Leiðbeiningar til höfunda - Ritrýndar fræðigreinar
Greinarhöfundar eru vinsamlega beðnir að hafa eftirfarandi í huga:
- Greinum skal skila á tölvutæku formi (á tölvupósti)
- Ekki skiptir máli hvaða ritvinnsluforrit er notað eða hvort það er unnið í Mac eða PC.
- Að skila inn passamynd.
- Venjuleg mynd úr fjölskyldualbúmi getur gengið.
- Svarthvít eða í lit skiptir ekki máli.
- Myndin þarf að vera 300dpi miðað við raunstærð.
- Ef teknar eru myndir á digital vél skal nota mestu upplausn (high quality)
- Að tilgreina nafn, starfsheiti og starfsstað.
- Þær upplýsingar eru hafðar undir passamyndinni.
- Að skila inn myndefni með greininni. T.d. úr bókum, bæklingum, eigin myndir og fleira.
- Velja texta undir myndefnið.
- Ef greininni er skipt niður með millifyrirsögnum er æskilegt að greinin byrji á inngangi og síðan komi millifyrirsögn.
- Byrja aldrei greinar á millifyrirsögn.
- Að standa við settan skilatíma á efni.
- Að halda sig innan þess ramma sem er gefinn á lengd greinarinnar.
- Að láta vinnufélaga eða óháðan aðila lesa yfir greininna áður en henni er skilað til að leiðrétta málfræði og gagnrýna greinina m.t.t. efnistaka og fleira.
- Að skrifa á íslensku, íslenska fagorð þar sem við á. (erlenda orðið fylgi í sviga á eftir ef þarf).
- Titill á grein á að vera á íslensku nema undantekningartilfellum.
- Að skila inn stuttum útdrætti á ensku með greininni (max 250 – 300 orð).
- Ritnefnd áskilur sér rétt til að prófarkalesa aðsent efni og leiðrétta málfar og stafsetningu. Efnisinnihald er á ábyrgð höfundar.
- Heimildir: Nafn höfundar, nafn greinar. Hvar birtist hún. Blaðsíðutal og ár.
Grein á einni síðu með passamynd:
Orðafjöldi: uþb. 500 orð
Stafafjöldi: uþb. 2500
Grein á tveimur síðum með passamynd:
Orðafjöldi: uþb. 1000 orð
Stafafjöldi: uþb. 5000
Grein á tveimur síðum með passamynd og 2 myndum:
Orðafjöldi: 600-700orð
Grein á þremur síðum með passamynd og 3-4 gröfum:
Orðafjöldi: 1300-1500 orð
Ítarlegar leiðbeiningar til höfunda ásamt gátlista

