Nánar um félagið/fagið

Um félagið


Félagið skiptist í fagdeild og kjaradeild og er miðað við að sjúkraþjálfarar séu aðilar að þeim báðum.

Fagdeildaraðild eingöngu er fyrir sjúkraþjálfara sem af einhverjum ástæðum starfa við annað en sjúkraþjálfun og þiggja laun eftir öðrum samningum en félagið sér um en vilja engu að síður halda faglegri tengingu sinni við félagið.

Þú ert í öruggum höndum


Félag sjúkraþjálfara tryggir fagmennsku, gæði og öryggi í starfi sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um land allt tryggja þér trausta, örugga og faglega þjónustu sem byggir á þekkingu, reynslu og ástríðu fyrir heilsu fólks.

Finna sjúkraþjálfara


Sjúkraþjálfarar eru fjölmennasta stétt landsins á sviði endurhæfingar. Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæða, viðhelda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks.

Nýarskaffi heldri sjúkraþjálfara
15. janúar 2026
Félag sjúkraþjálfara bauð heldri félögum í nýárskaffi í upphafi árs.
21. október 2025
Yfirlýsing Félags sjúkraþjálfara vegna tilkynningar heilbrigðisráðuneytisins um afnám tilvísanaskyldu í sjúkraþjálfun
17. október 2025
Aðalfundarboð 2025
Félag sjúkraþjálfara mótmælir fyrirhuguðum breytingum á lögum um sjúkratryggingar
6. október 2025
Félag sjúkraþjálfara lýsir yfir áhyggjum af þeim frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir um breytingar á lögum um sjúkratryggingar, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.
Nýarskaffi heldri sjúkraþjálfara
15. janúar 2026
Félag sjúkraþjálfara bauð heldri félögum í nýárskaffi í upphafi árs.
21. október 2025
Yfirlýsing Félags sjúkraþjálfara vegna tilkynningar heilbrigðisráðuneytisins um afnám tilvísanaskyldu í sjúkraþjálfun
17. október 2025
Aðalfundarboð 2025
Nýarskaffi heldri sjúkraþjálfara
15. janúar 2026
Félag sjúkraþjálfara bauð heldri félögum í nýárskaffi í upphafi árs.
21. október 2025
Yfirlýsing Félags sjúkraþjálfara vegna tilkynningar heilbrigðisráðuneytisins um afnám tilvísanaskyldu í sjúkraþjálfun
17. október 2025
Aðalfundarboð 2025

Viðburðir framundan

Barnasjúkraþjálfun - bæklun og stoðkerfi

Leiðbeinandi: Kirsti Krosby og Henriette Paulsen ásamt gestakennurum

Dagsetning:

 03.03.2026 - 21.03.2026 

Tími:

 8:00 - 17:00

Almennt verð: 185.000 kr.

Fagdeild verð: 142.000 kr.

  • Nánari upplýsingar

    Þetta námskeið er ætlað sjúkraþjálfurum sem vinna með börn með stoðkerfisvandamál og þroskafrávik. Námskeiðið er bæði rafrænt og staðnámskeið. 


    Undirbúningsnámskeið verður í streymi þriðjudaginn 3. mars og staðnámskeið verður svo miðvikudaginn 18. mars til laugardagsins 21. mars. 


    Kennarar eru Kirsti Krosby og Henriette Paulsen sjúkraþjálfarar og einnig verða gestakennarar, Sigurveig Pétursdóttir, sérfræðingur í barnabæklunarlækningum, Svein Kristiansen sjúkraþjálfari, Kjetil Kivle sérfræðingur í bæklunaraðgerðum á hrygg, Marit Fure sjúkraþjálfari og Minni Bains sjúkraþjálfari


    Dagskrá námskeiðsins má nálgast HÉR


    English:

    This course is designed for healthcare professionals working with pediatric patients who

    present with musculoskeletal challenges and developmental concerns. Over several

    days, participants will gain in-depth knowledge and practical skills related to

    assessment and management of conditions such as idiopathic toe walking, brachial

    plexus injuries, hip developmental disorders, torticollis, hypermobility, and foot

    problems. The program combines theoretical lectures with clinical perspectives,

    emphasizing non-surgical approaches, early intervention, and evidence-based practice.

    At the end of the course, attendees will be equipped with tools to improve functional

    outcomes and support optimal development in children.


    Kennarar

    Kirsti Krosby

    Senior Physiotherapist

    Specialist in Pediatric and Adolescent Physiotherapy, Specialist in Orthopedic

    physiotherapy (MNFF). 

    Department of Orthopedics, Ortopedic rehabilitation,

    Oslo University Hospital- Rikshospitalet.

    Henriette Paulsen

    Senior Physiotherapist, MSc, PhD student.

    Department of Rehabilitation and Physiotherapy,

    Vestfold Hospital Trust, Norway

     

    Gestakennarar

    Sigurveig Pétursdóttir

    Skurðlæknir, sérfræðingur í Barnabæklunarlækningum

    Landspítali Háskóla sjúkrahúsið


    Svein Kristiansen

    Senior Physiotherapist, MSc in Manual Therapy

    MSK Clinic AS

    Norway

    Kjetil Kivle

    Orthopedic consultant spine surgeon

    Department of Orthopedics, Spinal surgeries

    Oslo University Hospital – Rikshospitalet

    Marit Fure

    Senior Physiotherapist, MSci.

    Department of Orthopedics, Ortopedic rehabilitation,

    Oslo University Hospital- Rikshospitalet.

    Minni Bains

    Senior Physiotherapist

    Specialised in Scoliosis and spinedeformities

    Sophies Minde Ortopedi AS


Áföll og sjúkraþjálfun

Leiðbeinandi: Margrét Gunnarsdóttir

Dagsetning:

17. - 18. apríl 2026

Tími:

09:00-16:00

Fagdeild verð: 95.000 kr.

Almennt verð: 115.000 kr.

  • Nánari upplýsingar

    Áföll og sjúkraþjálfun; áfallafræði, áfallamiðuð nálgun, áfallameðferð


    Námskeið verður haldið föstudaginn 17.apríl kl. 9 – 16 og laugardaginn 18.apríl kl. 9.30-15.


    Kennari: Margrét Gunnarsdóttir sérfræðingur í geðsjúkraþjálfun/áfallameðferð og sálmeðferðarfræðingur MSc


    Staður: Fræðslusalur BHM, Borgartúni 27, 105 Reykjavík


    Á þessu námskeiði verður farið í mikilvæga þætti sem tengjast því að vinna með fólki með áfallasögu og virka áfallastreitu. Sjúkraþjálfarar sinna oft einstaklingum með áfallastreitu og annað form af langvinnri streitu, þótt það sé sjaldnast skilgreint sem ástæða komu. Áfallastreita og langvinn streita almennt veldur álagi og ójafnvægi í taugakerfinu. Hjá sumum er opinskátt rætt um reynslu sem áfall en hjá öðrum birtast einkenni í líkamanum sem verkir, bólgur, truflun í ónæmis – og hormónakerfi, svefnvandi, meltingarvandi, óútskýrð einkenni osfr. Á þessu námskeiði fá sjúkraþjálfarar fræðslu og kenndar leiðir til að mæta þessum hópi af meiri næmni. Farið er ítarlega í starfsemi ósjálfráða taugakerfisins út frá Polyvagal kenningu og mikilvægi þess að meðferðaraðili hugi að eigin taugakerfi og velferð í starfi.


    Námskeið fer fram með fyrirlestrum, stuttum æfingum og umræðum.



    Ítarlegri lýsing:


    Markmið og efni námskeiðs:


    1. Skilgreiningar og einkenni áfallastreituröskunar og flókinnar áfallastreituröskunar


    2. Mismunandi stig áfallameðferðar


    3. Birtingarmyndir áfallastreitu í daglegu lífi og áhrif í meðferðarstarfi


    4. Polyvagal kenningin, flökkutaugin og mikilvægi ósjálfráða taugakerfisins þegar unnið er með áföll, streitu og einstaklinga í viðkvæmri stöðu


    5. Áfallamiðuð (trauma-informed) nálgun í sjúkraþjálfun / velferðarþjónustu


    6. Vægi upplifunar öryggis og góðra meðferðartengsla


    7. Taugakerfi meðferðaraðilans


    8. Fræðsla um mikilvægi meðvitundar um vald/valdamisræmi í meðferðarstarfi.


    9. Hlutverk sjúkraþjálfara í áfallameðferð


    10. Leiðir til að mæta þörfum einstaklinga með áfallastreitu, í einstaklingsmeðferð og hópmeðferð


    11. Áfallameðferð, m.a. EMDR meðferð, áfallamiðuð hópmeðferð og líkamsmiðuð áfallameðferð.


    12. Að hlúa að sjálfum sér sem meðferðaraðila í krefjandi starfi



    Í lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast skilning og þekkingu á eðli áfallastreitu og hvernig hún getur haft áhrif á gang meðferðar. Þátttakendur vita hvað áfallamiðuð nálgun felur í sér og kunna leiðir til að aðlaga meðferð og umhverfi í því samhengi.


    Þátttakendur hafa dýpri þekkingu á mikilvægi þess að meta og skilja ástand taugakerfis, bæði hjá skjólstæðingum og sjálfum sér og kunna leiðir til að byggja upp betra jafnvægi í taugakerfi. Þátttakendur kunna leiðir til að skima fyrir áfallastreitu og eru með verkfæri til að vinna með hana innan starfsviðs sjúkraþjálfara í því umhverfi sem þeir starfa og styðja við áfallameðferð sem skjólstæðingur er mögulega í hjá fagaðila á geðheilbrigðissviði.


Ávarp formanns


Velkomin á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara. Hér viljum við skapa aðgengilegan og upplýsandi vettvang fyrir sjúkraþjálfara, skjólstæðinga og alla sem hafa áhuga á heilbrigði og endurhæfingu. 

 

Sjúkraþjálfun gegnir lykil hlutverki í heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar.  Með sérfræðiþekkingu, reynslu og einstaklingsmiðaðri nálgun styðjum við fólk til að endurheimta og viðhalda heilsu – hvort sem um er að ræða endurhæfingu eftir áverka eða veikindi, bætt lífsgæði eða auka færni til samfélagslegrar þátttöku. 

 

Félag sjúkraþjálfara stendur vörð um fagið og stuðlar að því að sjúkraþjálfarar starfi við bestu mögulegu aðstæður. Félagsmenn okkar eru í öruggum höndum og eiga traustan bakhjarl í félaginu. Á sama tíma styðjum við að almenningur njóti fagmannlegrar og ábyrgrar þjónustu frá sínum sjúkraþjálfara. 

 

Við hlökkum til að deila með ykkur fréttum og fræðslu úr starfi félagsins og sjúkraþjálfara