Fyrirlestur: Kafað dýpra með Þorgerði Sigurðardóttur sjúkraþjálfara

Fyrirlestur um króníska verki og aðrar krísur sem snerta grindarbotninn hjá körlum.

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    11. maí 2016 - 11. apríl 2016
  • Staðsetning: Borgartún 6
  • Tími:
    20:00 - 22:00
  • Bókunartímabil:
    11. apríl 2016 - 4. maí 2016
  • Almennt verð:
    5.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    3.000 kr.

Í þessum fyrirlestri mun Þorgerður Sigurðardóttir sjúkraþjálfari fara um víðan völl um málefni sem tengjast grindarbotni hjá körlum. Í mörgum tilfellum þróa karlar með sér spennu- og verkjavandamál í grindarbotni sem eru ekki alltaf upprunnin þar, heldur eiga sér upphaf við truflun í hreyfikeðjunni, hvort sem er vegna áverka (t.d. íþróttamenn), rangrar líkamsbeitingar, vanastellinga og lífsstíls. Karlar þróa líka með sér þvagvandamál, hægðavandamál og risvandi snertir fleiri karla en lengi var talið. Eiga sjúkraþjálfarar erindi inn á þessi mið? Já, ekki spurning. Þessi fyrirlestur á erindi við flesta þá sjúkraþjálfara sem meðhöndla íþróttamenn og karla með króníska verki t.d. frá baki og mjöðmum. 


Hægt er að greiða við innganginn án skráningar. Verð við innganginn er 5.000 sem greiðist með peningum. Tökum hvorki við greiðslukortum né millifærslum

Lokað fyrir skráningu