Kjaramál

Kjaramálum Félags sjúkraþjálfara má skipta í tvennt.  Annars vegar eru kjaramál þeirra sem eru launþegar og hins vegar kjaramál þeirra sem eru verktakar eða sjálfstætt starfandi.

Kjaranefnd félagsins er skipuð ellefu félagsmönnum. Formaður félagsins er jafnframt formaður kjaranefndar. Í kjaranefnd sitja fimm úr röðum launþega og fimm úr röðum sjálfstætt starfandi. Kjaranefnd skipar samninganefndir eftir þörfum.

Samninganefnd launþega semur um kaup og kjör fyrir
félagsmenn og þar eru helstu viðsemjendur:

1.       Samninganefnd ríkisins f.h. Ríkissjóðs
2.       Samninganefnd Reykjavíkurborgar
3.       Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
4.       Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
5.       Samtök atvinnulífsins


Þar fyrir utan kemur samninganefndin að gerð stofnanasamninga við fjölmargar stofnanir innan ríkisgeirans og sjálfseignarstofnana.

Í samninganefnd launþega eru:

Gunnlaugur Már Briem, formaður FS
Halldóra Eyjólfsdóttir 
Guðjón Gunnarsson
Guðrún Día Hjaltested
Heidi Andersen
Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir

Varafulltrúar eru Ásta Kristín Gunnarsdóttir og Magnea Heiður Unnarsdóttir

Samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara semur  við Sjúkratryggingar Íslands um þau kjör og starfsskilyrði sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar um allt land vinna eftir.

Í samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara eru:

Gunnlaugur Már Briem, formaður FS
Auður Ólafsdóttir
Haraldur Sæmundsson, formaður nefndarinnar
Róbert Magnússon
Jakobína Edda Sigðurðardóttir
Valgeir Viðarsson

Varafulltrúi er Sigurvin Ingi Árnason

Stjórn FS skipar samráðsnefnd FS og SÍ. 

Hér til  hliðar eru síður með hinum ýmsu gildandi samningum og launatöflum.
Auk þess eru upplýsingar fyrir launagreiðendur.


Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020