Hlutverk og þjónusta

Félag sjúkraþjálfara er fag- og stéttarfélag sjúkraþjálfara á Íslandi

Félagið skiptist  í fagdeild og kjaradeild og er miðað við að sjúkraþjálfarar séu aðilar að þeim báðum. Fagdeildaraðild eingöngu er fyrir sjúkraþjálfara sem af einhverjum ástæðum starfa við annað en sjúkraþjálfun og taka laun eftir öðrum samningum en félagið sér um en vilja engu að síður halda faglegri tengingu sinni við félagið.

Með aðild að fagdeild félagsins styrkir þú innviði alls starf sem eflir sjúkraþjálfun á Íslandi, ásamt því að hafa rétt til að sækja alla þá viðburði sem félagið stendur fyrir. Auk þess býðst þér að sækja námskeið fræðslunefndar félagsins á lægra gjaldi en utanfélagsmenn.

Kjaradeildin (stéttarfélagshluti félagins) sér um alla samningagerð fyrir hönd sjúkraþjálfara, bæði launþega og sjálfstætt starfandi. Kjaradeildin stendur vörð um þessa samninga sem og réttindi þeirra sem eru aðilar að þeim.

Félag sjúkraþjálfara er aðili að Bandalagi háskólamanna, BHM, www.bhm.is 

Félag sjúkraþjálfara er aðili að heimssambandi sjúkraþjálfara, World Confederation of Physical Therapy (WCPT),  www.wcpt.org  og Evrópudeild þess (ER-WCPT), http://www.erwcpt.eu

 WCPT hefur nýverið birt svokallaðan "country profile" aðildarfélaga sinna, hér er tengill á þann íslenska


Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020