Viðburðir

Dagur sjúkraþjálfunar 2022

Dagurinn verður haldinn föstudaginn 13. maí 2022 í Smárabíói

  • 13.5.2022, Smárabíó

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn þann 13. maí 2022 í Smárabíói. Dagurinn verður stútfullur af áhugaverðu efni, enda er langt síðan við hittumst og margir sem hafa afar áhugavert efni fram að færa.

Aðalfyrirlesari verður Dr. Paul Hodges, https://shrs.uq.edu.au/profile/157/paul-hodges og verður hann með tvö námskeið í framhaldi af deginum, 14 .- 15. maí og 16. - 17. maí.

Smárabíó er ný staðsetning fyrir daginn. Staðurinn býður upp á mun meiri sveigjanleika en fyrri staður, almennt rými fyrir bæði gesti og sýnendur er mun stærra og rýmra verður því um alla. Við vekjum sérstaka athygli á því að vegna þeirra breytinga sem fylgja því að færa ráðstefnuna getum við lækkað verðið fyrir þátttakendur umtalsvert miðað við síðustu ár.

Við hlökkum mikið til að halda daginn á þessum nýja stað  og vonumst til að sem allra flestir sjúkraþjálfarar landsins muni hafa tök á að mæta. Það er kominn tími á að hittast!

Skráning á Dag sjúkraþjálfunar er hafin á skráningarsíðunni:  https://events.bizzabo.com/340329/home

Dagurinn mun enda með partýi á SPOT bar, sem er í innan við 5 mín göngufjarlægð frá Smárabíói.

Drög að dagskrá Dags sjúkraþjálfunar 2022 má nálgast hér