Skráning fagdeildar FS hefst þriðjudaginn 8.10.24 kl. 12:00.
___________________________________________________________________________
Hálsinn í stóra samhenginu - námskeið
Kennari: Hólmfríður Berglind Þorsteinsdóttir, sjúkraþjálfari, Sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT
MENNTUN: B.Sc. gráða frá HÍ árið 1999. Sérfræðigráða í greiningu og meðferð stoðkerfis árið 2009 Masters gráða (Musculosceletal physiotherapy) frá UQ (The University of Queenslandí) Ástralíu árið 2006. Auk þessa hefur Hólmfríður sótt fjölmörg og fjölbreytt námskeið sem tengjast sjúkraþjálfun bæði beint og óbeint. Eitt af aðal áhugasviðum Hólmfríðar frá upphafi hefur verið hálsinn og gerði hún lokaverkefnið sitt um hálsinn í UQ.
STARFSFERILL: MS heimilið sumarið 1999. Eftir það flutti Hólmfríður til Kaupmannahafnar og vann þar á elliheimili og heimili fyrir fatlaða. Frá 2003-2005 starfaði Hólmfríður sem sjúkraþjálfari á Íslandi. Fyrst í Hreyfigreiningu, svo í Sjúkraþjálfuninni í Mjódd. Eftir meistarnámið í Ástralíu árið 2006 hóf hún aftur störf í Hreyfigreiningu, svo í Atlas endurhæfing, Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu, Heilsuborg (fagstjóri) og starfar nú í Verkjalausnum. Auk þess að starfa á sjúkraþjálfunar stofum hefur Hólmfríður samhliða starfað við eftirfarandi: Meðgöngusund, sem sjúkraþjálfari á Hrafnistu í Reykjavík, kennslu við sjúkraþjálfunarskor HÍ og haldið fyrirlestur fyrir Endurmenntun HÍ, kennslu við Keili (fyrir nema í einkaþjálfun) og á ýmsum námskeiðum, bæði fyrir sjúkraþjálfara og aðra. Hólmfríður hélt sitt fyrsta námskeið í samstarfi við Fræðslunefnd FS árið 2012 og hefur haldið nokkur námskeið síðan, síðast árið 2019.
Aðstoðarkennari í verklegum æfingum:
Margrét Helga Hagbarðsdóttir, sjúkraþjálfari.
Tímasetning og staðsetning:
Námskeið á höfuðborgarsvæðinu: 2.–3. Nóvember kl 8:30-16:00 báða dagana. Námskeiðið er haldið í Verkjalusnum í Kópavogi.
Efni námskeiðs:
Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á greiningu og meðferð á hálsvandamálum, en ekki einungis með staðbundinni hálsskoðun, heldur verður lögð áhersla á að skoða ”stóra samhengið" á þann hátt að skoða hvaða svæði hafa gjarnan mikil áhrif á hálsinn. Það verður m.a. fara í efni sem tengist taugum sem staðsettar eru í hálsinum, bæði hálstaugum og þeim heilataugum / - kjörnum eru á þessu svæði. Mikil áhersla verður á praktískt efni og æfingar sem getur nýst við klíníska vinnu.