Endurgreiðsla

Endurgreiðslur – greiðsluþátttaka – niðurgreiðsla á þjálfun

Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi njóta niðurgreiðslu á meðferð sjúkraþjálfara skv. reglugerð heilbrigðisráðherra:

https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/thjalfun/sjukrathjalfun/

Heimilt er að leita til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni. Til að njóta niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands er þó nauðsynlegt að hafa skriflega beiðni frá lækni eða sjúkraþjálfara á heilsugæslustöð.

Niðurgreiðslukerfi sjúkratrygginga Íslands nær yfir fleira en bara sjúkraþjálfun, m.a komur á heilsugæslu og myndrannsóknir. Því er erfitt að segja fyrir um hvað þjónusta sjúkraþjálfara mun kosta í hvert skipti fyrir hvern og einn, en það fer eftir stöðu fólks innan niðurgreiðslukerfisins og hversu mikla heilbrigðisþjónustu fólk hefur nýtt hingað til innan sama greiðslutímabils (árs, og mánaðar).  Hér að neðan eru þó grunn viðmið varðandi niðurgreiðslu á þjónustu sjúkraþjálfara.
Hægt er að sjá stöðu sína í niðurgreiðslukerfinu inná réttindagátt sjukra.is

Dæmi um útreikning á kostnaði og niðurgreiðslu fyrir heilbrigðisþjónunstu má sjá hér

Sjúkratryggðir greiða að hámarki 90% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun.  Í almanaksmánuði greiðir greiðir sjúkratryggður að hámarki kr. 28.162 krónur fyrir heilbrigðisþjónustu, en í hverjum mánuði að lágmarki kr. 4.694 krónur.

Aldraðir og öryrkjar greiða að hámarki 2/3 af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun.  Í almanaksmánuði greiða aldraðir og öryrkjar að hámarki kr. 18.775 krónur fyrir heilbrigðisþjónustu en að lágmarki kr.3.129 krónur.

Börn 2ja-17 ára greiða að hámarki 1/3 af heildargjaldi gegn framvísun beiðnu um sjúkraþjálfun. Í almanaksmánuði greiða börn 2ja-17 ára að hámarki 18.775 krónur en að lágmarki 3.129 kr.

Börn yngri en 2ja ára og börn með umönnunarmat greiða ekkert fyrir þjálfun. Börn með sama fjölskyldunúmer teljast sem einn einstaklingur og greiða börn sömu fjölskyldu kr. 18.775 krónur fyrir heilbrigðisþjónustu að hámarki í hverjum almanaksmánuði og kr. 3.129 krónur að lágmarki. 

Nánar um greiðsluþátttöku í sjúkraþjálfun er að finna hér .

----------   
Athygli er vakin á að fjölmörg stéttarfélög, eða sjúkrasjóðir þeirra, endurgreiða hlut sjúklings að hluta eða öllu leyti og er fólk hvatt til að kynna sér réttindi sín þar.
Um vinnuslys gilda sérstakar reglur hjá SÍ sem fólk er hvatt til að kynna sér, sjá: http://www.sjukra.is/slys/slysatryggingar/til-hvada-slysa-taka-tryggingarnar/vinnnuslys/ .
Sé um slysamál að ræða er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingafélagi sínu.
Sé um íþróttaslys að ræða er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá íþróttafélagi sínu og/eða Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ)  


Yfirfarið 20. október 2022

Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020