Mynd af Hulda Soffía Hermannsdóttir

Hulda Soffía Hermannsdóttir

Menntun & reynsla

Starfssvið/áhugasvið

Almenn sjúkraþjálfun, manual therapy, nálastungur

Menntun

Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 1992 með BSc gráðu í sjúkraþjálfun. Lauk námi í nálastungum sem er viðurkennt af Landlæknisembættinu, vorið 2002. Hefur lokið Manual Therapy námi frá háskólanum í St.Augustin í Flórida.

Námskeið

Hefur sótt fjölda endurmenntunarnámskeið undanfarin ár.

Starfsferill

Starfaði á Grensásdeild Borgaspítalans frá 1993-1994. Starfaði á endurhæfingardeild gigtarsviðs Telemark Sentralsykehus í Noregi frá 1995-1999, ásamt því að kenna sundleikfimi og hópleikfimi fyrir gigtarsjúklinga.Vinnur nú í Sjúkraþjálfaranum ehf, frá 1999. Hefur einnig verið virk í verknámskennslu sjúkraþjálfunarnema, og leiðbeinir í hjarta- og lungnaendurhæfingarhópum innan stöðvarinnar.