BHM og sjóðir
Félag sjúkraþjálfara er aðili að Bandalagi háskólamanna. Félagsmenn eiga því aðild að eftirtöldum sjóðum með greiðslu félagsgjalds. Sjóðsaðildin getur verið mismunandi eftir starfsvettvangi og er að sjálfsögðu háð því að greitt sé fyrir félagsmanninn í viðkomandi sjóð.
Þessir sjóðir eru:
- Sjúkrasjóður fyrir félagsmenn sem starfa á almenum markaði.
- Styrktarsjóður fyrir félagsmenn á opinberum vinnumarkaði sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.
- Orlofssjóður fyrir félagsmenn almennt.
- Starfsmenntunarsjóður fyrir félagsmenn almennt.
- Starfsþróunarsetur háskólamanna fyrir einstaklinga, stofnanir, stéttarfélög og samningsaðila.
- VIRK starfsendurhæfing fyrir félagsmenn sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020