Umsóknir og félagsgjöld
Félag sjúkraþjálfara er fag-stéttarfélag, og eru félagsgjöld deildaskipt. Fagdeildargjaldið (22.000 kr) er greitt í heimabanka í tveimur greiðslum á ári (mars og september), en kjaradeildargjaldið (stéttarfélagsgjaldið) er greitt mánaðarlega (1,1% af launum). Vinnuveitendur standa skil á gjaldinu fyrir hönd launþega en sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar standa skil á því sjálfir og nota reiknað endurgjald sem launaviðmið (sjá leiðbeiningar hér að neðan).
Athugið að sé eingöngu um fagdeildaraðild að ræða er félagsgjaldið 25.000 kr á ári.
Hægt er að sækja um aðild að félaginu rafrænt hér undir flipanum "aðildarumsókn" í bláa rammanum til hægri
Rétt til félagsaðildar eiga allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi. Nemar í sjúkraþjálfun hafa rétt til ungfélaga-aðildar án endurgjalds.
Verktakar - upplýsingar um greiðslu félagsgjalda
BHM Rafræn skilagrein
Skilagrein (excel skjal)
Netfang fyrir skilagreinar: skilagreinar@bhm.is
Félagsmenn sem greiða til kjaradeildar eru sjálfkrafa aðilar að BHM og eiga því rétt á að greiða í sjóði BHM og njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða, sjá http://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/
Einnig eiga þeir rétt á annarri þjónustu BHM s.s. fjölbreyttum námskeiðum af ýmsu tagi, sjá http://www.bhm.is/um-bhm/fraedsla/dagskrafraedslu/
Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020