Félög, hópar og deildir
Innan Félags sjúkraþjálfara eru starfrækt landshlutafélög, þrjú undirfélög og öflugir faghópar um mismunandi sérgreinar í sjúkraþjálfun
Landshlutafélög
Tvær landshlutadeildir eru innan FS, Norðurlandsdeild og Austurlandsdeild. Deildirnar setja sér starfsreglur og eru meginmarkmið þeirra að stuðla að nánari tengslum við aðra félagsmenn FS og stuðla að aukinni fræðslu fyrir sína félagsmenn með námskeiðum og fyrirlestrum. Ekki er hægt að vera félagi í landshlutadeildum nema vera félagsmaður í FS.
Austurlandsdeild
Jóna Lind Sævarsdóttir, formaður
Hrefna Eyþórsdóttir, gjaldkeri
Þóra Elín Einarsdóttir, ritari
Varamenn eru aðrir sem búa á Norðfirði.
Austurlandsdeild Félags sjúkraþjálfara (A - FS).
Austurlandsdeild Félags sjúkraþjálfara telur um 14 félaga. Nú eru starfandi sjúkraþjálfarar á Höfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupsstað.
Markmið Austurlandsdeildar (A - FS).
1. Stuðla að nánari tengslum félagsmanna á Austurlandi og annara félaga í FS.
2. Að auka fræðslustarfsemi á svæðinu með námskeiðshaldi, fyrirlestrum o.fl.
3. Stjórn deildarinnar sé málsvari sjúkraþjálfara í AFS í samskiptum við stjórn og nefndir FS og á opinberum vettvangi.
4. Jafna aðstöðu félagsmanna í FS.
Starfsreglur A - FS.
1. Halda skal aðalfund einu sinni á ári og skal sá fundur helst vera að hausti til og almennan félagsfund eigi síðar en einum mánuði eftir aðalfund FS.
2. Aðalfundur velur 4 manna stjórn og fræðslufulltrúa til eins árs.
3. Stjórn deildarinnar skal helst funda á tveggja mánaða fresti.
Norðurlandsdeild
Á aðalfundi norðurlandsdeildarinnar 2023 var ákveðið að starfstöðvar á Norðurlandi skiptist á að sitja í stjórn deildarinnar milli ára.
Starfsárið 2023-2024 er það Bjarg Endurhæfing sem sér um að manna stjórn Norðurlandsdeildar FS.
Stjórnina skipa Þórdís Úlfarsdóttir, María Magnúsdóttir og Atli Friðbergsson sjúkraþjálfarar á Bjargi.
Bjarg Endurhæfing
S. 462-6888
(thordis@bjarg.is, maria@bjarg.is, atli@bjarg.is)
Markmið Norðurlandsdeildar FS (N-FS)
Markmið N-FS
1. Að stuðla að nánari tengslum félagsmanna Norðurlandi og við félagsmenn FS á öðrum svæðum
2. Að stuðla að aukinni þekkingu félagsmanna með öflugu fræðslustarfi, svo sem námskeiðahaldi, fyrirlestrum o.fl.
3. Að koma fram fyrir hönd sjúkraþjálfara í Norðurlandsdeildinni í samskiptum við stjórn FS, fræðslunefnd, á aðalfundi og á opinberum vettvangi t.d. í formi ályktana eða samþykkta.
4. Að efla stéttarvitund félagsmanna.
5. Að jafna aðstöðu félagsmanna FS eins og frekast er unnt.
Starfsreglur N-FS
1. Kjósa skal 4 manna framkvæmdanefnd til 2 ára í senn, á fundi sem halda skal eigi síðar en einum mánuði eftir aðalfund FS. Helmingur nefndar lætur af störfum í einu. Að auki skal kjósa 2 varamenn til tveggja ára í senn. Varamenn eru kallaðir til eftir þörfum hverju sinni.
2. Hlutverk framkvæmdanefndar er að annast samskipti við FS og aðra aðila út á við.
3. Framkvæmdanefnd skal stuðla að sem mestu framboði á fræðsluefni í samráði við félagsmenn Norðurlandsdeildarinnar og sækja um fjárhagslegan stuðning til stjórnar FS til að standa undir umframkostnaði miðað við höfuðborgarsvæðið.
Samþykkt á aðalfundi N-FÍSÞ 20. mars 2012, breyttar v/nafnbreytingar félags í Félag sjúkraþjálfara, FS, 2013.
Undirfélög Félags sjúkraþjálfara
Innan félagsins eru þrjú undirfélög en ekki er hægt að vera félagi í undirfélögum nema vera félagsmaður í fagdeild FS.
Félag MT sjúkraþjálfara (Manual Therapy)
Stjórn Félags MT sjúkraþjálfara:
Guðný Björg Björnsdóttir, formaður 1
Vs: 520-0120
Netfang: gudny@sjukratjalfun.is
Halldór Víglundsson, formaður 2
Vs: 565-6970
Netfang: doriviglunds@gmail.is
Gísli Sigurðsson, gjaldkeri
Vs: 445-4404, gsm 699 0224
Netfang: gisli@klinik.is
Aðrir félagsmenn Félags MT sjúkraþjálfara:
Ágúst Jörgensson, Stjá, www.stja.is
Elías Jörundur Friðriksson, Vestmannaeyjar, s.862-1363
Elísabet Birgisdóttir, Atlas endurhæfing, www.atlasendurhaefing.is
Elísabet S. Kristjánsdóttir, Sjúkraþjálfun Georgs, s.431-4422
Guðmundur Rafn Svansson, Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, s.567-8577
Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, s.567-8577
Guðný Lilja Oddsdóttir, Sjúkraþjálfun Kópavogs, www.sjk.is
Gunnar Svanbergsson, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, www.srg.is
Gunnhildur Ottósdóttir, MT stofan sjúkraþjálfun, www.mtstofan.is
Halldór Víglundsson, Sjúkraþjálfun Garðabæjar, www.srg.is
Harpa Helgadóttir PhD í líf- og læknavísindum, www.bakleikfimi.is
Héðinn Svavarsson, Sjúkraþjálfunin Mjódd, www.sjukrathjalfuninmjodd.is
Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu, s.564-4067
Karólína Ólafsdóttir, Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu, s. 564-4067
Oddný Sigsteinsdóttir, MT stofan sjúkraþjálfun, www.mtstofan.is
Unnur Hjaltadóttir, Reykjalundi, s.585-2000
Heimasíða MT-félaga á alþjóðavísu: www.ifompt.com
Manual Therapy
Manual Therapy (MT) er ein sérgreina sjúkraþjálfunar. Rannsóknir og klínísk reynsla hafa sýnt að Manual Therapy er mjög árangursrík meðferð við einkennum frá stoðkerfi líkamans. Má þar nefna höfuðverk, háls- og bakverk(brjósklos, þursabit, hálsríg), axlarklemmu, taugaklemmu,tennis- og golfolnboga, sinaskeiðabólgu auk ýmissa gigtareinkenna.
Sérkenni Manual Therapy eru fyrst og fremst fólgin í því að lögð er áhersla á nákvæma greiningu á eðli og staðsetningu kvillans. Ítarleg þekking á uppbyggingu og starfsemi líkamans og skoðunarhæfni MT sjúkraþjálfarans vinna saman að greiningu, sem leiða til hnitmiðaðrar meðferðar.
Greiningin
Í Manual Therapy er greiningin aðalatriðið. MT sjúkraþjálfarinn metur hvort til staðar séu hreyfitruflanir sem geta valdið einkennum. Ástand liða, mjúkvefja og taugavefs er metið. Aðrar rannsóknir eru hafðar til hliðsjónar, svo sem röntgen, segulómun og blóðprufur.
Meðferðin
Meðferðin beinist að því að minnka verki, liðka stirð líkamssvæði og styrkj svæði sem eru ofhreyfanleg. Einnig að bæta stjórn og samhæfingu hreyfinga og leiðrétta líkamsskekkjur.
Helstu meðferðarform eru
-sérhæfðar hreyfiaðferðir til liðlosunar eða sem verkjameðferð
-sértæk styrktar- og stöðugleikaþjálfun
-hnykkingar
-togaðferðir
-nudd og ýmsar vöðvaslökunaraðferðir
-vöðvateygjur-aðferðir til að minnka ertingu og auka hreyfanleika taugavefs
-fræðsla
-fyrirbyggjandi aðferðir
Námið
Nám í Manual Therapy þarf að sækja í háskóla erlendis sem bjóða upp á viðurkennt nám samkvæmt staðli alþjóðasamtaka sjúkraþjálfara, WCPT. Skilyrði fyrir inngöngu er að sjúkraþjálfarinn hafi unnið að minnsta kosti í 2 ár að loknu 4 ára háskólanámi í sjúkraþjálfun. Námið skiptist í fræðilegan, verklegan og klínískan hluta. Áherslan í náminu er á greiningu og meðferð stoðkerfis. Náminu lýkur með skriflegum og verklegum prófum, ásamt rannsóknarverkefni.
Félag MT sjúkraþjálfara
MT sjúkraþjálfarar stofnuðu félag þann 16. mars 1994 og er það undirfélag í Félagi sjúkraþjálfara (FS) frá 12. apríl 1995. Markmið Félags MT sjúkraþjálfara er að stuðla að faglegri þjónustu við skjólstæðinga ásamt því að vinna að hagsmunum félagsmanna. Félagið er aðili að alþjóðasamtökum sjúkraþjálfara með sérgrein í Manual Therapy (IFOMPT).
Sérfræðileyfi í Manual Therapy
Samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytis frá árinu 2002 geta MT sjúkraþjálfarar öðlast sérfræðiviðurkenningu, sem veitt er af Landlækni. Til að öðlast slíka viðurkenningu þarf viðkomandi MT sjúkraþjálfari að hafa lokið klínísku meistara- eða doktorsnámi og starfað í 2 ár á sínu sérsviði.
Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ)
Stjórn FSÖ skipa:
Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, formaður
Netfang: hilduralla@gmail.com
Guðrún Gestsdóttir, ritari
Netfang: gudrung@grund.is
Svandís Björk Guðmundsdóttir, gjaldkeri
Netfang: svandis.bjork.gudmundsdottir@reykjavik.is
Lög Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu má sjá undir flipanum “ Lög og reglur”.
Fagleg markmið félagsins eru:
• Að stuðla að fræðslu og forvarnarstarfi fyrir aldraða
• Að stuðla að framhaldsmenntun og rannsóknum í sjúkraþjálfun aldraðra
• Að efla samskipti við hliðstæð félög erlendis
Félagsleg markmið félagsins:
•Að efla samskipti milli sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu víðsvegar um landið
Félagið hefur hefur staðið að gerð kennsluefnis og gefið út fræðslubæklinga og veggspjöld um gildi hreyfingar, varnir gegn byltum og heilabilun. Nýlega er einnig lokið við að þýða formlega EMS - Elderly Mobility Scale, sem er færnimælitæki fyrir veiburða aldraða og er í mælitækjabankanum. Umsjónarmenn þess verkefnis voru Jón Þór Brandsson og Jóhanna Marin Jónsdóttir.
Nefna má að Ella Kolla Kristinsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir hafa gefið út fræðslumyndband um jafnvægisþjálfun og byltuvarnir, "Í jafnvægi" (sem nálgast má á skrifstofu félagsins), en líta má á það sem ákveðið framhald af fyrri verkefnum.
Þörf er á að þýða formlega fleiri matstæki sem nýtast í öldrunarþjónustu. Þar sem FSÖ á sjóð sem lifði kreppuna af er félagið tilbúið að veita styrk þeim sem koma með góðar hugmyndir í þeim efnum.
FSÖ var eitt af stofnaðilum IPTOP (International Association of Physical Therapists Working with Older People) sem stofnað var á heimsþingi sjúkraþjúkraþjálfara WCPT (World Confederation for Physical Therapy) í Barcelona í júní 2003.
Merki IPTOP var hannað af Þórunni B Björnsdóttur sjúkraþjálfara.
FSÖ er einnig í sambandi við sambærileg félög í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Yfir vetrartímann er skipulögð dagskrá með fyrirlestrum og fræðslu ýmiskonar fyrir félagsmenn. Farnar eru ferðir til að kynnast margskonar starfsemi í öldrunarþjónustu víðs vegar um landið. Þetta er kjörinn vettvangur til að fræðast og kynnast betur innbyrðis.
Löggiltir sjúkraþjálfarar innan FS geta orðið félagar. Félagsgjald er mjög hófstillt og ætti ekki að vera fyrirstaða fyrir áhugasama, en þeim er bent á að snúa sér til stjórnar FSÖ.
Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH)
Stjórn kosin á aðalfundi FSSH 27. september 2022:
Sigrún Vala Björnsdóttir, formaður
sigrunvala@heilsustofnun.is
Arnbjörg Guðmundsdóttir, ritari
arnbjorg@reykjalundur.is
Hafdís Ólafsdóttir, gjaldkeri
hafdis@vortex.is
Hulda B. Hákonardóttir, meðstjórnandi
hulda.b.h@gmail.com
Sigrún Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
Kristín Rós Óladóttir, varastjórn
kristin@sjukak.is
Lög Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu
Faghópar Félags sjúkraþjálfara
Athugið að til að geta tekið þátt í starfi faghópa þarf viðkomandi að vera skráður í fagdeild félagsins.
Faghópur um sjúkraþjálfun barna
Agnes Erlingsdóttir, sjþj. á Landspítala
Netfang: agneser@landspitali.is
Jóna Guðný Arthúrsdóttir, sjþj. hjá Æfingastöðinni (SLF)
Netfang: jonaa@slf.is
Faghópur um sjúkraþjálfun barna er opinn og óformlegur hópur. Markmið hópsins er að efla fagmennsku sjúkraþjálfara sem vinna með börn og bæta þjónustu við börn sem þurfa á fjölþættri þjálfun að halda. Leitast er við að bæta samvinnu sjúkraþjálfara og að efla samstarf sjúkraþjálfara og annarra fagstétta. Faghópurinn stuðlar að leiðum til heildrænnar meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við forráðamenn, aðrar fagstéttir og yfirvöld.
Faghópurinn skipuleggur fræðslufundi og heldur námskeið. Fræðslufundir eru að jafnaði 4-5 á tímabilinu september til maí. Fundir eru auglýstir á vef FS og fundarboð sent í tölvupósti til áhugasamra sjúkraþjálfara sem geta skráð sig á póstlista hjá stjórnendum Faghópsins.
Faghópur um íþróttasjúkraþjálfun
Helgi Þór Arason, Sjúkraþjálfarinn
Vs: 564-4067
Netfang: helgi@sjukrathjalfarinn.is
Einar Óli Þorvarðarson, Atlas endurhæfing
Netfang: einaroli@atlasendurhaefing.is
Ísak Guðmann, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur
Netfang: isgud@hotmail.com
Faghópur um lungnasjúkraþjálfun
Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjþj Kristnes og dósent við HA
Vs. 463-0369
Netfang: ragnheidurha@sak.is
Ásdís Kristjánsdóttir
Jóhanna M. Konráðsdóttir
Markmið faghóps í lungnasjúkraþjálfun:
1. Að efla tengsl sjúkraþjálfara á Íslandi, sem vinna með öndunarfærasjúkdóma og öndunarvandamál sem tengjast ýmsum sjúkdómum, til þess að:
- Tryggja gæði þjónustunnar
- Innleiða gagnreyndar nýjungar
- Stuðla að fræðslufundum og námskeiðshaldi um lungnasjúkraþjálfun. Stefnt skal að því að halda a.m.k. einn fræðslufund á ári
- Hvetja til rannsókna á þessu sérsviði
- Efla hag lungnasjúkraþjálfunar sem og skjólstæðinga okkar bæði innan heilbrigðisþjónustunnar og í þjóðfélaginu
- Auka áhuga á lungnasjúkraþjálfun meðal nema í sjúkraþjálfun
2. Hlutverk faghópsins er ennfremur að:
- Vera ráðgefandi um lungnasjúkraþjálfun á Íslandi
- Efla samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir á sama sviði, s.s. Félag íslenskra lungnalækna og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, sem og sjúklingasamtök
- Sinna samskiptum og samstarfi við samsvarandi faghópa sjúkraþjálfara á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi
3. Faghópinn leiðir hverju sinni þriggja manna stýrihópur sem valinn er til tveggja ára í senn á þeim fundi ársins sem haldinn er næstur aðalfundi félagsins. Stýrihópur velur innan sinna raða tengilið hópsins.
Faghópur um meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun
Matja Dise M. Steen er tengiliður hópsins
Tölvupóstur: matjasteen@yahoo.com
Aðalmarkmið hópsins er að koma á fót vettvangi fyrir sjúkraþjálfara innan geirans til að hittast, skiptast á skoðunum og dýpka skilning okkar á sjúkraþjálfun fyrir þennan hóp.
Faghópur um taugasjúkraþjálfun
Sif Gylfadóttir, sjþj á Reykjalundi
Vs. 585-2162
Netfang: sif@haefi.is
G. Þóra Andrésdóttir sjþj á LSH í Fossvogi
Netfang: gthora@landspitali.is
Belinda Davíðsdóttir Chenery, sjþj Bata
Netfang: belinda@styrkurehf.is
Saga hópsins:
Áhugahópur um taugasjúkraþjálfun var stofnaður fyrir meira en 20 árum síðan en fundir lögðust af um nokkurra ára skeið. Í mars árið 2009 drifum við í að endurvekja starfsemi hópsins og var fyrsti fundur haldinn 5. mars 2009 í húsi ÍSÍ í Laugardalnum. Átta sjúkraþjálfarar mættu á fyrsta fundinn og skráðu fimm aðrir sig inn á netfangalistann. Ljóst er því að mikill áhugi er fyrir samstarfi og vangaveltum um sjúkraþjálfun einstaklinga með taugasjúkdóma eða einkenni frá miðtaugakerfi. Markmið áhugahópsins voru sett fram á fyrsta fundi og verkefni næstu funda ákveðin. Annar fundur var haldinn 29. maí 2009 og þeir hafa verið haldnir af og til síðan.
Markmið hópsins:
1. Skoða viðmiðanir og vinnu annarra faghópa og grafa upp markmið sem voru sett fram við fyrstu stofnun faghóps í taugasjúkraþjálfun fyrir uþb 15 árum síðan.
2. Miðla upplýsingum um ráðstefnur, fyrirlestra, námskeið, greinar og annað tengt
3. Samræma notkun mælitækja og miðla þekkingu á mælitækjum, rannsóknum og praktiskum þáttum
4. Rökræða og rýna í rannsóknir og framþróun í faginu
5. Koma upp hópnetfangalista sjúkraþjálfara sem hafa áhuga á taugasjúkraþjálfun
6. Mögulega að fara saman á ráðstefnu erlendis
Fyrsta verkefni á öðrum fundi hópsins var að fara yfir skilgreind mælitæki sem notuð eru í sjúkraþjálfun með það að leiðarljósi að samræma vinnu við notkun þeirra, auka áreiðanleika og réttmæti. Þau mælitæki sem voru rædd á fundinum voru: Timed Up and Go, 6mínútna göngupróf, Frenchay activity index, Functional gait assessment, Berg balance scale, Standing balance assessment, og nokkur fleiri próf voru rædd lítillega. Mikil þörf er á að fara yfir mælitækin því fram kom að í sumum tilvikum er ekki verið að nota sömu útgáfu, og leiðbeiningar og framkvæmd misjöfn. Mikið verk er því óunnið á þessum vettvangi.
......
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í áhugahópi um taugasjúkraþjálfun og vera á netfangalista hópsins er bent á að senda tölvupóst á Sif sjúkraþjálfara á netfangið: sifg@reykjalundur.is
Faghópur um hjartaendurhæfingu
Sólrún Jónsdóttir, sjþj Reykjalundi
Vs. 585 2000.
Netfang: solrun@reykjalundur.is
Faghópur um hjartasjúkraþjálfun.
Saga hópsins, hlutverk hans og meginmarkmið:
Á árununum 1995-7 var stofnað Félag fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu. Það var gert í tengslum við undirbúning norrænnar ráðstefnunu um hjartaendurhæfingu, The VIth Nordic Congress on Cardiac Rehabilitation, sem haldin var í Reykjavík árið 2002. Að þeirri ráðstefnu lokinni lagðist þetta félag í dvala en stofnaðir voru faghópar um hjartasjúkraþjálfun annars vegar og lungnasjúkraþjálfun hins vegar.
Hlutverk Faghóps um hjartasjúkraþjálfun og meginmarkmið er að vera vettvangur skoðanaskipta um hjartasjúkraþjálfun og hjartaendurhæfingu og stuðla að fræðslu og aukinni fagmennsku á því sviði.
Auk framangreindrar norrænnar ráðstefnu hafa tvö stór námskeið / málþing verið haldin um hjartaendurhæfingu hér á landi á undanförnum árum. Fyrst skal nefna námskeið um Meðferð og endurhæfingu sjúklinga með hjartabilun sem haldið var árið 2000 og svo Málþing um hjartaendurhæfingu sem haldið var í tengslum við Læknadaga árið 2008, þar sem nokkrir af fremstu fræðimönnum í Evrópu á sviði hjartaendurhæfingar komu og héldu erindi.
Nefna skal tvær erlendar ráðstefnur, aðgengilegar okkur hér á landi, sem eru stór faglegur vettvangur á sviði hjartaendurhæfingar og forvarna. Þær eru annars vegar á vegum evrópsku hjartasamtakanna, European Society of Cardiology (ESC) og heitir EuroPRevent http://escardio.org/Congresses-&-Events/Upcoming-congresses/EuroPRevent/EuroPRevent og er haldin árlega. Hins vegar árleg ráðstefna á vegum bandarísku samtakanna American Association of Cardiopulmonary Rehabilitation https://www.aacvpr.org/Events-Education/Annual-Meeting .
Á vegum þessara samtaka er einnig boðið upp á margs konar fræðslu sem vert er að skoða. Upplýsingar um fræðsluna má finna á heimasíðum samtakanna www.escardio.org og www.aacvpr.org
Faghópurinn er opinn og formlega til. Tengiliðir eru Sólrún Jónsdóttir og Ragnheiður Lýðsdóttir sjúkraþjálfarar á hjartasviði Reykjalundar. Hafa má samband við þær á netföngin solrun@reykjalundur.is og ragnlyds@reykjalundur.is Einnig er hópurinn með síðu á Facebook undir heitinu Faghópur um hjartaendurhæfingu sem getur vonandi einnig orðið vettvandur faglegra skoðanaskipta á þessu sviði.
Faghópur um endurhæfingu krabbameinsgreindra og meðferð við sogæðabjúg
Forsvarsmenn hópsins, sem stofnaður var í núverandi mynd þann 24. september 2015:
Ása Dagný Gunnarsdóttir, Landspítala
Netfang: asagun@landspitali.is
G. Haukur Guðmundsson, Ljósinu
Netfang: haukur@ljosid.is
Kolbrún Viðarsdóttir, Ljósinu og Sjúkraþjálfunarstöðin Þverholti
Margrét Indriðadóttir, Ljósinu
Marjolein Roodbergen, Bata og LSH
Faghópur um sogæðameðferð var stofnaður 13.03.2004. Markmið faghópsins er að efla þessa meðferð innan sjúkraþjálfunar með greinaskrifum og kynningu, stuðla að því að boðið sé upp á námskeið hérlendis reglulega, styðja við bakið á þeim sem þegar hafa sótt námskeið þessu tengd hérlendis og hafa áhuga á eða eru að veita þessa meðferð og reyna að halda hópnum saman.
Faghópurinn var útvíkkaður í "Faghóp um endurhæfingu krabbameinsgreindra og meðferð við sogæðabjúg" á endurnýjuðum stofnfundi, þann 24. sept 2015.
Faghópur um heimasjúkraþjálfun
Rannveig Einarsdóttir Arnar
Heimasjúkraþjálfun, félag heimasjúkraþjálfara
S: 860-4060
Áslaug Aðalsteinsdóttir
Heimasjúkraþjálfun, félag heimasjúkraþjálfara
S: 863-3732
Faghópur um heimasjúkraþjálfun er opinn og óformlegur hópur. Markmið hópsins er að efla faglega hæfni sjúkraþjálfara sem fara í heimahús og huga að sérstöðu hvað varðar þessa starfsemi. Einnig skal stefnt að því að að koma á fót vettvangi fyrir sjúkraþjálfara innan geirans til að hittast, skiptast á skoðunum og dýpka skilning okkar á sjúkraþjálfun, sem fer fram á heimilum fólks.
Faghópur um sjúkraþjálfun á hestbaki
Guðbjörg Eggertsdóttir
Vs. 535-0900.
Netfang: gudbjorg@slf.is
Þorbjörg Guðlaugsdóttir
Netfang: thorbjorg@slf.is
Stofnfundur faghóps um sjúkraþjálfun á hestbaki var haldinn þann 9. september 2009 og fékk hann nafnið Sprettur. Stofnendur faghópsins eru:
Anna Rappich
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Guðbjörg Eggertsdóttir
Hanna Marteinsdóttir
Heidi Andersen
Marrit Meintema
Melanie Hallbach
Sveinn Torfason
Þorbjörg Guðlaugsdóttir
Markmið faghóps um sjúkraþjálfun á hestbaki
1. Að efla tengsl sjúkraþjálfara á Íslandi, sem vinna með sjúkraþjálfun á hestbaki, til þess að:
- Tryggja gæði þjónustunnar
- Innleiða gagnreyndar nýjungar
- Stuðla að fræðslufundum og námskeiðshaldi um sjúkraþjálfun á hestbaki. Stefnt skal að því að halda a.m.k. einn fræðslufund á ári
- Hvetja til rannsókna á þessu sérsviði
- Auka áhuga á sjúkraþjálfun á hestbaki meðal nema í sjúkraþjálfun
2. Hlutverk faghópsins er ennfremur að:
- Vera ráðgefandi um sjúkraþjálfun á hestbaki á Íslandi
- Efla samstarf við aðrar starfsstéttir sem starfa á sama sviði, s.s reiðkennara, þroskaþjálfa og geðhjúkrunarfræðinga.
- Sinna samskiptum og samstarfi við samsvarandi faghópa sjúkraþjálfara á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi
3. Faghópinn leiðir hverju sinni þriggja manna stýrihópur sem valinn er til tveggja ára í senn á þeim fundi ársins sem haldinn er næstur aðalfundi félagsins. Stýrihópur velur innan sinna raða tengilið hópsins.