ATH Námskeiðinu hefur verið frestað fram í október 2024
ATH Snemmskráning félagsfólks í fagdeild hefst mánudaginn 18.12.23. Aðrir en félagar í fagdeild FS geta skráð sig frá og með 25.12.2023.
Verð fyrir fagdeild hækkar 15.8.2024 oog verður 197.000kr.
Staðsetning verður auglýst síðar
___________________________________________________________
Bjúgur, sogæðabjúgur og lipedema;
Meðferð sjúkraþjálfara
Stór hópur í samfélaginu glímir við bjúg af mismunandi toga sem oft er ógreindur og/eða ómeðhöndlaður. Allur bjúgur af hvaða orsökum hann er, kemur niður á sogæðakerfinu og reynir á virkni þess og hefur oft áhrif á lífsgæði. Þar má nefna lipoedema sem undanfarin misseri hefur verið mikið í kastljósinu en margar konur hafa gengið um ógreindar til margra ára vegna þekkingarleysis í heilbrigðiskerfinu.
Á þessu fjögurra daga námskeiði verður farið yfir aðferðir til að greina mismunandi bjúg, sogæðabjúg og lipoedema ásamt því kenna meðferðir og úrræði. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og verklegri kennslu. Ítarlega verður farið í líffærafræði sogæðakerfisins og hvað hefur áhrif á virkni þess. Áhersla verður á að kenna sogæðanudds handtök og notkun vafninga og ásamt því að farið verður í áhrif bandvefslosunar, lymphtaping og hvers konar þjálfun hæfir best þegar huga þarf að sogæðakerfinu. Hægt er að nálgast bjúgvandamál út frá mörgum vinklum sem allir stuðla að því að minnka einkenni og bæta líðan og lífsgæði.
Í lok námskeiðsins ættu sjúkraþjálfarar að vera betur í stakk búnir til að greina og meðhöndla bjúg og setja upp meðferðaráætlun hvort sem viðfangsefnið er sogæðabjúgur eftir krabbameinsmeðferð, bláæðabjúgur, bjúgmyndun eftir aðgerð eða lipoedema.
Kennarar
Marjolein Roodbergen útskrifaðist sem sjúkraþjálfari í Hollandi 1986 og sem lymphtherapist frá Földischule í Freiburg 1988. Hún hefur starfað í Bata sjúkraþjálfun siðan 2015 og vann áður fyrr lengst af á Landspítalinn m.a. á líknardeild og Endurhæfing eftir krabbamein. Marjolein hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefnur tengdum sogæðameðferð og tileinkað sér mismunandi aðferðir til að meðhöndla sogæðabjúg og lipoedema. Einnig hefur hún haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða tengdum sogæðameðferð ásamt því að sinna stundakennslu í HÍ.
Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir útskrifaðist með BS í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 2006. Hún hefur síðan 2010 sinnt sjúklingum með hvers kyns sogæðabjúg, bæði á Landspítalanum Fossvogi og síðustu 8 ár í Bata sjúkraþjálfun. Ásamt því að hafa sótt námskeið um sogæðameðferð hjá Marjolein Roodbergen stundaði hún veturinn 2021-2022 viðbótarnám við Glasgow University 2021-2022 í Managing Complex Lymphoedema. Heiðbjört hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið um sogæðameðferð og Fysio Flow ásamt því að sinna stundakennslu í HÍ.