Ásmegin sjúkraþjálfun

12.02.2025

Ásmegin sjúkraþjálfun leitar að öflugum sjúkraþjálfara. 

Ásmegin sjúkraþjálfun gæti verið rétti staðurinn fyrir þig. Við leitum að sjálfstæðum, framsæknum og hugmyndaríkum sjúkraþjálfara í 60-100% starfshlutfall sem hefur áhuga á að taka þátt í að móta öfluga þjónustu. Hjá okkur starfa að jafnaði fjórir sjúkraþjálfarar.

Við erum vel staðsett í Ásvallalaug í Hafnarfirði, með góðan tækjasal, gott úrval af tækjum og heilsumiðað umhverfi. Okkar nálgun er heildræn og lögð er áhersla á virkni einstaklingsins og getu hans til að stuðla að eigin bata.

Við erum í samstarfi við Gym-heilsu, Ásvallalaug og Sundfélag Hafnarfjarðar. Starfið felur í sér möguleika á að vinna með hópum, sinna þjálfun í vatni eða þróa þína eigin nálgun.

Hjá okkur færð þú tækifæri til að móta stefnuna, vaxa í starfi og sinna endurmenntun á þeim sviðum sem þú vilt efla. Möguleiki á vaxandi starfshlutfalli og eignarhluta í stofunni.

Hafðu samband

kristinn@asmegin.net