Námskeið: Truflanir á hreyfingum og hreyfistjórn hryggjar, mjaðma- og axlargrindar

Skoðun, greining, flokkun og leiðrétting.

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    3. september 2016 - 4. september 2016
  • Staðsetning: Húsnæði Ísí, Engjavegi 6
  • Bókunartímabil:
    1. júní 2016 - 15. ágúst 2016
  • Leiðbeinandi:
    Dr. Harpa Helgadóttir
  • Almennt verð:
    68.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    62.000 kr.

Leiðbeinandi:

Dr. Harpa Helgadóttir.

8. ágúst 2016 hækkar skráningargjaldið fyrir félaga í fagdeild FS í 62.000.-

Markmið námskeiðsins er að auka færni í meðferð langvarandi og endurtekinna
verkja í hrygg, mjaðmagrind og axlargrind. Farið verður í hvernig hægt er að
greina á milli „mekanískra“ verkja og verkja sem eru ekki af mekanískum
toga. Mekanískir verkir eru taldir tengjast ofálagi og ertingu á vefi.
Truflanir á hreyfingum og hreyfistjórn eru í dag taldar vera megin ástæðan
fyrir því að ofálag verður á vefi og að verkir verði langvarandi.
Árangursrík meðferð felst í því að greina og leiðrétta stöður og hreyfingar
sem valda verk/hömlun og kenna fólki að hreyfa sig á þann hátt að það valdi
síður ofálagi og ertingu á vefina. Aðeins verður farið í greiningu og
leiðréttingu truflana á mjaðmagrind og axlargrind í tengslum við verki og
truflanir á hrygg.

Harpa hóf að kenna þetta námskeið árið 2011 og hefur kennt bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Námskeiðið er í stöðugri þróun og byggir á rannsóknum og þekkingu sem er til staðar um þetta efni í dag. Uppsetning námskeiðsins og tímafjöldi byggir á reglum um endurmenntun sjúkraþjálfara í Bandaríkjunum sem þurfa að ljúka 15 klst. námskeiði á hverju ári til að viðhalda starfsréttindum. Hér er að finna meiri upplýsingar um námskeiðið sem verður næst haldið 6. - 7. ágúst, 2016 í University of St. Augustine í Florida.

https://cpe.usa.edu/p-136- movement-and- control-impairment- of-the- spine-pelvis- and-shoulder- girdle.aspx
https://cpe.usa.edu/Images/PDF/Movement%20%20Control%20Impairment%204-16.pdf

Leiðbeinandi: Dr. Harpa Helgadóttir lauk BS gráðu við Háskóla Íslands árið 1991, Manual Therapy Certification árið 2000 og Master of Health Science frá University of St. Augustine árið 2005. Árið 2006 hóf hún doktorsnám í Líf- og Læknavísindum við Háskóla Íslands og varði ritgerð sína árið 2010. Harpa hefur rannsakað hrygginn og axlargrindina og skrifað greinar sem hafa verið birtar í virtum vísindatímaritum*. Harpa hefur unnið sem sjúkraþjálfari síðan 1991 og stofnaði bakleikfimi.is árið 1996 sem sérhæfir sig í greiningu og æfingameðferð fyrir fólk með háls- og bakverki. Með henni vinna 6 sjúkraþjálfarar og fer kennslan fram í Heilsuborg og Grensáslaug. Síðustu 25 ár hefur Harpa þróað eigin aðferð þar sem hún notar sína eigin klínísku reynslu og aðferðir úr smiðju Stuart McGill, Shirley Sahrmann, Diane Lee, Peter O Sullivan og Kinetic Control. Harpa hefur kennt við námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ síðan 2003 og við University of St. Augstine í Florida síðan 2013. 

* Altered scapular orientation during arm elevation in patients with insidious onset neck pain and whiplash associated disorder. Helgadóttir H, Kristjansson E, Mottram S, Karduna A, Jonsson H. J Orthop Sports Phys Ther, 2010:40(12);784-791. Altered activity of the serratus anterior in patients with cervical disorders. Helgadóttir H, Kristjansson E, Einarsson E, Karduna A, Jonsson H. J Electromyogr Kinesiol, 2011:21;947-953. Altered alignment of the shoulder girdle and cervical spine in patients with insidious onset neck pain and whiplash associated disorders. Helgadóttir H, Kristjansson E, Mottram S, Karduna A, Jonsson H. J Appl Biomech, 2011:27(3);181-191.


Lokað fyrir skráningu