Nýarskaffi heldri sjúkraþjálfara

Félag sjúkraþjálfarabauð heldi sjúkraþjálfurum til nýárskaffis í byrjun árs.
Markmið viðburðarins var að skapa vettvang þar sem þau sem lokið hafa störfum í sjúkraþjálfun eða eiga stutt eftir á vinnumarkaði til að hittast og styrkja tengslin sín á milli. Hópurinn tók afskaplega vel í boðið og var svo sannarlega bæði fjölmennt og góðmennt.

Það var gaman að heyra hláturhviðurnar og líflegar samræður og það var svo sannarlega jákvæðri orku og gleði fyrir að fara í salnum.


Viðburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að rækta tengsl innan stéttarinnar á öllum stigum starfsævinnar og sýna þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til fagsins virðingu og þakklæti. Slíkar samkomur styrkja samfélagið, efla samkennd og skapa rými þar sem reynsla, saga og mannleg tengsl fá að njóta sín.

Félag sjúkraþjálfara þakkar öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og við hlökkum til að halda áfram að bjóða upp á viðburði sem efla tengsl, samstöðu og þátttöku félagsfólks.

Recent Posts

21. október 2025
Yfirlýsing Félags sjúkraþjálfara vegna tilkynningar heilbrigðisráðuneytisins um afnám tilvísanaskyldu í sjúkraþjálfun
17. október 2025
Aðalfundarboð 2025
Félag sjúkraþjálfara mótmælir fyrirhuguðum breytingum á lögum um sjúkratryggingar
6. október 2025
Félag sjúkraþjálfara lýsir yfir áhyggjum af þeim frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir um breytingar á lögum um sjúkratryggingar, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.
29. apríl 2025
DAGUR SJÚKRAÞJÁLFUNAR 2025 - SNEMMSKRÁNINGAR GJALD TIL MIÐNÆTTIS 1. MAÍ
6. janúar 2025
Félag sjúkraþjálfara og samninganefnd SFV hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára