Áföll og sjúkraþjálfun

Leiðbeinandi: Margrét Gunnarsdóttir

Skráning ekki hafin

  • Dagsetning:
    21. mars 2025 - 22. mars 2025
  • Staðsetning: Ásinn, Hjálpræðisherinn
  • Tími:
    09:00 - 16:00
  • Bókunartímabil:
    6. desember 2024 - 23. febrúar 2025
  • Almennt verð:
    116.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    89.000 kr.

Markmið og efni námskeiðs:

1. Skilgreiningar og einkenni áfallastreituröskunar og flókinnar
áfallastreituröskunar
2. Mismunandi stig áfallameðferðar 
3. Birtingarmyndir áfallastreitu í daglegu lífi og áhrif í meðferðarstarfi
4. Polyvagal kenningin, flökkutaugin og mikilvægi ósjálfráða taugakerfisins þegar
unnið er með áföll, streitu og einstaklinga í viðkvæmri stöðu
5. Áfalla-upplýst (trauma-informed) nálgun í sjúkraþjálfun / velferðarþjónustu
6. Vægi upplifunar öryggis og góðra meðferðartengsla
7. Taugakerfi meðferðaraðilans
8. Fræðsla um mikilvægi meðvitundar um vald/valdamisræmi í meðferðarstarfi. 
9. Leiðir til að mæta þörfum einstaklinga með áfallastreitu, í einstaklingsmeðferð
og hópmeðferð
10. Áfallameðferð, m.a. EMDR meðferð, “trauma-sensitive” jóga og “Somatic
trauma therapy”.
11. Hlutverk sjúkraþjálfara í áfallameðferð
12. Að hlúa að sjálfum sér sem meðferðaraðila í krefjandi starfi
Í lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast skilning og þekkingu á eðli áfallastreitu og
hvernig hún getur haft áhrif á gang meðferðar. Þátttakendur vita hvað áfalla-upplýst
nálgun felur í sér og kunna leiðir til að aðlaga meðferð og umhverfi í því samhengi.
Þátttakendur hafa dýpri þekkingu á mikilvægi þess að meta og skilja ástand
taugakerfis, bæði hjá skjólstæðingum og sjálfum sér og kunna leiðir til að byggja upp
betra jafnvægi í taugakerfi. Þátttakendur kunna leiðir til að skima fyrir áfallastreitu og
eru með verkfæri til að vinna með hana innan starfsviðs sjúkraþjálfara í því umhverfi
sem þeir starfa og styðja við áfallameðferð sem skjólstæðingur er mögulega í hjá
fagaðila á geðheilbrigðissviði.

Skráning ekki hafin