Yfirsjúkraþjálfari - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

27.08.2024

Yfirsjúkraþjálfari ber faglega ábyrgð á sjúkraþjálfun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann er jafnframt deildarstjóri sjúkraþjálfunardeildar og ber faglega-, fjárhagslega- og mannauðsábyrgð á deildinni, en yfirsjúkraþjálfari mun ráða starfsfólk deildarinnar. 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til starfa í stöðu yfirsjúkraþjálfara.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir íbúum Suðurnesja fyrsta- og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Mikil uppbygging er á HSS, endurskoðun á þjónustuferlum og stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Yfirsjúkraþjálfari ber faglega ábyrgð á sjúkraþjálfun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hann er jafnframt deildarstjóri sjúkraþjálfunardeildar og ber faglega-, fjárhagslega- og mannauðsábyrgð á deildinni, en yfirsjúkraþjálfari mun ráða starfsfólk deildarinnar.

Fram undan er nauðsynleg uppbygging á sjúkraþjálfunardeild HSS, bæði hvað varðar mótun þjónustunnar, mönnun, og endurbætur á aðstöðu og búnaði. Yfirsjúkraþjálfari mun stýra uppbyggingunni í samvinnu við framkvæmdastjórn stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Fagleg ábyrgð á sjúkraþjálfun á stofnuninni

· Umsjón með gæðamálum

· Skipulagning og þátttaka í þverfaglegu samstarfi innan og utan stofnunar

· Fræðsla um sjúkraþjálfun í meðferð skjólstæðinga

· Umsjón með daglegum rekstri deildar

· Almenn störf sjúkraþjálfara

Hæfniskröfur

· Íslenskt starfsleyfi

· Víðtæk reynsla sem sjúkraþjálfari er skilyrði

· Reynsla af stjórnun er kostur

· Stjórnunarfærni

· Reynsla af jafningjafræðslu er kostur

· Gott vald á íslensku og ensku

· Sjálfstæði í vinnubrögðum

· Faglegur metnaður, frumkvæði, samstarfshæfni og jákvætt hugarfar

Yfirsjúkraþjálfari starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Frekari upplýsingar um starfið

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og starfsleyfi ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni og sýn á starfið. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Starfshlutfall er 100%, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 9. september.

Hægt er að sækja um starfið hér:

Yfirsjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Ísland.is (island.is)

Upplýsingar veitir

Helga Hauksdóttir helga.hauksdottir@hss.is