Myndir, logo

Logo félagsins í ýmsum útgáfum

LOGO FS 1 

LOGO FS 2 

LOGO FS 3 


Nýtt logo Félags sjúkraþjálfara


Við sameiningu sjúkraþjálfarafélaganna þriggja varð ljóst að nýtt félag þyrfti nýtt logo. Leitað var til þriggja grafískra hönnuða um grunndrög og ákveðið að vinna áfram tillögu sem kom frá Oscari Bjarnasyni hönnuði.

Í upphafi voru ákveðnir þættir lagðir til grundvallar. Merkið þyrfti að innibera sem flesta af eftirfarandi þáttum: Bláan lit  (að mati stjórnar einkennislitur stéttarinnar), hreyfingu, jákvæðni, samvinnu, heildstæða nálgun, þjónustu, faglega umhyggju, hendur/snertingu.

Niðurstaðan varð sú sem kynnt var á Degi sjúkraþjálfunar þann 28. mars 2014. Tveir bláir litir tóna saman og tengja okkur við gamla merki og lit FÍSÞ. Þannig er sköpuð ákveðin samfella, því vissulega er þessi félagasameining bara áfangi á þeirri vegferð sjúkraþjálfara sem hófst árið 1940 með stofnun fyrsta félags okkar, sem þá hét Félag nuddkvenna.

Manneskjan er í forgrunni, en myndar einnig stafinn S, fyrir sjúkraþjálfun eða sjúkraþjálfara. Innri hringurinn er hendurnar okkar, við förum höndum um skjólstæðinga okkar, en er líka tákn um þá faglegu umhyggju sem við sýnum skjólstæðingum okkar, við umvefjum þá. Stóri hringurinn er merki þess að við horfum á manneskjuna og umhverfi hennar í heild sinni, sem er í takt við þær áherslur sem eru vaxandi innan fagsins, heildstæð nálgun hvers skjólstæðings.

Því er ekki að leyna að val á logoi var eitt erfiðasta verkefnið sem stjórn hafði með höndum sitt fyrsta starfsár, og var á dagskrá hvers einasta stjórnarfundar það árið. Enda er vandasamt að velja merki sem bæði innibæri ofannefnda þætti, væri fallegt, færi vel í prentun bæði stórt og lítið og myndi standast tímans tönn. Stjórn er afar ánægð með niðurstöðuna og merkið og við vonum að félagsmenn séu það líka.


Unnur Pétursdóttir
Formaður FS 2013 - 2022


Myndir - sjúkraþjálfun

Hér verða settar inn myndir sem hægt er að nota til kynningar á efni sem tengist sjúkraþjálfun.

Myndir úr starfi félagsins og félagsmanna

Hér verða settar inn myndir til skoðunar, en ekki til dreifingar.