Dagur sjúkraþjálfunar

Dagur sjúkraþjálfunar er árleg fagráðstefna sjúkraþjálfara á íslandi.

Dagurinn rekur sögu sína til ársins 2005 þegar ákveðið var að vinna að sýnileika stéttarinnar og samstöðu félagsmanna. Þetta ár var fyrsta framkvæmdanefnd um Dag Sjúkraþjálfunar skipuð


Ætlunin var að hrinda í framkvæmd árlegu viðburðaverkefni innan félagsins sem kallaðist 

Dagurinn hefur nú fest sig í sessi sem ein af helstu dagsetningunum ársins 

hjá íslenskum sjúkraþjálfurum sem hafa fjölmennt á daginn frá upphafi. Dagurinn er nú haldinn í Smárabíó í annað skipti eftir að fjöldi ráðstefnugesta sprendi aðstöðuna á Hilton Hóteli utan af sér.

Dagurinn hefur verið vel sóttur og hafa sjúkraþjálfarar allstaðar af af landinu komið og kynnt rannsóknar- og hugðarefni sín, auk þess sem fulltrúar annarra fagstétta hafa kynnt efni sem eiga snertifleti við starf sjúkraþjálfara. Venjan hefur verið að fá erlendan aðalfyrirlesara á daginn.

Dagur Sjúkraþjálfara er ómissandi hlekkur í félagslegu og faglegu starfi sjúkraþjálfara á Íslandi. 

280208058_500182191580802_4688666054313829773_n Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020

Dagur Sjúkraþjálfunar 2023

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn 10. mars næstkomandi í Smárabíó.
Skráning er hafin og fer fram á heimasíðu komum

Aðalfyrirlesarar dagsins eru að þessu sinni þrír: Pernille Thomsen fjallar um streitu og sjúkraþjálfun, Guðmundur Felix Grétarsson fjallar um endurhæfinguna eftir að fá grædda á sig tvo handleggi við öxl, og Þorsteinn Guðmundsson segir okkur frá húmor í endurhæfingu.

Tvær málstofur eru á deginum; Önnur þeirra um aðgengi og áskoranir í sjúkraþjálfun og hin um endurhæfingu eftir höfuðhögg. 

1_16757069502682_1675763341673Dagur sjúkraþjálfunar 2020


Dagur sjúkraþjálfunar 2020: deginum var aflýst 

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn í 14. sinn þann 20. mars n.k. Í tilefni af 80 ára afmæli FS verður dagurinn með örlítið breyttu sniði á þann hátt að boðað er til kvöldhittings í framhaldi af deginum.

Skráning: https://events.artegis.com/event/DS%202020

Dagskráin hefst á Hilton kl 8.00 að vanda og er full af spennandi erindum sem tengjast öllum sviðum sjúkraþjálfunar.

Aðalfyrirlesari er Mike Studer, sjúkraþjálfari. Hann er heimsþekktur sem klínískur sérfræðingur í taugafræði og hefur birt fjölmargar greinar, skrifað bókakafla og haldið fyrirlestra og námskeið víða um heim. Fyrirlestur hans mun fjalla um tvískipta athygli (dual-task), hreyfistjórn, hreyfinám og nýjungar í taugasjúkraþjálfun. Sjá nánar á http://mikestuder.com/event/the-latest-and-future-of-dual-task-testing-and-training/

Þorsteinn Guðmundsson, leikari, uppistandari og nemi í klínískri sálfræði verður með erindi sem hann kallar „Ég er mín eigin gamanmynd“ og mun hann m.a. fjalla um húmor, samskipti og streitu.

Lárus Jón Björnsson, sjúkraþjálfari ætlar að segja okkur frá Neðanbeltis-karlaheilsu og hann ætlar ekki að vera á alvarlegu nótunum.

Í hádeginu verða tengslahittingar og kynningar af ýmsu tagi auk þess sem boðið verður upp á verklega kynningu á Hreyfiflæði (fysio-flow).

Kynningar á rannsóknum verða á sínum stað og svo gefast tækifæri til að kynna sér vefjagigt, fjarsjúkraþjálfun eða ópíóíða.

Dagskránni lýkur með viðurkenningum og örléttum drykk um kl 17. Athugið að dregið verður úr veitingum í lok ráðstefnu, enda ætlum við öll að hittast aftur á Bryggjunni að vörmu spori.

Skráning er hafin á https://events.artegis.com/event/DS%202020

Kvölddagskrá í tilefni af 80 ára afmæli félagsins:

Um kl 20 hittumst við aftur á Bryggjunni, Brugghúsi á Grandanum. Í tilefni 80 ára afmælis mun afmælisbarnið bjóða upp á létta drykki frá kl 20 í ákveðinn tíma, en eftir það er barinn opinn. Boðið verður upp á skemmtiatriði, en minnt á að maður er manns gaman.

Ekki er nauðsynlegt að hafa verið á Degi sjúkraþjálfunar til að koma á þennan hitting, allir félagsmenn velkomnir.

Tekin hafa verið frá sæti í salnum fyrir sjúkraþjálfara sem vilja panta borð og hittast í mat fyrir viðburðinn. Tilvalið er fyrir árganga, vinnufélaga og aðra hópa að taka sig saman og nýta daginn til hins ítrasta. Hafið samband beint við Bryggjuna-Brugghús til að panta borð https://bryggjanbrugghus.is/is/ . Fyrstur kemur – fyrstur fær.

Framvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2020
Dagur sjúkraþjálfunar 2019

Að loknum Degi sjúkraþjálfunar 2019

Dagur sjúkraþjálfunar var haldinn föstudaginn 15. Mars sl á Hótel Nordica þar sem tæplega 300 sjúkraþjálfarar sóttu daginn.

Alma Dagbjört Möller landlæknir setti daginn og í kjölfarið kom Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur og fór yfir sálfræðilegu hliðina af því að lifa með þrálátum verkjum eftir hugmyndafræði ACT. Aðalræðukona dagsins var Graciela Rovner og var hún einnig með námskeið í framhaldi af deginum eins og tíðkast hefur. Í lok morgunsdagskráarinnar hélt Unnur Pétursdóttir, formaður FS, stutta tölu.

Í hádegi voru haldnir fjölmennir tengslahittingar annað árið í röð og svo tók við hefðbundin fræðileg dagskrá í 3 sölum. Að því loknu var aftur safnast saman og veittar viðurkenningar og þakkir.

Dagskrá 2019 

Sérfræðileyfi frá Landlækni á síðasta ári hlutu:

Anna Sólveig Smáradóttir - Taugasjúkraþjálfun
Elísabet Birgisdóttir – Greining og meðferð stoðkerfis „manual therapy“
Karólína Ólafsdóttir - Greining og meðferð stoðkerfis „manual therapy“
Kári Árnason – Stoðkerfissjúkraþjálfun - bæklun
Stefán Ólafsson – Íþróttasjúkraþjálfun

Valgeir Viðarsson – Íþróttasjúkraþjálfun

Styrki úr Vísindasjóði Félags sjúkraþjálfara hlutu:

Belinda Chenery

Áhrif raförvunar mænu á síspennu, verki og hreyfigetu einstaklinga sem hafa fengið heilaslag og búa heima: einliðavendisnið

Linda Björk Valbjörnsdóttir

Líkamsástand barna og unglinga á Sauðárkróki og í Varmahlíð fyrr og nú

Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir

Vestibular/Ocular Motor Screening (VOMS):

Þýðing á íslensku og prófun á réttmæti og áreiðanleika.

Belinda Chenery

Þýðing á matstæknu: High level mobility assessment tool HiMAT:

Þorgerður Sigurðardóttir

Þýðing á matstækinu: Pelvic girdle questionnaire- mjaðmagrindaspurningalisti

Hvatningaverðlaun félagsins hlutu að þessu sinni eftirtaldir aðilar:

Unga fólkið okkar – framtíð sjúkraþjálfunar

Fríða Brá Pálsdóttir
Stjórn Félags sjúkraþjálfara

G. Vilhjálmur Konráðsson
Kjaranefnd launþega

Steinunn S. Ólafardóttir
Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2018-2019

Þakkir til stjórnarmeðlima sem kvöddu á síðasta aðalfundi félagsins:
Helga Ágústsdóttir- Gjaldkeri FS og kjaranefnd launþega
Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfara

G. Haukur Guðmundsson- Ritari FS

Þakkir til kjaranefndarmeðlima sem kvöddu
Helga Ágústsdóttir

G. Þóra Andrésdóttir

Rúnar Marinó Ragnarsson

Eftir 25 ár í samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfa

Kristján Hjálmar Ragnarsson

Framkvæmdanefndin um Dag sjúkraþjálfunar var kölluð upp á svið og henni þökkuð góð störf. Nefndina skipuðu að þessu sinni þau:

Steinunn S. Ólafardóttir

Guðný Björg Björsdóttir

Jón Gunnar Þorsteinsson

Kolbrún Kristínardóttir

Kristinn Magnússon

Að þessu loknu tók við lokahóf, þar sem Sóli Hólm kom og kitlaði hláturtaugar viðstaddra yfir góðum veitingum.

Myndir frá deginum má sjá á facebook-síðu félagsins.

Tilkynning um Dag sjúkraþjálfunar 2019

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn föstudaginn 15. mars 2019. Að venju verður hann á Hilton Hótel Nordica við Suðurlandsbraut.
Aðalfyrirlesari dagsins verður Graciela Rovner, sem var einn fyrirlesara á ICPPMH2018 ráðstefnunni, esm haldin var á vegum félagsins í Reykjavík í apríl 2018. Nálgun hennar varðandi verki og verkjameðferð vakti mikla athygli og þótt ástæða til að fá hana aftur til að gefa félagsmönnum öllum kost á að hlýða á mál hennar.

https:// www.wcpt.org/congress/speakers/Graciela-Rovner

Nánri upplýsingar verða settar inn síðar.

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2019
Netfang nefndarinnar er: dagursjukra@gmail.com

Steinunn S. Ólafardóttir,  Heilsuborg
Guðný Björg Björnsdóttir, Hæfi
Jón Gunnar Þorsteinsson, Reykjalundur
Kristinn Magnússon, Ásmegin
Kolbrún Kristínardóttir, Æfingastöðin

Eins og í fyrra mun ráðstefnuskrifstofan Iceland Travel sjá um ytri umgjörð dagsins.
Sýnendum er bent á að snúa sér beint til þeirra, radstefnur@icelandtravel.is 
Fólk snúi sér þangað ef vantar upplýsingar um skráningu.

Opnað verður fyrir skráningu í byrjun febrúar.


Dagur sjúkraþjálfunar 2018


Að loknum Degi sjúkraþjálfunar 2018

Dagur sjúkraþjálfunar var haldinn föstudaginn 16. Mars sl á Hótel Nordica. Aðalræðumaður dagsins var Mark Comerford og var hann einnig með námskeið í framhaldi af deginum eins og tíðkast hefur.

Ríflega 330 sjúkraþjálfarar sóttu daginn að þesssu sinni, sem er yfir 50% íslenskra sjúkraþjálfara. Arna Harðardóttir stýrði morgundagskrá af snilld. Eftir erindi Comerford voru fjögur örerindi um hreyfingu sem meðferðarform og að lokum ræddi Unnur Pétursdóttir, formaður FS um framtíð sjúkraþjálfunar.

Í hádegi voru haldnir fjölmennir tengslahittingar og svo tók við hefðbundin fræðileg dagskrá í 3 sölum. Að því loknu var aftur safnast saman og veittar viðurkenningar og þakkir.

Sérfræðileyfi frá Landlækni á síðasta ári hlutu:

Berglind Helgadóttir - Heilsugæsla, heilsuefling og vinnuvernd
Kolbrún Vala Jónsdóttir - Íþróttasjúkraþjálfun
Marrit Meintema - Barnasjúkraþjálfun
Guðrún Gestsdóttir - Taugasjúkraþjálfun
Freyja Hálfdánardóttir - Stoðkerfissjúkraþjálfun – Bæklun

Styrki úr Vísindasjóði Félags sjúkraþjálfara hlutu:

Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir
Vestibular/Ocular Motor Screening - Hreyfiskimun á sjónræna hluta andarkerfis

Haukur Már Sveinsson
Kynbundinn munur í framkvæmd gabbhreyfinga og fallhoppa hjá ungum börnum og áhrif mjaðmarstyrks.

Steinunn A. Ólafsdóttir
Einkenni sjúklinga í kjölfar heilaslags sem búa í heimahúsum og þróun og prófun á ActivABLES til athafnamiðaðra heimaæfinga og heilsueflandi líkamsþjálfunar

Hvatningaverðlaun félagsins hlutu að þessu sinni eftirtaldir aðilar:

Gagnanefndin  - nefnd sem hefur haft veg og vanda af því að koma Gagna-samskiptakerfinu í gagnið.

Auður Ólafsdóttir
Haraldur Sæmundsson
Ragnar Friðbjarnarson

Brautryðjandinn  - fyrsti sjúkraþjálfarinn sem ráðinn er til heilsugæslu sem fyrsti móttökuaðili í heilbrigðiskerfinu

Þóra Elín Einarsdóttir – HSA


Þakkir til stjórnarmeðlima sem kvöddu á síðasta aðalfundi félagsins:
Veigur Sveinsson – varaformaður
Arna Steinarsdóttir - ritari

Eftir amk. 10 ár í kjaranefnd launþega
Arnbjörg Guðmundsdóttir

Framkvæmdanefndin var kölluð upp á svið og henni þökkuð góð störf. Nefndina skipuðu að þessu sinni þau:

Andri Helgason 
Helga Ágústsdóttir 
Steinunn S. Ólafardóttir

Að þessu loknu tók við lokahóf, þar sem Björn Bragi frá Mið-Íslandi kom og sagði vel valin orð og Óskar Einarsson, píanisti skapaði notalega stemningu.

Myndir frá deginum má sjá á facebook-síðu félagsins.


Tilkynning um dag sjúkraþjálfunar 2018

Dagur sjúkraþjálfunar  verður haldinn föstudaginn 16. mars 2018 á Hótel Nordica. Aðalræðumaður dagsins verður Mark Comerford, og verður hann með námskeið í framhaldi af deginum, eins og tíðkast hefur.

Skráning á Dag sjúkraþjálfunar 2018:
https://events.artegis.com/event/DS_2018
Dagskrá dagsins er birt á skráningarsíðunni.

Dagur sjúkraþjálfunar 2018 verður með örlitlu breyttu sniði að þessu sinni. Stærsta breytingin, sem þó lætur lítið yfir sér, er sú að við höfum nú fengið til liðs við okkur Iceland Travel ráðstefnuskrifstofuna til að aðstoða okkur varðandi utanumhald dagsins. Það hefur komið berlega í ljós á undaförnum árum að vinnan í kringum daginn hefur verið framkvæmdanefnd dagsins of íþyngjandi. Praktíska hluti hefur tekið óratíma að leysa og samskipti við bæði hótel og sýnendur verið afar tímafrek. Því tók stjórn FS þá ákvörðun að útvista þessum þáttum þannig að framkvæmdanefndin gæti einbeitt sér að því sem máli skiptir, að útbúa metnaðarfulla og faglega dagskrá.

Önnur breyting sem verður er að ráðstefnugjaldinu fylgir hádegismatur, þ.a. fólk þarf ekki lengur að fara úr húsi til að næra sig. Og í ríflegu hádegishléi verða einnig haldnar svokallaðir “tengsla-hittingar” (network-sessions) þar sem sjúkraþjálfarar úr sömu geirum en mismunandi vinnustöðum geta borið saman bækur sínar. Þessi breyting þýðir að hækka þarf ráðstefnugjaldið, en við bendum á að gjaldið er styrkhæft hjá bæði endurmenntunarsjóði BHM og starfsþróunarsetri háskólamanna og minnum á, að samt telst þetta afar ódýrt miðað við heils dags ráðstefnu.

Rétt er einnig að benda á að öllum þeim sem sækja daginn ber að skrá sig og greiða skráningargjald. Á það jafnt við um stjórn félagsins og formann, vísindanefnd dagsins, fyrirlesara og fundarstjóra.

Sjúkraþjálfurum utan af landi er bent á að ferða- og gistikostnaður er einnig styrkhæfur.

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2018:

Helga Ágústsdóttir, VIRK , gjaldkeri FS,  heilsujoga@gmail.com 
Andri Helgason, Gáski,  andri@gaski.is
Steinunn S. Ólafardóttir, Heilsuborg,  steinunnskr@gmail.com


Frá framkvæmdanefnd - dags. 29.11.2017

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2018 hefur ákveðið að framlengja frestinn til að senda inn óskir um erindi fyrir daginn, sem verður haldinn þann 16. mars næstkomandi. Nýr umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 6. desember.

Við viljum hvetja sem flesta til að senda inn óskir um að fá að halda erindi; þá sem hafa nýlokið BS-námi, mastersnámi, þá sem eru í eða hafa lokið doktorsnámi, sem og þá sem starfa við áhugaverð viðfangsefni. Einnig viljum við heyra frá ykkur ef þið getið bent á áhugaverða fyrirlesara.

Við vekjum athygli á því að dagurinn verður með örlítið breyttu sniði í ár, sem verður nánar auglýst síðar. Ein þessara nýjunga sem við munum kynna eru tengslamyndunarhópar (Networking- sessions) þar sem við munum stefna saman sjúkraþjálfurum sem starfa innan sama sviðs en á ólíkum starfsstöðum innan heilbrigðiskerfisins. Ef þið hafið óskir um umfjöllunarefni innan ákveðinna sviða, eru allar uppástungur vel þegnar.

Með von um jákvæð viðbrögð
Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2018
dagursjukra@gmail.comDagur sjúkraþjálfunar 2017


Að loknum Degi sjúkraþjálfunar 2017

IMG_6515Dagur sjúkraþjálfunar var haldinn þann 17. febrúar á Hótel Nordica í Reykjavík. Þátttaka var afar góð, rétt tæplega 300 sjúkraþjálfarar komi til að hlýða á góða fræðslu, ræða fagfélagsmál og svo bara sýna sig og sjá aðra. Aðalfyrirlesari dagsins var James Moore, yfirsjúkraþjálfari breska Ólympíuiðsins, sem hélt áhugaverða fyrirlestra annars vegar um undirbúning og ferð breska liðsins til Ríó sl. sumar og hins vegar um hamstringsvandamál.

Viðurkenningu fyrir sérfræðiréttindi fengu þær:

Eygló Traustadóttir – stoðkerfissjúkraþjálfun -bæklun
Aníta Sigurveig Pedersen – íþróttasjúkraþjálfun
Árný Lilja Árnadóttir – íþróttasjúkraþjálfun
Helena Magnúsdóttir – íþróttasjúkraþjálfun
Unnur Sædís Jónsdóttir - íþróttasjúkraþjálfun

Hvatningaverðlaunin að þessu sinni hlutu þau Rúnar Marinó Ragnarsson og Sólveig Steinþórsdóttir fyrir ótrúlega elju og vinnu í nefnd um mat á menntun, sem sett var á laggirnar vegna nýs menntunarákvæðis í samningi sjúkraþjálfara við SÍ.

Styrk úr Þýðingarsjóði Vísindasjóðs FS árið 2016 hlaut Anna Lára Ármannssdóttir vegna verkefnisins: Prosthetic Mobility Questionnaire - Hreyfifærni með stoðtæki

Sigurður Sölvi Svavarsson gengur úr stjórn FS eftir margra ára stjórnarsetu og þakkaði formaður honum farsælt samstarf.

Framkvæmdanefndin var kölluð upp á svið og henni þökkuð góð störf. Nefndina skipuðu að þessu sinni þau:

Andri Helgason
Helga Ágústsdóttir
Magnús Birkir Hilmarsson
Margrét Sigurðardóttir
Steinunn S. Kristjánsdóttir

 Í lok dagsins var kíkt í glas og haft í huga að „maður er manns gaman“.

 Fjölmargar myndir af Degi sjúkraþjálfara 2017 má finna á facebook síðu félagsins,

https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara/


Tilkynning um Dag sjúkraþjálfunar 2017

Dagur sjúkraþjálfunar  verður haldinn föstudaginn 17. febrúar 2017 á Hótel Nordica. Aðalfyrirlesari  dagsins verður James Moore, sem var aðal-sjúkraþjálfari Breta á Ólympíuleikunum í Ríó síðastliðið sumar. Hann mun halda fyrirlestur um fræðilegt efni en einnig fjalla um starf sitt í Ríó. Sjá:http://www.chhp.com/our-founders/james-moore

Í framhaldi verður Moore með tveggja daga námskeið, sem auglýst er í viðburðaskrá.

Dagskrá dagsins:

Dagskra-17-februar-2017 


Verð:

Félagsmenn FS: 13.500 kr 
Utan FS:  16.500 kr
Nemar í grunnnámi, heiðursfélagar, 65 og eldri, öryrkjar: 7.500 kr  
(Þessir síðastnefndu skrái sig með því að senda póst á dagursjukra@gmail.com)

Síðasti dagur til skráningar á þessu gjaldi er 9.febrúar 2017.

Þann 10. febrúar hækkar gjaldið og verður sem hér segir:

Félagsmenn FS: 16.500 kr
Utan FS: 18.500 kr
Nemar í grunnnámi, heiðursfélagar, 65 og eldri, öryrkjar: 16.500 kr og skrái sig í gegnum skráningarsíðuna eins og aðrir.  

 

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2017:

Margrét Sigurðardóttir   margret.sigurdardottir@hrafnista.is
Helga Ágústsdóttir   heilsujoga@gmail.com
Magnús Hilmarsson   magnushilmars@gmail.com
Andri Helgason
Steinunn S. Ólafardóttir


Dagur sjúkraþjálfunar 2016


Að loknum degi sjúkraþjálfunar árið 2016

Dagur sjúkraþjálfunar var haldinn þann 4. mars 2016 á Hótel Nordica í Reykjavík. Þátttaka var afar góð, um 350 sjúkraþjálfarar komi til að hlýða á góða fræðslu, ræða fagfélagsmál og svo bara sýna sig og sjá aðra. Aðalfyrirlesari dagsins var Dr. Jeremy Lewis, sem hélt áhugaverða fyrirlestra um öxl og verður að segjast að hann hristi vel upp í mannskapnum!

Viðurkenningu fyrir sérfræðiréttindi fékk Gunnar Svanbergsson fyrir sérfræðileyfi í MT-sjúkraþjálfun

Hvatningaverðlaunin að þessu sinni hlutu þau Sigrún Konráðsdóttir, formaður fræðslunefndar, Kristín Rós Óladóttir, formaður Norðurlandsdeildar FS og Sigurður Sölvi Svarvarsson, meðstjórnandi stjórnar og heimasíðugúru

Styrk úr Vísindasjóði FS árið 2016 hlaut Ólöf Ragna Ámundadóttir vegna rannsóknarverkefnisins:

Vakandi og virkur, í uppréttri stöðu í öndunarvél.
Klínísk rökhugsun sjúkraþjálfara við mobiliseringu á alvarlega veikum sjúklingi á gjörgæsludeild.

Styrk úr minningarsjóði Guðlaugar Pálsdóttur  árið 2016 hlutu þær Harpa Söring Ragnarsdóttir og Fríða Brá Pálsdóttir fyrir rannsókn sína:

Áreiðanleiki mælitækisins  hryggþrýsti- og hreyfingamælir, HÞH, ásamt könnun á stífni hryggjarliða í brjóstbaki og upplifun af þrýstingi frá tæki og höndum.

 Í lok dagsins var kíkt í glas og haft í huga að „maður er manns gaman“.


Tilkynning um Dag sjúkraþjálfunar árið 2016

Dagur sjúkraþjálfunar árið 2016 mun verða haldinn þann 4. mars 2016 á Hótel Nordica, Reykjavík. Aðalfyrirlesari verður Dr. Jeremy Lewis, sem einnig verður með námskeið í beinu framhaldi helgina 5.-6. mars (sjá námskeiðssíðu).

Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar árið 2016:

Ída Ómarsdóttir – almenn umsjón, samskipti við staðarhaldara  idabraga@lsh.is
Margrét Sigurðardóttir – almenn umsjón  margret.sigurdardottir@hrafnista.com 
Magnús Hilmarsson – innlendir fyrirlesarar  magnushilmars@gmail.com
Unnur Lilja Bjarnadóttir – veggspjöld  unnurl86@gmail.com
Andri Helgason - leiga á básum til fyrirtækja/kynningaraðila  andri@gaski.is 
Helga Ágústsdóttir – gjaldkeri FS – fjármál og tenging við stjórn FS heilsujoga@gmail.com

Sú nýjung er í ár að framkvæmdanefnd til aðstoðar við val á efni verður ráðgefandi vísindanefnd sem í sitja Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent við HÍ og Dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Kópavogs.

Þeir sem vilja kynna efni á deginum geta sent inn ágrip af því sem þeir hafa fram að færa. Munu þær Sólveig og Guðný fara yfir efnið og meta hvað sé heppilegt til fyrirlesturs og hvað fari betur að kynna sem veggspjald (athugið að framboð efnis og fjölbreytileiki getur haft áhrif á í hvorum flokknum ágripin lenda). Áhugasamir eru beðnir um að senda ágrip sín til Magnúsar Hilmarssonar (magnushilmars@gmail.com) fyrir 15. desember 2015.

Dagskra-4-mars-2016 

Agrip-erinda---Dagur-sjukrathjalfunar-2016

 


Dagur sjúkraþjálfunar 2015


Að loknum Degi sjúkraþjálfunar 2015

Frábærum Degi sjúkraþjálfunar og 75 ára afmælishátíð, sem haldinn var í Hörpu þann 6. mars sl. er lokið. Stjórn félagsins og framkvæmdanefnd eru þreytt en afar ánægð með daginn og himinlifandi yfir góðri þátttöku félagsmanna. Nýtt met var slegið en 380 sjúkraþjálfarar mættu til leiks. Fjöldinn allur tók virkan þátt með fyrirlestrum, fundarstjórn, fyrirspurnum, veggspjöldum, sögusýningu og tónlistarflutningi, og eru þeim öllum færðar okkar allra bestu þakkir.

Myndir af viðburðinum má sjá í myndasafni á facebook-síðu félagsins https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara

Aðalfyrirlesari dagsins var Dr. Susan Whitney og sérstakur gestafyrirlesari var Dr. Emma Stokes, varaforseti (og nú forseti) WCPT, heimssambands sjúkraþjálfara.

Viðurkenningar fyrir sérfræðiréttindi fengu þau:

Baldur Rúnarsson – sérfræðileyfi í íþróttasjúkraþjálfun
Halldór Víglundsson – sérfræðileyfi í greiningu og meðferð stoðkerfis, „Manual Therapy“
Unnur Árnadóttir – sérfræðileyfi í barnasjúkraþjálfun

Hvatningaverðlaunin að þessu sinni hlaut Arna Harðardóttir. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að hafa stigið út fyrir þægindaramma sjúkraþjálfunar og haslað sér völl á nútímasviði upplýsingartækni, þar sem kóðar og skráningar hlóma sem músík í eyrum og fyrir að hafa hvatt sjúkraþjálfara til að átta sig á mikilvægi þess að allt sem við gerum sé skilmerkilega fært til bókar.

Steinunn A. Ólafsdóttir, gjaldkeri stjórnar, lét af störfum og voru þökkuð vel unnin störf.


Úthlutun  styrkja úr Vísindasjóði árið 2015:
Björk Gunnarsdóttir 
Kolbrún Vala Jónsdóttir 
Marrit Meintema 
Nanna Guðný Sigurðardóttir 
Stefán Ólafsson

Styrkur úr minningarsjóði Guðlaugar Pálsdóttur
Hólmfríður H. Sigurðardóttir

Styrkur úr Þýðingarsjóði Félags sjúkraþjálfara
Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Björk Gunnarsdóttir og Áslaug Guðmundsdóttir


Heiðursfélagi ársins 2015:
Sigrún Knútsdóttir, fyrrum formaður FÍSÞ var gerð að heiðursfélaga félagsins.

Sigrún Knútsdóttir útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Statens Fysioterapiskole í Osló árið 1972. Hún hóf störf við Borgarspítalann strax eftir heimkomu og starfaði á Grensásdeild frá opnun hennar, árið 1973. Hún varð síðar yfirsjúkraþjálfari og hefur hún leitt starfsemina með gífurlega faglegum metnaði og rannsóknum svo eftir hefur verið tekið langt út fyrir landsteinana.  Þar hefur risið hæst starf hennar og rannsóknir í þágu mænuskaðaðra.

Innan  FÍSÞ hefur hún tekið þátt í nánast allri starfsemi félagsins, nefndum og ráðum, komið fram fyrir hönd sjúkraþjálfara á margvíslegum vettvangi að ógleymdu því að hún var formaður FÍSÞ á árunum 1995 – 2001.

Á erlendum vettvangi hefur hún verið fulltrúi okkar á aðalfundum heimssambandsins (WCPT) frá 1982 og fram yfir aldarmót auk þess sem hún var annar varaformaður stjórnar Evrópudeildar WCPT í 10 ár, frá árinu 1998-2008. Í maí 2010 hlaut hún heiðursviðurkenningur Evrópudeildarinnar fyrir ómetanleg störf fyrir sjúkraþjálfara í Evrópu og fyrir framlag hennar til endurhæfingar mænuskaðaðra.

 

Sögusýning: Nokkrar fjallhressar kjarnorkukonur settu saman sögusýningu í tilefni þess að þetta árið fögnum við 75 árum frá stofnun fyrsta félags sjúkraþjálfara á Íslandi.  Með Köllu Malmquist í broddi fylkingar drógu þær fram gömul tæki og tól, yngri sjúkraþjálfurum til undrunar (og kannski einhverjum eldri til upprifjunar). Myndir af sýningunni eru einnig í myndasafni dagsins á facebook-síðu félagsins.

 

Í lok dagsins var slegið upp skemmtun og tróð hljómsveitin „Baktal“ upp, en hana skipa sjúkraþjálfararnir: Gunnar Svanbergsson, Kári Árnason, Audrey Freyja Clarke og Gunnar Örn Ingólfsson (ásamt lánsmanni á trommur).  Formaður FS, Unnur Pétursdóttir slóst svo með í hópinn á flygilinn í síðustu lögunum.

 

Óhætt er að segja að hér hafi verið á ferð stærsta hátíð sjúkraþjálfara sem haldin hefur verið hér á landi, enda tilefnið ærið, eða 75 ára afmæli.

 

Öllum þeim fjölmörgu sem komu að framkvæmd dagsins með einum eða öðrum hætti eru færðar miklar og góðar þakkir, sem og öllum þeim 380 sjúkraþjálfurum sem lögðu daglegt amstur til hliðar, fræddust og fögnuðu þennan dag.


Kynning á Degi sjúkraþjálfunar  2015

Föstudaginn 6. mars 2015 mun Félag sjúkraþjálfara halda "Dag sjúkraþjálfunar" í Hörpu, Reykjavík. Dagskráin stendur yfir allan daginn, frá 8.30 – 18.00.

Dagskráin spannar vítt svið. Fjallað verður um jafnvægisþjálfun, myndgreiningar, "Fluguna", lífstílssjúkdóma, verkefni sjúkraþjálfara á kappleikjum, rætt verður um velferðartækni og krabbamein og margt fleira, og sýnir þetta mikla grósku í rannsóknum íslenskra sjúkraþjálfara.

Aðalfyrirlesari dagsins verður Dr. Susan Whitney, sem mun halda fyrirlestur um “Balance rehabilitation”. Í framhaldi af Degi sjúkraþjálfunar verður Dr. Susan Whitney með tveggja daga námskeið fyrir sjúkraþjálfara, sem nefnist: „Dizziness and balance dysfunction“.

Sérstakur gestur dagsins verður Dr. Emma Stokes, varaforseti heimssambands sjúkraþjálfara (WCPT) og tilvonandi forseti þess. Hún kemur í tilefni af því að 75 ár eru frá stofnun fyrsta Félags sjúkraþjálfara á Íslandi og ætlar hún að fagna þessum tímamótum með íslenskum sjúkraþjálfurum. 

Dagur sjúkraþjálfunar hefur verið árlegur viðburður hjá sjúkraþjálfurum síðastliðin ár og sækir hann stærsti hluti stéttarinnar ár hvert. Við vonumst til að sjá sem allra flesta sjúkraþjálfara í ár og minnum á að dagurinn endar sem 75 ára afmælisfagnaður félagsins.

Dagskrá dagsins fylgir hér:

Dagur-sjukrathjalfunar 2015 - dagskra

Skráning á daginn er á námskeiðssíðu félagsins:
http://www.physio.is/fagmal/vidburdir-namskeid-og-skraning/namskeid/kaupa/13


Dagur sjúkraþjálfunar 2014

Að loknum góðum degi sjúkraþjálfunar 2014.

Þá er lokið fjölmennasta Degi sjúkraþjálfunar sem við höfum haldið hingað til. Metþátttaka var að þessu sinni, yfir 350 sjúkraþjálfarar tóku daginn frá, lögðu daglegt amstur til hliðar og hittust til að fræðast, rifja upp, halda í gömul vinatengsl og mynda ný.

Dagskráin gekk eins og í sögu, sjúkraþjálfarar voru á iði að elta þann fyrirlestur sem hugnaðist þeim best hverju sinni og oft var erfitt að þurfa að velja á milli. Hléin inn á milli voru ekki síðri hluti dagsins, kliðurinn sagði til um það að hér voru vinir að hittast.

Viðurkenningar fyrir að hafa hlotið sérfræðiréttindi í sjúkraþjálfun hlutu:

Guðný Jónsdóttir - Taugasjúkraþjálfun með stöðustjórnun sem áherslusvið
Hanna Björg Marteinsdóttir  - Barnasjúkraþjálfun
Þórður Magnússon - Íþróttasjúkraþjálfun

Hvatningaverðlaun ársins 2014 féllu í hlut Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM, sem hefur áunnið sér traust langt út fyrir eigin stétt og sýnir að ungar konur, og sjúkraþjálfarar, geta valdið krefjandi embættum með sóma.


Stjórn Vísindasjóðs afhenti átta styrki:

Styrkveitingar úr Vísindasjóði Félags sjúkraþjálfara, 28. mars 2014

Anna Sólveig Smáradóttir, meistaranemi í Hreyfivísindum við Háskóla Íslands, fyrir verkefnið: „Áhrif sérhæfðrar jafnvægisþjálfunar á líkamsstarfssemi, athafnir og þátttöku fólks með MS sjúkdóm“.

Freyja Hálfdanardóttir, meistaranemi í Hreyfivísindum við Háskóla Íslands, fyrir verkefnið: „Áhrif Unloader spelku á vöðvavirkni, göngulag, einkenni og athafnagetu einstaklinga með slitgigt í hné“.

Margrét Brynjólfsdóttir, meistaranemi í Heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, fyrir verkefnið: „Eldri íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum: Athafnir, þátttaka og viðhorf til þjónustu“.

Monique van Oosten, meistaranemi í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, fyrir verkefnið: „Áhrif hvíldaröndunar á einkenni og stjórnun astmasjúkdómsins“.

Bergþóra Baldursdóttir, doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands, fyrir verkefnið: „Jafnvægisstjórnun hjá einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot í kjölfar byltu og áhrif skynþjálfunar“.

Þorgerður Sigurðardóttir, doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands, fyrir verkefnið: „Grindarbotnsáverkar og einkenni eftir fæðingu og snemmíhlutun með sjúkraþjálfun“.


Styrkveitingar úr Þýðingasjóði Félags sjúkraþjálfara, 28.mars, 2014:

Ólöf Ragna Ámundadóttir, doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands, fyrir þýðingu og bakþýðingu á: „Modified Barthel Index“ sem er röðunarkvarði sem metur getu/færni einstaklingsins í tíu athöfnum daglegs lífs. Í framhaldinu stendur til að áreiðanleikaprófa íslensku þýðinguna. Styrkupphæð kr.190.000.


Félagið fékk höfðingalega gjöf til vísindasjóðs. Aðstandendur Guðlaugar Bjargar Pálsdóttir, sjúkraþjálfara, sem lést langt um aldur fram árið 1986 færðu félaginu sjóð tengdan nafni hennar. Sjóðurinn verður fóstraður af Vísindajóði.

 

Eftir óvænt erindi atferlissálfræðings var Unnur Árnadóttir, sem hættir í stjórn félagsins kölluð upp á svið og heiðruð fyrir góð störf í þágu félagsins.

Að lokum var framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar kölluð upp á svið og þökkuð góð störf, en nefndina í ár skipuðu þau:

Steinunn A. Ólafsdóttir
Páll Vilhjálmsson
Guðný Björg Björnsdóttir
Ída Braga Ómarsdóttir
Andri Ford

Endað var á að kíkja í glas, tala meira og svo syngja saman. Eftir góðan tíma fóru svo hópar að tínast út, margir árgangar hafa komið sér upp þeim skemmtilega sið að hittast  á veitingastað eða í heimahúsum eftir daginn og hvetjum við svo sannarlega til þess.

Myndir af Degi sjúkraþjálfunar 2014 má sjá á Facebook-síðu félagsins.

Dagur sjukrathjalfunar 2014 -dagskra

 

Dagur sjúkraþjálfunar 2013


Að loknum góðum degi sjúkraþjálfunar 2013.

Þá er lokið fjölmennasta Degi sjúkraþjálfunar sem við höfum haldið hingað til. Það er afar ánægjulegt í ljósi þess að þetta var fyrsti Dagur sjúkraþjálfunar nýs, sameinaðs Félags sjúkraþjálfara. Metþátttaka var að þessu sinni, 350 sjúkraþjálfarar tóku daginn frá, lögðu daglegt amstur til hliðar og hittust til að fræðast, rifja upp, halda í gömul vinatengsl og mynda ný. Sjúkraþjálfarar komu alls staðar frá af landinu þrátt fyrir vonda veðurviku og það fréttist af a.m.k. einum sem kom erlendis frá.

Morgundagskráin, sem að þessu sinni kom í stað aðalfundar, var einnig afar vel sótt, svo vel að það kom skipuleggjendum í opna skjöldu og færa varð dagskrána í stærri sal.

Dagskráin gekk eins og í sögu, sjúkraþjálfarar voru á iði að elta þann fyrirlestur sem hugnaðist þeim best hverju sinni og oft var erfitt að þurfa að velja á milli. Hléin inn á milli voru ekki síðri hluti dagsins, kliðurinn sagði til um það að hér voru vinir að hittast.


Viðurkenningar

Í lok dagsins voru veittar viðurkenningar af ýmsum toga og fyrir ykkur sem af einhverjum ástæðum áttuð ekki heimangengt, skal farið yfir það hverjir fengu þær:

Viðurkenningu fyrir að hafa hlotið sérfræðiréttindi í sjúkraþjálfun hlutu:

Andri Þór Sigurgeirsson - Taugasjúkraþjálfun.
Elís Þór Rafnsson - Íþróttasjúkraþjálfun.
Guðfinna Björnsdóttir – Öldrunarsjúkraþjálfun.
Guðný Björg Björnsdóttir - Greining og meðferð á hrygg og útlimaliðum,"manual therapy".

Um hvatningar- og þakkarviðurkenningu segir, að hana skuli veita þeim félagsmanni, sem hefur lagt á sig mikla vinnu fyrir félagið og verið til fyrirmyndar í þeim efnum. Þegar litið var til síðastliðins árs, var í  huga stjórnar engin spurning um að hvaða einstakling félagið myndi heiðra í ár. Og það var ekki einn einstaklingur, heldur þrír.

Í ár heiðruðum við þrjá aðila, sem hafa með þrotlausri vinnu náð lendingu sem við höfum beðið eftir í mörg ár. Þetta voru formennirnir þrír, sem hafa lagt nótt við dag síðustu misserin við að halda utan um sín félög, jafnhliða því að vinna að sameiningu félaganna í Félags sjúkraþjálfara, sem við öll tilheyrum í dag.

Haraldur Sæmundsson, formaður FSSS
Héðinn Jónsson, formaður FÍSÞ
Steinunn Arnars Ólafsdóttir, formaður SSÞ

Samkoman stóð upp þeim til heiðurs og klappið var langt og innilegt. Það duldist engum sem þarna var að þau eiga mikið þakklæti hjá félagsmönnum.

 

Stjórn Vísindasjóðs afhenti tvo styrki:

Sigrún Vala Björnsdóttir  hlaut styrk úr Vísindasjóði.
Þorgerður Sigurðardóttir hlaut styrk úr Þýðingarsjóði.

 

Að lokum voru stjórnarmenn allra stjórna félaga sjúkraþjálfara, sem láta af störfum, kallaðir upp á svið sem og framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar.

Endað var á að kíkja í glas, tala meira og svo syngja saman. Eftir góðan tíma fóru svo hópar að tínast út. Margir árgangar hafa komið sér upp þeim skemmtilega sið að hittast  á veitingastað eftir daginn, og heyrst hefur að aldrei áður hafi sést svona margir sjúkraþjálfarar á Slippbarnum...

Myndir af deginum eru á nýrri fésbókarsíðu félagsins.

Persónulega vil ég þakka kærlega fyrir mig. Framkvæmdanefndin stóð sig algjörlega frábærlega og dagurinn var í alla staði afar ánægjulegur.

Mínar bestu kveðjur til ykkar allra,

Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.

Dagur-sjthj-dagskra-2013


2012

2011

2010