Viðburðir

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH)

Hefðbundin aðalfundarstörf

  • 25.9.2019, 16:30 - 18:00, Borgartún 6

Næsti aðalfundur Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH) verður haldinn :

þriðjudaginn 25. september 2019 kl. 16.30 í Borgartúni 6 (húsnæði BHM)

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosinn fundarstjóri og ritari fundar.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár.

5. Lagabreytingar

Stjórn leggur fram eftirfarandi lagabreytingu á 3. grein:


Löggiltir sjúkraþjálfarar innan FS geta orðið félagar. Sækja þarf skriflega um inngöngu í félagið til stjórnar þess. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.

í stað:

Löggiltir sjúkraþjálfarar innan FÍSÞ geta orðið félagar. Sækja þarf skriflega um inngöngu í félagið til stjórnar þess. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.

6. Stjórnarkjör.

7. Kosning skoðunarmanns reikninga.

8. Önnur mál

Næsta alþjóðleg ráðstefna ICPPMH verður haldin í Finnlandi dagan 12.-14. maí n.k. https://www.icppmh2020.com/ Yfirskrif ráðstefnunnar er: Linking Body and Mind.

Nokkrir félagar FSSH hafa sótt ráðstefnur þessar annað hvert ár, til að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað á þessum vettvangi. Síðast var hún haldin í Reykjavík 2018 og var bæði vel sótt og vel látin.

Vonandi sjáið þið ykkur sem flest fært að mæta á aðlafundinn og leggja orð í belg varðandi starfsemi félagsins, t.d.hugmyndir fyrir fræðslu eða umræðufundi.

Hægt er að leita upplýsinga og sækja um inngöngu í félagið með því að senda tölvupóst til Huldu B Hákonardóttur netfang: hulda.b.h@gmail.com

Látið orðið berast :)

Bestu kveðjur

Stjórn FSSH