Samningar sjálfstætt starfandi

Hér að neðan eru þeir samningar og samkomulög sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar starfa eftir ásamt fleiri hagnýtum upplýsingum fyrir starfsemi sjúkraþjálfara.

Nýr samningur Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands, maí 2024

Afrit samningur FS og SÍ

Nýr samningur var samþykktur í rafrænni kosningu í maí 2024 og tekur ný gjaldskrá gildi 1. október 2024.

Frá og með 1. júní 2024 hækkar einingaverð í 81,03 kr. og mun það aftur hækka 1. júlí, sbr framkomnum upplýsingum hér:  https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/uppfaersla-einingaverds-sjalfstaett-starfandi-sjukrathjalfara-samkvaemt-nysamthykktum-samningi

Vert er að taka fram að frá og með 1. júní 2024 skulu viðbótargjaldaliðir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara falla niður.



Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), dags. 13. febrúar 2014


Rammasamningur SÍ og sjúkraþjálfara 2014  


Með samningnum fylgja eftirfarandi fylgiskjöl:
Fylgiskjal 1: Lágmarksútbúnaður á stofum sjúkraþjálfara 
Fylgiskjal 2: Skýringar á meðferðarliðum 
Fylgiskjal 3: Fyrirkomulag á samskiptum sjúkraþjálfara, lækna og Sjúkratrygginga Íslands
Fylgiskjal 4: Vinnureglur um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands
Fylgiskjal 5: Tilkynning til SÍ um sjálfstæðan rekstur sjúkraþjálfara 
Fylgiskjal 6: Faglegar lágmarkskröfur á starfsstofum sjúkraþjálfara
Fylgiskjal 7: Faglegar lágmarkskröfur heimasjúkraþjálfara


Samstarfssamningur Félags Sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands

Samstarfssamningur Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands  


Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar – leiðbeiningar varðandi leyfi til sjálfstæðs reksturs í heilbrigðisþjónustu

 

Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um leyfi til sjálfstæðs reksturs í heilbrigðisþjónustu, þ.á.m. að starfa sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari?

Í fyrsta lagi er mikilvægt að hafa í huga að það er mikil ábyrgð sem felst í því að starfa sjálfstætt innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Sjúklingar sem leita til sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara eiga rétt á því að tryggt sé að þeir fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu, að starfsstaðurinn uppfylli öll skilyrði Landlæknis um rekstur í heilbrigðisþjónustu og að tryggt sé að farið sé með persónuupplýsingar og sjúkragögn samkvæmt lögum og reglum.

Í öðru lagi er skylt að hafa kynnt sér vel öll þau lög og reglur sem sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum ber að fara eftir. Því brýnum við fyrir sjúkraþjálfurum að gera ekki bara „copy – paste“ á einhverri umsókn sem þeir hugsanlega hafa séð, heldur að leggjast vel yfir öll lög og reglur, lesa þær og tileinka sér, það er ekki að ástæðulausu að þessar kröfur eru settar fram. Við viljum, sem neytendur heilbrigðisþjónustu, að starfsemi sem við leitum til uppfylli öll skilyrði Landlæknis, það er jafnmikilvægt að þeir sem leita til okkar geti verið vissir um að okkar þjónusta uppfylli þau líka.

Þetta er ástæða þess að Landlæknisembættið fer fram á öll þessi gögn og krefst lýsingar á þeirri starfsstöð og þeirri starfssemi sem sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn hyggjast standa fyrir.

Breyting á vinnustað eða endurkoma á vinnustað eftir langt hlé kallar einnig á það að farið sé yfir starfsemina. Langt starfshlé, önnur starfsstöð og hugsanlega annar kúnnahópur kallar á endurmat á starfsleyfi.

 

Skráning sjúkraþjálfunar

Mikilvægi góðrar skráningar er aldrei ofmetið og það borgar sig að temja sér góð vinnubrögð varðandi slíkt strax í upphafi. Meðferð skjólstæðings verður aldrei markviss nema að um hana sé haldið gott bókhald. Sér í lagi er gott að hafa góðar og ítarlegar upplýsingar við höndina ef skjólstæðingar leita aftur til sjúkraþjálfarans eftir langt hlé eða koma endurtekið með hléum.

 Af og til berast sjúkraþjálfurum beiðnir um að skrifa greinagerðir til lögfræðinga skjólstæðinga, sem höfðað hafa skaðabótamál vegna slysa. Slíkar beiðnir koma oft löngu eftir að skjólstæðingur hefur lokið meðferð og þá ríður á að um skoðun, meðferðina og ástand við útskrift séu til góðar upplýsingar. Rétt er að benda á að lögum samkvæmt má kalla heilbrigðisstarfsmann sem skrifað hefur slíka greinargerð fyrir dóm til að vitna um réttmæti greinargerðarinnar. Slíkt er afar sjaldgæft í tilvikum sjúkraþjálfara, en þó ekki óþekkt og ber að hafa í huga.

 Í lokin skal það áréttað að bæði Landlæknisembættið og Sjúkratrygginar Íslands gera ýmsar kröfur til sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks, en ekki rugla saman þeim kröfum sem hvor aðilinn setur.

 

Að verða löggiltur sjúkraþjálfari og hefja sjálfstæðan rekstur

1.     Umsókn um starfsleyfi hjá Landlækni (www.landlaeknir.is)

             Hvað þarf að fylgja:

            Staðfest ljósrit af prófskírteini, þar sem kemur fram nafn, kennitala og heiti á prófgráðu.

            Ferlið tekur tíma, 3-6 vikur. Mikilvægt að sækja um strax eftir útskrift og vanda umsókn.

2.     Tilkynning um rekstur heilbrigðisþjónustu til Landlæknis (www.landlaeknir.is)

            Hvað þarf að fylgja:

            Löggilt starfsleyfi

            Ferlið tekur 3-8 vikur. Mikilvægt er að sækja um strax og mögulegt er og vanda umsóknina í hvívetna. Heppilegt er að vera búinn að vinna sér í haginn með því að vera tilbúinn með öll gögn sem þurfa að liggja fyrir, þ.a. umsóknin sé í raun tilbúin þegar að útskriftardegi kemur. Þá er hægt að senda hana inn strax og löggildingin liggur fyrir.

3.     Lögbundnar tryggingar:

            Sjúklingatrygging

            Frjáls ábyrgðartrygging

            Sumir geta keypt tryggingar í gegnum starfsstofu sína, aðrir fá tilboð hjá sínu tryggingafélagi.

            Aðrar tryggingar eru valkvæðar en eindregið er ráðlagt að vera vel tryggður.

4.     Tilkynning til Sjúkratrygginga Íslands (www.sjukra.is)

            Hvað þarf að fylgja:

            Löggilt starfsleyfi

            Staðfesting frá landlækni um að sjúkraþjálfari hefji sjálfstæðan rekstur

            Staðfesting á sjúklingatryggingu og frjálsri ábyrgðartryggingu

            Yfirlýsing vegna tenginga við netkerfi Sjúkratrygginga Íslands (www.sjukra.is)

5.         Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari er eigin atvinnurekandi. Sem slíkum ber honum tilkynna upphaf reksturs til skattayfirvalda og standa mánaðarlega skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi.  Einnig ber honum að greiða bæði hlut launagreiðanda og launþega til lífeyrissjóðs og mikilvægt er því að kynna sér vel þá lífeyrissjóði sem í boði eru.

 

Umsókn um leyfi til reksturs heilbrigðisþjónustu

 

Umsóknareyðublað Landlæknis:

http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisthjonusta/rekstur/

 

Útfylling umsóknareyðublaðs Landlæknis

Liður 4. Skráning:  Gagni – skráningakerfið – t.a. setja í umsókn

Dæmi um lýsingu á Gagna, sem nota má við útfyllingu á umsókn um starfsleyfi sjúkraþjálfara:

Verktaka---Gagni---skraning-Landlaeknir

Liðir 7. Húsnæði og 8. Búnaður og tækjakostur: Lýsing á húsnæði og tækjabúnaði ætti að vera til á sérhverri starfsstöð sjúkraþjálfara. Gæta þarf þess að upplýsingarnar séu uppfærðar til nútíma.

Liður 9. Gæði þjónustu: Gæðavísar í sjúkraþjálfun

Landlæknisembættið er eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustu og skal tryggja að sú þjónusta sem veitt er hér á landi sé fyrsta flokks. Í þeim tilgangi er gengið eftir því að heilbrigðisstarfsmenn leggi til grundvallar gæðavísa í störfum sínum, til að hægt sé að leggja mat á árangur þjónustunnar.

Gæðavísar í sjúkraþjálfun geta verið t.d:
Próf og mælitæki sjúkraþjálfunar, sjá mælitækjabanka FS á innri vef.
Evrópskir staðlar í sjúkraþjálfun – ER-WCPT (sjá neðar á heimasíðunni)
Aðrir staðlar/próf sem viðurkenndir eru í heilbrigðisþjónustu

 

Að starfa sjálfstætt

Þegar verið er að ræða kaup og kjör þarf að reikna inn í allan vinnutíma verktaka, ekki bara þann tíma sem sjúkraþjálfari er með skjólstæðinga í meðferð. Einnig þarf að að hafa í huga að verktakar njóta hvorki veikindaréttar né orlofsréttar og eru tekjulausir á meðan á endurmenntun stendur.

Sjá reiknivél BHM vegna sjálfstætt starfandi einstaklinga: https://www.bhm.is/reiknivel/

Því eru góðar tryggingar mikilvægar, bæði slysa– og sjúkdómatryggingar, auk skyldutrygginga.

Ráðgjöf vegna trygginga er ekki á ábyrgð félagsins, en við bendum á að sjúkrasjóður BHM hefur nú stytt biðtíma eftir dagpeningum í veikindum sjálfstætt starfandi félagsmanna úr 3 mánuðum niður í tvo mánuði.

Sí- og endurmenntun sjúkraþjálfara er afar mikilvæg. Við hvetjum sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara eindregið til að greiða til starfsmenntunarsjóðs BHM og starfsþróunarseturs háskólamanna og nýta þau réttindi sem það gefur til stöðugrar endurmenntunar. Fagið er í hraðri þróun og mikilvægt er að fylgjast vel með og tileinka sér nýjustu þekkingi hvers tíma.

Sjá: https://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/

 

Félagsgjöld FS – sjóðir BHM. sjá:

https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/umsoknir-og-felagsgjold/

 

Fæðingarorlof sem verktaki

•      Umsókn um greiðslur í fæðingarorlofi frá Vinnumálastofnun https://vinnumalastofnun.is

•      Félagsmenn eru hvattir til að merkja við að tekin séu stéttarfélagsgjöld af fæðingarorlofsgreiðslum, þá viðhaldast öll réttindi hjá sjóðum BHM óskert.

•      Tilkynning til RSK að viðkomandi sért að hættur að vinna tímabundið og að engin laun verði greidd á tímabilinu.

•      Ekki er heimilt að stunda launaða vinnu (ekki heldur í verktöku) á meðan launuðu fæðingarorlofi stendur.

 

 

Uppfært 12.6.2017

 


Gagni - vefkerfi fyrir sjúkraþjálfara


Handbók fyrir notendur kerfisins:  https://gagni.is/hjalp/handbok.pdf

Upptaka af fræðslufundi um Gagna, haldinn þann 6. mars 2019

https://livestream.com/bhm/events/8563356

Upptaka af fræðslufundi um Gagna, haldinn þann 8. mars 2018

https://livestream.com/bhm/events/8100388


Upptaka af upplýsingafundi um Gagna, haldinn 21. október 2016: 

https://www.youtube.com/watch?v=1r2zMMZ_6kY

Ef sjúkraþjálfari er að hefja störf á stofu þar sem Gagni er notaður þá getur stjórnandi kerfisins þar stofnað viðkomandi sjúkraþjálfara – eins konar plug and play.

Ef sjúkraþjálfari er að opna nýja stofu þ.e. ef þetta er ný starfsstöð þá þarf viðkomandi að senda póst á hjalp@gagni.is og óska eftir að stofnaður verði aðgangur fyrir viðkomandi starfsstöð. 

Í þeim pósti þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

Upplýsingar um fyrirtækið:
     Nafn, kennitala, netfang, heimilisfang og póstnúmer, sími.
Upplýsingar um þjálfara:
     Nafn, kennitala, netfang, heimilisfang og póstnúmer, sími.
     Tegund þjálfara (almennur/etc30/etc60/sérfræðingur)
Upplýsingar um nafn eiganda reikinga hvers þjálfara, kennitölu og vinnustað

Upplýsingar um IP tölu á nettengingu fyrirtækis.


Gæðavísar í sjúkraþjálfun


Hvað eru gæðavísar? Gæðavísar geta verið staðlar, klínískar leiðbeiningar, mælitæki og fleira, sem hægt er a nota til að leggja mat á gæði þjónustu.

Dæmi:

Próf og mælitæki sjúkraþjálfunar, sjá mælitækjabanka FS á innri vef
Evrópskir staðlar í sjúkraþjálfun - ER-WCPT- íslenska 
Aðrir staðlar/próf sem viðurkenndir eru í heilbrigðisþjónustu


Mat á menntun skv. rammasamningi sjúkraþjálfara og SÍ

ATH í nýjum samningum FS og SÍ mun falla út heimild til að fá viðbótarálag upp á 2,5% fyrir 30 ECTS einingar og tekur það gildi 1. október 2024. Fram að 15. september 2024 er hægt að sækja um að fá 30 ECTS einingar metnar til hækkunar og þau sem hafa fengið þá hækkun áður en samningurinn tekur gildi þann 1. október halda því álagi. 

Í rammasamningi sjúkraþjálfara og SÍ dags. 13. feb 2014 var sett inn bókun 2 þess efnis að meta skyldi viðbótarmenntun til álags á taxta. Sú bókun tók gildi í febrúar 2016. Hægt er að sækja um mat á sí- og endurmenntun sem og framhaldsnámi skv neðangreindum reglum. Álagið getur numið 2,5% fyrir 30 ECTS einingar eða 5% fyrir 60 ECTS einingar. Sérfræðingar í sjúkraþjálfun fá 10% álag á taxtann eins og verið hefur. 

Leiðbeiningar - mat á menntun

Umsókn - mat á menntun

Hér að neðan eru listar yfir námskeið og nám sem nú þegar hefur verið metið til eininga. Tekið skal fram að í listunum yfir námskeið eru klukkustundir og/eða ýmsar einingar umreiknaðar yfir í ígildi ECTS eininga. Eingöngu háskólar geta gefið út ECTS einingar, en þessi aðferð er notuð til að finna einn samnefnara sem hægt er að vinna eftir. 

Athugið að fliparnir eru fimm: Námskeið, Paris nám, Spinal Manipulation, MSc og annað eininganám.

Námskeið og nám - september 2024

Námskeiðs- og námslistarnir eru birtir með fyrirvara um innsláttarvillur. Þetta eru ekki tæmandi listar og á eftir að bætast á þá eftir því sem umsóknum félagsmanna fjölgar.

Athugið að til að hækkun taxta taki gildi um mánaðarmót, þarf umsókn að berast til nefndarinnar fyrir þann 15. fyrri mánaðar. Þetta getur dregist yfir sumartímann og almenna frídaga.


Reglur um samvinnu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og VIRK - Starfsendurhæfingasjóðs, dags. 5. júlí 2013

VIRK-samkomulag 2013

VIRK tók þá ákvörðun á vordögum 2018 að hætta samstarfi við Félag sjúkraþjálfara og er því ofannefndur samningur fallinn úr gildi. Við tók einhliða samningur sem VIRK býður sjúkraþjálfurum að starfa eftir.


Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020