutfall er samkomulagsatriði en kostur að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 31.maí en fyrirspurnir um starfið veita Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins (695-6636) og Áslaug H Aðalsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 561-3770.
Vinsamlegast sendið umsókn á erna@ljosid.is