Viðburðir

Heilsugæslan og sjúkraþjálfun – málstofa Félags sjúkraþjálfara

Fundur fólksins - Akureyri

  • 9.9.2017, 11:00 - 12:00, Hof

Þverfagleg þjónusta heilsugæslunnar

Vaxandi eftirspurn er eftir aukinni þverfaglegri nálgun innan heilsugæslunnar á Íslandi, sem á að vera fyrsti viðkomustaður almennings í heilbrigðiskerfinu. Gögn sýna að yfir 40% þeirra sem leita til heilsugæslustöðva landsins koma vegna stoðkerfisvandmála og fjölmargir leita til þeirra vegna afleiðinga lífstílssjúkdóma af ýmsu tagi. Þekking sjúkraþjálfara á þessum málefnum er yfirgripsmikil og myndi nýtast afar vel í framvarðarsveit heilsugæslunnar.

Til að ræða málefnið býður Félag sjúkraþjálfara til málstofu á Fundi fólksins í Hofi, Akureyri, laugardaginn  9. september kl. 11-12. Umræðum stýrir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Gestir verða fagfólk frá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins sem og frá HSA, sem er fyrsta heilsugæslan sem ráðið hefur sjúkraþjálfara í sínar raðir.

 

Gestir í panel verða :

Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnisstjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Þóra Einarsdóttir sjúkraþjálfari heilsugæslu HSA
Óstaðfestur gestur
Fulltrúi heilbrigðisráðuneytis er óstaðfestur.

 

Við bjóðum alla velkomna sem vilja láta sig málið varða og vonumst eftir öflugum umræðum með þátttöku viðstaddra.