Útgáfa
Fagtímarit - bæklingar
Félag sjúkraþjálfara hefur staðið að útgáfu bæði fagtímarits um sjúkraþjálfun og fræðslubæklinga fyrir almenning.
Sjúkraþjálfarinn
Sjúkraþjálfarinn er fagblað Félags sjúkraþjálfara og kemur það út tvisvar sinnum á ári. Fagblaðið hefur verið í höndum ritnefndar félagsins, sem kosin er á aðalfundi félagsins ár hvert.
Árið 1975 hóf félagið útgáfu fagblaðs sem hlaut nafnið Félagsmiðill. Fyrstu árin var það fjölritað og gefin út 2 tölublöð á ári. Útlitinu var breytt á árunum 1983, 1990 og 1997. Nafninu var breytt árið 1997 og heitir síðan Sjúkraþjálfarinn. Árið 2000 var byrjað að litprenta kápusíðu blaðsins. Ritnefndir undanfarinna ára hafa verið:
2013 Æfingastöð SLF
2014 Sjúkraþjálfun Íslands, Orkuhúsinu
2015 Sjúkraþjálfun Reykjavíkur / Garðabæjar og ATLAS endurhæfing
2016 Eir hjúkrunarheimili
2017 Reykjalundur
2018 Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu - FSSH
2019 Faghópur um krabbameinsgreinda
2020 Norðurlandsdeild Félags sjúkraþjálfara
2021: Kristín Magnúsdóttir, Klara Einarsdóttir og Sólveig Steinunn Pálsdóttir
2022: Hjörtur Ragnarsson og Þóra Kristín Bergsdóttir
2023: Hjörtur Ragnarsson, Þóra Kristín Bergsdóttir og Kristín Reynisdóttir
Verkefnastjóri Sjúkraþjálfarans er Steinunn S. Þorsteins Ólafardóttir, netfang: steinunn@sjukrathjalfun.is
Nýtt skref var tekið á árinu 2014 og hér eftir verða birtar ritrýndar greinar í Sjúkraþjálfaranum eftir því sem efni gefst til. Fyrsta fræðilega ritstjórnin hefur nú þegar verið skipuð af stjórn FS. Formennsku í fræðilegri ritstjórn blaðsins hafði með höndum Ragnheiður Harpa Arnardóttir. Frá árinu 2017 hefur Dr. Guðný Lilja Oddsdóttir komið í nefndina í hennar stað. Ásamt Guðnýju í nefndinni eru þær Dr. Sólveig Ása Árnadóttir og Þjóðbjörg Guðjónsdóttir MSc. hjá HÍ, sem unnu alla undirbúningsvinnu varðandi ritrýnina og gjörþekkja því öll þau skilmerki sem til staðar þurfa að vera svo vel takist til.
Fræðileg ritstjórn vinnur við hlið hefðbundinnar ritnefndar, sem mun áfram rúlla á milli vinnustaða, eins og verið hefur. Hlutverk fræðilegrar ritstjórnar verður þannig að hafa umsjón með þeim greinum sem berast til ritrýni, finna ritrýna og fylgja málum eftir allt þar til grein er annaðhvort samþykkt til birtingar eða hafnað. Þeir sjúkraþjálfarar sem hugsanlega verða beðnir um að taka að sér ritrýni eru eindregið hvattir til að taka vel í þá málaleitan og leggja þannig sitt af mörkum til að þessi draumur geti orðið að veruleika.
Sjúkraþjálfarinn
Bæklingar
Bæklingurinn: Bakið þitt - 10 atriði sem þú þarft að vita um bakið þitt
Félag sjúkraþjálfara, í samvinnu við sjúkraþjálfara á Reykjalundi, hefur fengið leyfi til að þýða þennan bækling sem upphaflega var gefinn út af breska sjúkraþjálfarafélaginu, The Chartered Society of Physiotherapists (CSP) árið 2017.
Heimilt er öllum að hlaða niður og/eða prenta bæklinginn að vild.
Hann er hér í 3 útgáfum:
Bakið þitt - vefútgáfa
Bakið þitt - PDF fyrir vef
Bakið þitt – til prentunar á bækling sem brotinn er saman í
harmoniku
Bakið þitt - PDF fyrir prentun með prentmerkjum
Bakið þitt – til prentunar í einföldum prenturum
Bakið þitt - einfalt PDF form
Útgefið af félagi sjúkraþjálfara í Bretlandi, The Chartered
Society of Physiotherapists, 2017
Þýtt og staðfært af Félagi sjúkraþjálfara í samvinnu við sjúkraþjálfara á
Reykjalundi, 2018
Þýðing: Hlín Bjarnadóttir og Kristjana Jónasdóttir
Yfirlestur og ráðgjöf: Björk Hlöðversdóttir, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Jón Gunnar Þorsteinsson og Kristín
Reynisdóttir
Uppsetning: Logi Halldórsson
----------------------------------------
Félag sjúkraþjálfara (gamla FÍSÞ) gaf út nokkra fræðslubæklinga í gegnum tíðina. Þeir eru nú flestir ófáanlegir, en þó er enn eftir upplag af bækling um mjaðmagrindarverki á meðgöngu, sem hægt er að panta hjá skrifstofu félagsins á netfanginu sjukrathjalfun@bhm.is .
Bæklingurinn er hér á rafrænu formi:
Mjaðmagrindarverkir á meðgöngu - 2008
Upptökur
Málstofur á Fundi fólksins, september 2017
Dagana 8. og 9. september 2017 tók Félag sjúkraþjálfara þátt í Fundi fólksins á Akureyri. Fundur fólksins er samtal þriðja geirans, félagasamtaka, hagsmunaaðila, stjórnmálamanna og almennings um allt það sem brennur á almenningi og þjóðfélaginu hverju sinni.
Félag sjúkraþjálfara stóð fyrir tveimur málstofum, annarri um heilsueflingu aldraðra og mikilvægi þess að stuðla að hreysti eldri borgara eins lengi og unnt er og hinni um aðkomu sjúkraþjálfara að þverfaglegri heilsugæslu.
Hér að neðan eru tenglar á upptökur af þessum málstofum:
Aldraðir: https://www.youtube.com/watch?v=tUrlhZE-xIA&t=46s">https://www.youtube.com/watch?v=tUrlhZE-xIA&t=46s
Heilsugæslan: https://www.youtube.com/watch?v=QgBaaVEZvqQ&t=42s">https://www.youtube.com/watch?v=QgBaaVEZvqQ&t=42s
Af ókunnum ástæðum vantar síðustu mínúturnar aftast á seinna myndbandið, en það eru einungis örfá lokaorð sem vantar þar upp á.
Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020