Snemmskráning fagdeildar FS hefst mánudaginn 22.4.24 kl. 12:00. Aðrir en félagar í fagdeild FS geta skráð sig frá og með 29.4.2024.
Verð fyrir fagdeild hækkar 8.5.2024 og verður 65.000 kr.
___________________________________________________________
Námskeið í grundvallaratriðum lungnasjúkraþjálfunar. Lögð verður áhersla á skoðun og mat á öndun, öndunarvinnu og lungnastarfsemi. Farið verður yfir helstu aðferðir sjúkraþjálfunar við að bæta öndun og losa slím. Einnig verður farið í meðhöndlun á áreynsluastma og lungnasjúkraþjálfun fyrir fjölfatlaða einstaklinga.
Kennsla verður í formi fyrirlestra og klínískrar kennslu til skiptis. Notast verður við myndbönd og sjúklingatilfelli höfð til umræðu. Námskeiðið byrjar á fyrirlestri í lungnalífeðlisfræði, fyrirlesari er Helga Elídóttir lungnalæknir.
Námskeiðið hentar öllum sjúkraþjálfurum sem sinna sjúklingum með langvinna lungnasjúkdóma eða þeim sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á því sviði.
Sara og Karolina eru sjúkraþjálfarar við Skåne University Hospital í Lundi, Svíþjóð. Þær hafa áralanga reynslu af meðferð barna og unglinga með lungnasjúkdóma, svo sem CF, astma og PCD. Einnig sinna þær fjölfötluðum einstaklingum með tíðar lungnasýkingar. Þær sinna helst börnum en aðferðirnar sem farið verður yfir á námskeiðinu nýtast jafnt í meðhöndlun barna sem fullorðinna.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Dagur 1
9.00-10.00 Fyrirlestur: Lungnalífeðlisfræði, Helga Elídóttir lungnalæknir.
· Uppbygging og starfsemi lungnanna
10:00-16:00 Sjúkraþjálfun fyrir einstaklinga með lungnasjúkdóma.
· Skoðun á thorax og mat á öndun
· Innúðameðferð með saltvatnsúða
· Slímlosun, aðferðir og tækni
Hádegishlé 12:00 – 12:45
Dagur 2
9:00 – 16:00 Sjúkraþjálfun fyrir einstaklinga með lungnasjúkdóma.
· Mat á lungnastarfsemi - meðal annars út frá niðurstöðum spirometriu
· Meðferð við samfalli á lungnablöðrum (atelaktasar)
· Meðferð við áreynsluastma og stridor
Hádegishlé 12:00 – 12:45