Fagmál

Félagið skiptist  í fagdeild og kjaradeild og er miðað við að sjúkraþjálfarar séu aðilar að þeim báðum. 

Fagdeildaraðild eingöngu er fyrir sjúkraþjálfara sem af einhverjum ástæðum starfa við annað en sjúkraþjálfun og taka laun eftir öðrum samningum en félagið sér um en vilja engu að síður halda faglegri tengingu sinni við félagið.


Hlutverk fagdeildar

Hlutverk fagdeildar er m.a. að vera öflugur málsvari sjúkraþjálfara, fylgjast með og taka þátt í umræðu um málefni þeirra og standa vörð um starfsheitið og gæði sjúkraþjálfunar. Fagdeildin stuðlar einnig að fræðslu og símenntun sjúkraþjálfara og þróun sjúkraþjálfunar sem fræðigreinar með samfélagslega ábyrgð og hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Fagdeildin kynnir störf sjúkraþjálfara og vinnur að því að efla ímynd sjúkraþjálfunarfélagsins og stéttarinnar í samfélaginu, meðal annars með virkri þátttöku í þjóðfélagsumræðu og kynningu á störfum sjúkraþjálfara.


Innan fagdeildarinnar starfa undirfélög og faghópar um ýmis svið sjúkraþjálfunar (sjá annars staðar á síðunni, félög – hópar – deildir). Fagdeildin stendur að Degi sjúkraþjálfunar árlega og henni tilheyrir einnig fræðslunefndin, sem stendur fyrir fjölmörgum metnaðarfullum námskeiðum til endurmenntunar ár hvert. Fagdeildin er ábyrg fyrir Sjúkraþjálfaranum, tímariti sjúkraþjálfa.

Norrænt, Evrópu- og alþjóðasamstarf fer fram á grunni fagdeildar og er víða gerð krafa um að sjúkraþjálfarar séu aðilar að fagfélagi sjúkraþjálfara í heimalandi sínu, til að eiga möguleika á þátttöku í námi, námskeiðum og ráðstefnum erlendis.


Fagnefnd

Undir fagnefnd falla málefni sem lúta að faglegri hlið félagsins. Er hún stjórn til ráðgjafar auk þess sem hún sér um ákveðin verkefni, svo sem mælitækjabankann og viðmiðunarreglur um skráningu í sjúkraþjálfun.

Skráning í sjúkraþjálfun - vidmidunarreglur 

Fræðslunefnd

Hlutverk fræðslunefndar er að standa fyrir 4-8 námskeiðum fyrir sjúkraþjálfara ár hvert. Leitast er við að fá þá leiðbeinendur sem teljast í fremstu röð hverju sinni, bæði innlenda og erlenda. Sjá lista yfir námskeið á viðburðasíðu heimasíðunnar.

Skilmálar vegna skráninga á námskeið Félags sjúkraþjálfara

1.      Einstaklingar skulu sækja um þátttöku í eigin nafni.

2.      Umsækjandi fær sendan sjálfvirkan tölvupóst við skráningu þar sem fram kemur hvort hann sé með staðfest pláss á námskeiðið eða er skráður á bliðlista.

3.      Ef einstaklingur hættir við þátttöku átta vikum fyrir námskeið getur hann fengið 65% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt, 35% námskeiðsgjalds telst staðfestingagjald og fæst ekki endurgreitt. Ef einstaklingur hættir við þátttöku þegar tvær til átta vikur eru í að námskeið hefjist, er einungis hægt að fá 65% endurgreiðslu ef fullbókað er á námskeiðið og það tekst að fylla í plássið af biðlista. 

4.      Fræðslunefnd FS áskilur sér rétt til að fella niður námskeið sé þátttaka ófullnægjandi. Ef leiðbeinandi námskeiðs forfallast finnur Fræðslunefnd FS nýja dagsetningu fyrir námskeiðið. Þeir sem ekki eiga tök á að sækja námskeiðið á þeim dagsetningum fá fulla endurgreiðslu.

5.     Fræðslunefnd er ekki ábyrg fyrir óendurkræfum kostnaði, s.s. flug og gistingu, þrátt fyrir að námskeiði verði aflýst.

6.       Þegar þátttakandi skráir sig á námskeið ber viðkomandi sjálfur ábyrgð á eftirfarandi: Þjófnaði eða skemmdum á persónulegum munum, slysum eða áverkum sem hlotist geta af þátttöku í námskeiðum eða árekstrum við aðra nemendur á meðan á námskeiði stendur. 


Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020