Vinnureglur ritnefndar og fræðilegrar ritstjórnar
Vinnureglur ritnefndar eru hugsaðar til leiðbeiningar og viðmiðunar við útgáfu Sjúkraþjálfarans, fagtímarits Félags sjúkraþjálfara
- Sjúkraþjálfarinn kemur út amk. tvisvar á ári. Þegar sérstaklega stendur á koma út þrjú blöð á ári. Í upphafi starfsárs er gerð áætlun um efnistök og fjölda blaða. Innihald blaðs er ca. 6 greinar og ca. 32 bls.
- Fastir liðir í hverju blaði eru:
- ávarp ritnefndar -fremst
- pistill formanns - fremst
- fréttir frá fræðslunefnd félagsins
- fréttir frá námsbraut í sjúkraþjálfun
- Fyrra tölublaðið ( 1.tbl.) hefur yfirleitt verið þemablað að hluta eða öllu leyti, en það er ekki regla. 1.tbl.er útgefið um mánaðarmót feb.-mars eða fyrir Dag sjúkraþjálfunar. Auglýsing um Dag sjúkraþjálfunar er birt í 1 tbl.
- Síðara tölublaðið ( 2. tbl.) inniheldur auk fastra liða kynningu á BS verkefnum sjúkraþjálfunarnema og fréttir frá Degi sjúkraþjálfunar.
- Ritnefnd er skipuð sjúkraþjálfurum frá þeim vinnustað sem útnefndur er til að sjá um útgáfu Sjúkraþjálfarans viðkomandi ár. Ritnefnd heyrir undir stjórn FS.
- Nefndarmenn skipta innbyrðis með sér verkum og velja sér formann og ritara.
- Formaður ritnefndar ber ábyrgð á að kalla nefndarmenn saman til fundar.
- Nefndarmenn skipta með sér verkum og eru í tengslum við umbrotsaðila (2012-2013 Lárus í Litrófi; larus@litrof.is) þegar blaðið er í vinnslu.
- Ritari nefndarinnar skrifar fundargerð funda, les fundargerð síðasta fundar í upphafi nýs fundar og skrifar ársskýrslu ritnefndar fyrir aðalfund.
- Ritnefnd fundar þegar þörf er á til að ákveða efnisinnihald hvers blaðs og sinna annarri skipulagsvinnu.
- Nefndarmenn sjá um efnisöflun og koma leiðbeiningum til greinahöfunda.
- Greinarhöfundi
- eru afhentar leiðbeiningar um skrif í Sjúkraþjálfarann, upplýstir um lengd greina og skilafrest á efni ( sjá Leiðbeiningar til greinarhöfunda Sjúkraþjálfarans).
- er bent á að hann þarf að senda mynd af greinarhöfundi í hæfilegri upplausn þ.e. 36x46mm. Í 300dpi og aðrar myndir (þ.m.t forsíðumynd) í 300dpi miðað við raunstærð.
- er gert að nota sama heimildaforrit í greinaskrifum eins og tíðkast í Sjúkraþjálfaranum (APA? Samræma við fræðilega ritnefnd).
- Ritnefnd og umbrotsaðili semja um útgáfudag blaðs, áætlaðan vinnslutíma í umbroti og prentun. Fylgja þarf vel eftir þessu vinnuferli. Funda þarf með umbrotsfyrirtæki og auglýsingarstofu eigi síðar en í desember fyrir fyrra tölublaðið og um miðjan ágúst fyrir síðara tölublaðið.
- Skilafrestur á greinum í
- fyrra blaðið er 30. janúar og þá gert ráð fyrir útgáfudegi í síðari hluta febrúar
- síðara tölublaðið er 15. september og gert ráð fyrir útgáfudegi um miðjan október.
- Ritnefnd safnar saman efni þegar skilafresti lýkur. Þegar prófarkalestri er lokið er efninu komið á tölvutæku formi til umbrotsaðila og útgáfudegi fylgt eftir.
- Umbrotsaðili sendir greinarnar í prentun og sér um allt það ferli (prentsmiðja sér um auglýsingaöflun).
- Umbrotsaðili sendir fullgert tölublað á tölvutæku (pdf) á skrifstofu FS um leið og hann sendir ritnefnd blaðið fullbúið.
Samþykkt af stjórn FS, þann 4. desember 2013
Aths dags. 10.12.2019
Ath að gera þarf grein fyrir fræðilegri ritstjórn á hverju blaði, hvort sem um er að ræða ritrýnda grein í blaðinu eða ekki.

