Skilmálar Fræðslunefndar FS

1.      Einstaklingar skulu sækja um þátttöku í eigin nafni.

2.      Umsækjandi fær sendan sjálfvirkan tölvupóst við skráningu þar sem fram kemur hvort hann sé með staðfest pláss á námskeiðið eða er skráður á bliðlista.

3.      Ef einstaklingur hættir við þátttöku átta vikum fyrir námskeið getur hann fengið 65% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt, 35% námskeiðsgjalds telst staðfestingagjald og fæst ekki endurgreitt.

4.      Fræðslunefnd FS áskilur sér rétt til að fella niður námskeið sé þátttaka ófullnægjandi. Ef leiðbeinandi námskeiðs forfallast finnur Fræðslunefnd FS nýja dagsetningu fyrir námskeiðið. Þeir sem ekki eiga tök á að sækja námskeiðið á þeim dagsetningum fá fulla endurgreiðslu.

5.     Fræðslunefnd er ekki ábyrg fyrir óendurkræfum kostnaði, s.s. flug og gistingu, þrátt fyrir að námskeiði verði aflýst.

6.       Þegar þátttakandi skráir sig á námskeið ber viðkomandi sjálfur ábyrgð á eftirfarandi: Þjófnaði eða skemmdum á persónulegum munum, slysum eða áverkum sem hlotist geta af þátttöku í námskeiðum eða árekstrum við aðra nemendur á meðan á námskeiði stendur.