Viðburðir

Faghópur um sjúkraþjálfun barna

Lungnasjúkraþjálfun barna

  • 26.11.2018, 11:00 - 12:00, Æfingastöðin Háaleitisbraut 13, Rvík

Sæl öll

Nú er allt komið á fullt eftir sumarið og kominn tími á fund hjá faghópnum. Það hafa orðið örlitlar breytingar á stýrihóp hópsins nú í haust. Valgerður Jóhannsdóttir, sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði, hætti og er henni þakkað kærlega fyrir vel unnin störf í þágu hópsins. Í hennar stað kom Sigrún Matthíasdóttir, sem einnig starfar í Sjúkraþjálfaranum.

 

Stýrihópur veturinn 2018-2019 er því þannig skipaður:

Hanna Marteinsdóttir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Björk Gunnarsdóttir, Æfingastöðin
Sigrún Matthíasdóttir, Sjúkraþjálfarinn

Næsti fundur hópsins verður mánudaginn 26. nóvember kl. 11:00-12:00.

Staðsetning: Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík (fundarsalur á 4. hæð).

Efni: Lungnasjúkraþjálfun barna. Agnes Erlingsdóttir og Sigrún Matthíasdóttir sjúkraþjálfarar halda erindi.

 

Agnes lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskólanum í Osló árið 2014 og kláraði framhaldsnám í barnasjúkraþjálfun vorið 2018. Hún hefur unnið við almenna barnasjúkraþjálfun fyrir börn á aldrinum 0-18 ára en síðustu tvö ár hefur hún sérhæft sig í sjúkraþjálfun fyrir börn með hjarta- og lungnasjúkdóma. Agnes starfar á Barnaspítala Hringsins og í Heilsuborg.

Sigrún lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2010 og kláraði framhaldsnám í heilbrigðisverkfræði frá University of Calgary árið 2014. Hún starfaði á Barn- och ungdomshabiliteringen (barna- og unglingahæfingastöðinni) í Malmö síðastliðin 3 ár. Sigrún flutti nýverið til landsins eftir margra ára búsetu erlendis og starfar í Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði. Lungnasjúkraþjálfun hefur staðið henni nærri síðustu ár þar sem sex ára sonur hennar er greindur með CF (Cystic Fibrosis) og þarf lungnasjúkraþjálfun á hverjum degi.

Léttar veitingar verða í boði.

 

Ps. Ef einhver sem fær þennan póst hefur ekki áhuga á að fá fleiri pósta tengda faghópnum er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að láta mig vita í tölvupósti. Þeir sjúkraþjálfarar á landsbyggðinni sem hafa áhuga á að fylgjast með fundum eru hvattir til að láta okkur í stýrihópnum vita tímanlega svo hægt sé að koma því í kring.

 

F.h. stýrihópsins

Björk Gunnarsdóttir
Sjúkraþjálfari
Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík
s. 535 0929  | fax 535-0901
bjork@slf.is | www.æfingastöðin.is