Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2022
Kallað er eftir framboðum til trúnaðarstarfa
Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2022
Félag sjúkraþjálfara mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 22. febrúar 2022 kl 17. Stefnt er að því að halda fundinn í húsnæði félagsins hjá BHM að Borgartúni 6 og í streymi, en svo kann að fara að hann verði alfarið rafrænn. Upplýsingar berast um það í fyllingu tímans.
Kallað er eftir framboðum til trúnaðarstarfa , framboðsfrestur er til 1. febrúar 2022 skv. starfsreglum félagsins – sjá hér að neðan.
Lagabreytingatillögur eða önnur erindi þurfa að hafa borist til stjórnar FS í síðasta lagi þann 1. febrúar.
Nánari dagskrá og útlistun á framkvæmd kemur síðar, en félagsmenn eru hvattir til að taka tímann frá.
Fh. stjórnar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður
Úr starfsreglum um framkvæmd kosninga til trúnaðarstarfa í félaginu:
2. Stjórn og aðrar trúnaðarstöður
Framboð til trúnaðarstarfa félagsins (annarra en formanns) skulu hafa borist uppstillingarnefnd amk. 3 vikum fyrir aðalfund og upplýsingar um frambjóðendur sendar út með aðalfundarboði. Því aðeins er hægt að bjóða sig fram á aðalfundi að ekki hafi komið framboð í embættið fyrir tilskilinn framboðsfrest. Kjósa skal skriflega á aðalfundi, séu fleiri í kjöri en kjósa á.